Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, óska
að ráða í eftirfarandi störf á starfsstöðv-
um sínum í Reykjavík eða á Akureyri:
1) Jarðfræðinga til borholurannsókna
Um er að ræða tvö störf á sviði borholujarð-
fræði og almennra jarðhitarannsókna, annað
á Akureyri og hitt í Reykjavík. Starfið krefst tals-
verðrar fjarveru frá föstum vinnustað, oftast
í tengslum við jarðhitaboranir og er starfs-
svæðið landið allt. Ráðið er í starfið til tveggja
ára með möguleikum á framhaldi. Nánari upp-
lýsingar veita Ingibjörg Kaldal, aðstoðardeild-
arstjóri jarðfræðideildar ÍSOR, og Bjarni Gauta-
son, útibússtjóri á Akureyri.
2) Efna- eða jarðefnafræðing
Óskað er eftir efnafræðingi eða jarðefnafræð-
ingi, helst með meistara- eða doktorsmenntun
og góðan grunn í ólífrænni efnafræði, efna-
varmafræði og efnagreiningum. Starfið felst
í rannsóknum og ráðgjöf á sviði jarðefnafræði,
einkum varðandi jarðhita, grunnvatn og föst
steinefni svo sem útfellingar og ummyndunar-
steindir. Nánari upplýsingar um starfið veitir
Magnús Ólafsson jarðefnafræðingur.
Ráðið er í öll störfin til tveggja ára með mögu-
leikum á framhaldi. Upphaf starfs er samnings-
atriði. ÍSOR óskar sérstaklega eftir því að
hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í
starfsliði sínu. Laun eru samkvæmt kjara-
samningum stéttarfélaga opinberra starfs-
manna við fjármálaráðuneytið.
Umsóknir með upplýs. um menntun og starfsfer-
il þurfa að berast Guðnýju Þórsdóttur, starfs-
mannastjóra ÍSOR, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík,
eigi síðar en 13. jan. 2006, netf. gudny@isor.is.
Öllum umsóknum verður svarað.
Baadermaður
Samherji hf. óskar eftir baadermanni til starfa
á frystitogara.
Menntun og hæfniskröfur:
Reynsla af fiskvinnsluvélum.
Vélvirkjun eða bifvélavirkjun er kostur.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um
að sækja um á heimasíðu Samherja hf.,
http://www.samherji.is
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með víðtæka
starfsemi víðsvegar um Evrópu. Samherji hf. hefur á að skipa hæfu
og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota,
miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi.
Upplýsingar um starfið gefur Anna María
Kristinsdóttir, starfsmannastjóri Samherja hf.,
(anna@samherji.is). Sími 460 9000.
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Matsveinafélags Íslands
verður haldinn í Skipholti 50D, 3. hæð, miðviku-
daginn 28. desember kl. 16.00. Áríðandi fundur.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Matsveinafélag Íslands,
trúnaðarmannaráð.
Auglýst eftir fram-
boðum til prófkjörs
í Kópavogi
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar næsta vor fari fram
21. janúar 2006.
Val frambjóðenda fer fram með tvennum
hætti.
a) Gerð er tillaga til kjörnefndar innan ákveðins
framboðsfrests sem kjörnefnd setur. Tillagan
er því aðeins gild að hún sé bundin við einn
flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið
að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í
prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20
flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörs-
frambjóðendur til viðbótar frambjóðendum
skv. a-lið.
Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum
til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð
vera bundið við flokksbundinn einstakling enda
liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann
gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur
skulu vera kjörgengir í næstu borgarstjórnar-
kosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn,
búsettir í Kópavogi, skulu standa að hverju
framboði og enginn flokksmaður getur staðið
að fleiri framboðum en 6.
Tillögum að framboðum ber að skila,
ásamt mynd af viðkomandi og stuttu ævi-
ágripi á tölvutæku formi, á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, Valhöll Háaleitis-
braut 1, eigi síðar en kl. 12.00, 30. desem-
ber 2005. Einnig verður tekið á móti fram-
boðum í félagsheimili sjálfstæðismanna
í Kópavogi, Hlíðasmára 19, föstudaginn
30. desember á milli kl. 10.00 og 12.00
Kjörnefnd.
Fyrirtæki
Fyrirtæki í tölvu- og upp-
lýsingatækni til sölu
Um er að ræða stöðugan og skuldlausan rekst-
ur sem gefur vel af sér. Fyrirtækið heldur m.a.
úti menntavef á margviðurkenndu alþjóðlegu
námsumsjónarkerfi. Reksturinn krefst sér-
fræðiþekkingar kennara og fjölhæfs tölvu/
kerfisfræðings sem hefur kunnáttu í rekstri vef-
setra og netþjóna.
Hægt er að reka fyrirtækið hvaðan sem er, eina
skilyrðið er nettenging. Góðir möguleikar til
stækkunar og útrásar.
Ásett verð er kr. 9 milljónir.
Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á net-
fangið: fyrirtaeki@visir.is
Raðauglýsingar 569 1100