Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 28

Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Selfoss | Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur hjá Golfklúbbi Selfoss, var útnefndur íþróttamaður Árborgar á verðlaunahátíð íþrótta- og tóm- stundaráðs Árborgar á fimmtudags- kvöld. Hlynur Geir náði mjög góðum árangri á golfmótum ársins og er í fremstu röð golfmanna landsins. Alls voru tíu íþróttamenn tilnefnd- ir og fengu viðurkenningu bæjar- stjórnar. Hvatningarverðlaun ráðs- ins fékk Íþróttafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands en þessi viðurkenning er veitt því félagi eða deild sem sýnt hefur gott starf á árinu. Þeir sem fengu tilnefningu til kjörs íþróttamanns Árborgar eru Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþrótta- kona, Hjalti Rúnar Oddsson sund- maður, Hulda Sigurjónsdóttir frjáls- íþrótta- og boccia-kona, Jóhann Bjarnason knattspyrnumaður, Linda Ósk Þorvaldsdóttir fimleika- kona, Ómar Valdimarsson knatt- spyrnumaður, Ragnar Gylfason körfuknattleiksmaður, Sigursteinn Sumarliðason hestamaður, og Örn Davíðsson frjálsíþróttamaður. Á hátíðinni voru að venju afhentir styrkir til ýmissa verkefna félaga og íþróttadeilda á íþrótta- og tóm- stundasviði, samtals var úthlutað 700 þúsundum króna en fyrr á árinu voru styrkir einnig afhentir. Knatt- spyrnudeild Umf. Selfoss fékk styrk vegna unglingaþjálfunar, aðalstjórn Umf. Selfoss vegna heimasíðu, fim- leikadeild Umf. Selfoss vegna menntunar þjálfara, Knattspyrnu- félag Árborgar vegna heimasíðu og æfingasóknar utan sveitarfélagsins og frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss vegna grunnskólamóts og Grýlu- pottahlaups. Níu íþróttamenn fengu styrki úr afreks- og styrktarsjóði ÍTÁ, Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþróttakona, Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir fim- leikakona, Bjarni Bjarnason körfu- knattleiksmaður, Daníel Pétursson skíðamaður, Hlynur Geir Hjartar- son golfmaður, Katrín Ösp Jónsdótt- ir fimleikakona, Linda Ósk Þorvalds- dóttir fimleikakona, Ragnar Gylfason körfuknattleiksmaður og Örn Davíðsson frjálsíþróttamaður. Hlynur Geir íþrótta- maður Árborgar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Golf Hlynur Geir Hjartarson kylf- ingur hefur verið útnefndur íþróttamaður Árborgar 2005. Keflavíkurflugvöllur | Bláa Lónið hf. og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með Blue Lagoon vörur og þjónustu í flugstöðinni. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, hafa undirritað samning þess efnis. Bláa Lónið hefur um skeið rekið verslun innan svæðis Íslensks markaðar. Með stækkun og breyt- ingum á flugstöðinni fær fyrirtækið til umráða rúmgott svæði undir verslunina næsta vor. Í frétta- tilkynningu kemur fram að aukið framboð Blue Lagoon vara og þjón- ustu verður í boði í versluninni en nudd og léttar spa-meðferðir eru meðal þeirra nýjunga sem munu standa gestum flugstöðvarinnar til boða. Erlendis færist það í vöxt að spa-þjónusta sé í boði í flug- stöðvum. Nudd og spa-þjónusta í Leifsstöð Selfoss | Gunnar Egilsson pólfari var heiðraður sem afreksmaður og heimsmetshafi á verðlaunahátíð íþrótta- og tómstundaráðs Árborg- ar á fimmtudagskvöld. Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæj- arráðs, afhenti Gunnari viðurkenn- ingu og lýsti afreki hans sem ein- stökum viðburði og dæmi um afburða atorku og styrk. Þorvaldur sagði að það væri ekki á hvers manns færi að fara einbíla í slíka ferð og hafa ekki á neinn að treysta nema sjálfan sig. Þá væri af- rek hans ekki síðra þegar litið væri til þess að Gunnar hefði smíðað og útfært breytingar á bílnum. Arngrímur Hermannsson frá ferðaskrifstofunni Addís og einn aðalstuðningsmaður Gunnars í ferðinni lýsti afreki hans og sagði það á heimsvísu. Það væri í raun miklu meira afrek en margir gerðu sér grein fyrir. „Gunnar er kominn á spjöld sögunnar, hann var fyrstur til að aka eigin bíl á suðurpólinn,“ sagði Arngrímur. „Það hefur eng- um mistekist fyrr en hann gefst upp og Gunnar gefst aldrei upp,“ sagði Arngrímur en hann og Ólafur Ólafsson afhentu Gunnari við- urkenningu frá stuðnings- mannahópnum. „Það var heimavinnan sem skipti öllu máli. Ég er með frábæra starfs- menn hjá mér á verkstæðinu hér á Selfossi sem smíðuðu bílinn með mér. Sem betur fer bilaði ekki neitt á leiðinni og ég treysti bílnum full- komlega, þó við hefðum ekki nema eina klukkustund til að prófa bílinn þegar við komum þarna suður eft- ir,“ sagði Gunnar sem lýsti ferðinni í stuttu máli og því sem fyrir augu bar á suðurpólnum. Hann afhenti bæjarstjórninni mynd sem tekin var af honum á suðurpólnum og verður hún hengd upp í Ráðhúsi Árborgar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðurkenning Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, afhenti Gunnari Egilssyni pólfara viðurkenningu. Sveitarfélagið Árborg heiðrar Gunnar Egilsson, pólfara og heimsmethafa Heimavinnan skipti öllu máli ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar hef- ur gert samning við Sigrúnu Ólafs- dóttur listakonu um gerð úti- listaverks á hringtorgið á Tryggva- torgi í miðbæ Selfoss. Sigrún sem er uppalin á Selfossi, er með vinnustofu í Þýskalandi þar sem hún hefur búið í 15 ár. Hún mun strax hefja und- irbúningsvinnu við listaverkið og gerir ráð fyrir að vinna það næsta sumar á Selfossi. Gert er ráð fyrir að hugmyndir Sigrúnar að verkinu verði kynntar á menningarhátíðinni Vor í Árborg í maí á næsta ári. Við undirritun samningsins kom fram að gera má ráð fyrir að lista- verkið verði 12 til 14 metrar á hæð, það verði hreyfanlegt að einhverju leyti og gert úr stáli. Samningur um listaverk á Tryggvatorg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Samið Sigrún Ólafsdóttir og Einar Njálsson bæjarstjóri með samninginn. Keflavíkurflugvöllur | Bandaríkja- her hefur frestað því um óákveðinn tíma að láta flugherinn taka við rekstri varnarstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli af Bandaríkjaflota. Yf- irmaður varnarliðsins, Mark S. Laughton kafteinn, hefur tilkynnt starfsfólki þetta og jafnframt sagt að búast megi við því að fljótlega verði aftur farið að ráða í þær stöður sem losnað hafa hjá varnarliðinu. Ekki hefur verið ráðið í nokkra tugi starfa hjá varnarliðinu vegna þeirra breytinga á yfirstjórn sem fyrirhugaðar voru. Búist er við að byrjað verði að ráða í þær. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist hafa óttast frekari niðurskurð hjá varnarliðinu og þessi tíðindi bendi til þess að svo verði ekki. Hann leggur áherslu á að ekki megi oftúlka þessi orð kafteinsins. „En þetta gef- ur okkur betri tíma til að vinna að at- vinnuuppbyggingu á svæðinu með öðrum hætti en að vera háð ákvörð- unum stjórnvalda í Bandaríkjunum um starfsemi á okkar svæði,“ segir Árni. Búist við að starfs- fólki fjölgi aftur ÚTFÖR séra Ólafs Odds Jónssonar var gerð frá Keflavíkurkirkju í gær. Séra Sigfús B. Ingvason og dr. Ein- ar Sigurbjörnsson jarðsungu. Jarð- sett var í Gufuneskirkjugarði. Fjöl- menni var við útförina og margir úr prestastétt, ásamt biskupum. Lík- menn voru Halldór Leví Björnsson, Elías Guðmundsson, Jón Þorsteins- son, Baldur Rafn Sigurðsson, Páll Skúlason, Vilhjálmur Árnason, Kristján Valur Ingólfsson og Hjalti Hugason. Kór Keflavíkurkirkju söng og Bylgja Dís Gunnarsdóttir söng einsöng. Útför séra Ólafs Odds Jónssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.