Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Selfoss | Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur hjá Golfklúbbi Selfoss, var útnefndur íþróttamaður Árborgar á verðlaunahátíð íþrótta- og tóm- stundaráðs Árborgar á fimmtudags- kvöld. Hlynur Geir náði mjög góðum árangri á golfmótum ársins og er í fremstu röð golfmanna landsins. Alls voru tíu íþróttamenn tilnefnd- ir og fengu viðurkenningu bæjar- stjórnar. Hvatningarverðlaun ráðs- ins fékk Íþróttafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands en þessi viðurkenning er veitt því félagi eða deild sem sýnt hefur gott starf á árinu. Þeir sem fengu tilnefningu til kjörs íþróttamanns Árborgar eru Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþrótta- kona, Hjalti Rúnar Oddsson sund- maður, Hulda Sigurjónsdóttir frjáls- íþrótta- og boccia-kona, Jóhann Bjarnason knattspyrnumaður, Linda Ósk Þorvaldsdóttir fimleika- kona, Ómar Valdimarsson knatt- spyrnumaður, Ragnar Gylfason körfuknattleiksmaður, Sigursteinn Sumarliðason hestamaður, og Örn Davíðsson frjálsíþróttamaður. Á hátíðinni voru að venju afhentir styrkir til ýmissa verkefna félaga og íþróttadeilda á íþrótta- og tóm- stundasviði, samtals var úthlutað 700 þúsundum króna en fyrr á árinu voru styrkir einnig afhentir. Knatt- spyrnudeild Umf. Selfoss fékk styrk vegna unglingaþjálfunar, aðalstjórn Umf. Selfoss vegna heimasíðu, fim- leikadeild Umf. Selfoss vegna menntunar þjálfara, Knattspyrnu- félag Árborgar vegna heimasíðu og æfingasóknar utan sveitarfélagsins og frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss vegna grunnskólamóts og Grýlu- pottahlaups. Níu íþróttamenn fengu styrki úr afreks- og styrktarsjóði ÍTÁ, Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþróttakona, Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir fim- leikakona, Bjarni Bjarnason körfu- knattleiksmaður, Daníel Pétursson skíðamaður, Hlynur Geir Hjartar- son golfmaður, Katrín Ösp Jónsdótt- ir fimleikakona, Linda Ósk Þorvalds- dóttir fimleikakona, Ragnar Gylfason körfuknattleiksmaður og Örn Davíðsson frjálsíþróttamaður. Hlynur Geir íþrótta- maður Árborgar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Golf Hlynur Geir Hjartarson kylf- ingur hefur verið útnefndur íþróttamaður Árborgar 2005. Keflavíkurflugvöllur | Bláa Lónið hf. og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með Blue Lagoon vörur og þjónustu í flugstöðinni. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, hafa undirritað samning þess efnis. Bláa Lónið hefur um skeið rekið verslun innan svæðis Íslensks markaðar. Með stækkun og breyt- ingum á flugstöðinni fær fyrirtækið til umráða rúmgott svæði undir verslunina næsta vor. Í frétta- tilkynningu kemur fram að aukið framboð Blue Lagoon vara og þjón- ustu verður í boði í versluninni en nudd og léttar spa-meðferðir eru meðal þeirra nýjunga sem munu standa gestum flugstöðvarinnar til boða. Erlendis færist það í vöxt að spa-þjónusta sé í boði í flug- stöðvum. Nudd og spa-þjónusta í Leifsstöð Selfoss | Gunnar Egilsson pólfari var heiðraður sem afreksmaður og heimsmetshafi á verðlaunahátíð íþrótta- og tómstundaráðs Árborg- ar á fimmtudagskvöld. Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæj- arráðs, afhenti Gunnari viðurkenn- ingu og lýsti afreki hans sem ein- stökum viðburði og dæmi um afburða atorku og styrk. Þorvaldur sagði að það væri ekki á hvers manns færi að fara einbíla í slíka ferð og hafa ekki á neinn að treysta nema sjálfan sig. Þá væri af- rek hans ekki síðra þegar litið væri til þess að Gunnar hefði smíðað og útfært breytingar á bílnum. Arngrímur Hermannsson frá ferðaskrifstofunni Addís og einn aðalstuðningsmaður Gunnars í ferðinni lýsti afreki hans og sagði það á heimsvísu. Það væri í raun miklu meira afrek en margir gerðu sér grein fyrir. „Gunnar er kominn á spjöld sögunnar, hann var fyrstur til að aka eigin bíl á suðurpólinn,“ sagði Arngrímur. „Það hefur eng- um mistekist fyrr en hann gefst upp og Gunnar gefst aldrei upp,“ sagði Arngrímur en hann og Ólafur Ólafsson afhentu Gunnari við- urkenningu frá stuðnings- mannahópnum. „Það var heimavinnan sem skipti öllu máli. Ég er með frábæra starfs- menn hjá mér á verkstæðinu hér á Selfossi sem smíðuðu bílinn með mér. Sem betur fer bilaði ekki neitt á leiðinni og ég treysti bílnum full- komlega, þó við hefðum ekki nema eina klukkustund til að prófa bílinn þegar við komum þarna suður eft- ir,“ sagði Gunnar sem lýsti ferðinni í stuttu máli og því sem fyrir augu bar á suðurpólnum. Hann afhenti bæjarstjórninni mynd sem tekin var af honum á suðurpólnum og verður hún hengd upp í Ráðhúsi Árborgar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðurkenning Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, afhenti Gunnari Egilssyni pólfara viðurkenningu. Sveitarfélagið Árborg heiðrar Gunnar Egilsson, pólfara og heimsmethafa Heimavinnan skipti öllu máli ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar hef- ur gert samning við Sigrúnu Ólafs- dóttur listakonu um gerð úti- listaverks á hringtorgið á Tryggva- torgi í miðbæ Selfoss. Sigrún sem er uppalin á Selfossi, er með vinnustofu í Þýskalandi þar sem hún hefur búið í 15 ár. Hún mun strax hefja und- irbúningsvinnu við listaverkið og gerir ráð fyrir að vinna það næsta sumar á Selfossi. Gert er ráð fyrir að hugmyndir Sigrúnar að verkinu verði kynntar á menningarhátíðinni Vor í Árborg í maí á næsta ári. Við undirritun samningsins kom fram að gera má ráð fyrir að lista- verkið verði 12 til 14 metrar á hæð, það verði hreyfanlegt að einhverju leyti og gert úr stáli. Samningur um listaverk á Tryggvatorg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samið Sigrún Ólafsdóttir og Einar Njálsson bæjarstjóri með samninginn. Keflavíkurflugvöllur | Bandaríkja- her hefur frestað því um óákveðinn tíma að láta flugherinn taka við rekstri varnarstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli af Bandaríkjaflota. Yf- irmaður varnarliðsins, Mark S. Laughton kafteinn, hefur tilkynnt starfsfólki þetta og jafnframt sagt að búast megi við því að fljótlega verði aftur farið að ráða í þær stöður sem losnað hafa hjá varnarliðinu. Ekki hefur verið ráðið í nokkra tugi starfa hjá varnarliðinu vegna þeirra breytinga á yfirstjórn sem fyrirhugaðar voru. Búist er við að byrjað verði að ráða í þær. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist hafa óttast frekari niðurskurð hjá varnarliðinu og þessi tíðindi bendi til þess að svo verði ekki. Hann leggur áherslu á að ekki megi oftúlka þessi orð kafteinsins. „En þetta gef- ur okkur betri tíma til að vinna að at- vinnuuppbyggingu á svæðinu með öðrum hætti en að vera háð ákvörð- unum stjórnvalda í Bandaríkjunum um starfsemi á okkar svæði,“ segir Árni. Búist við að starfs- fólki fjölgi aftur ÚTFÖR séra Ólafs Odds Jónssonar var gerð frá Keflavíkurkirkju í gær. Séra Sigfús B. Ingvason og dr. Ein- ar Sigurbjörnsson jarðsungu. Jarð- sett var í Gufuneskirkjugarði. Fjöl- menni var við útförina og margir úr prestastétt, ásamt biskupum. Lík- menn voru Halldór Leví Björnsson, Elías Guðmundsson, Jón Þorsteins- son, Baldur Rafn Sigurðsson, Páll Skúlason, Vilhjálmur Árnason, Kristján Valur Ingólfsson og Hjalti Hugason. Kór Keflavíkurkirkju söng og Bylgja Dís Gunnarsdóttir söng einsöng. Útför séra Ólafs Odds Jónssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.