Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2002, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 12.09.2002, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 12. september 2002 HÚSNÆÐISMÁL Ríkissjóður og sveitarfélög við Djúp hyggjast kaupa íverustað fyrir Ólínu Þor- varðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði og fjölskyldu hennar. Ríkið auglýs- ir nú að sögn Bæjarins Besta, eftir kaupum á einbýlishúsi á Ísafirði, sem á að vera um 200 fermetrar að stærð, að meðtöld- um bílskúr. Óvenjuskammur frestur er gef- inn til svars, örfáir dagar, enda þarf að rýma núverandi leigu- húsnæði skólameistara á næstu dögum. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur samþykkt að leggja í púkkið með ríkissjóði og er búist við að Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur geri það líka. Hlutur ríkisins í kaupunum verður þá 60% en sveitarfélag- anna þriggja við Djúp 40% sam- kvæmt samningi sem gerður var 1991.  Menntaskólinn á Ísafirði: Kaupa bústað undir meistara SVEITARSTJÓRNIR Skuldir vegna vík- ingaskipsins Íslendings voru 63,3 milljónir króna í júní. Eftir sam- inga við lánastofnana, kröfuhafa og flutningsaðila tókst að lækka þessa tölu niður í 42,8 milljónir króna, eða um þriðjung. Þetta kemur fram í svari Árna Sigfús- sonar, bæjarstjóra í Reykjanes- bæ, við fyrirspurn í bæjarstjórn. Inni í heildartölunni voru með- al annars lán hjá fjármálastofnun- um, viðskiptakröfur, opinber gjöld og greiðsla til Gunnars Mar- els Eggertssonar skipasmiðs auk kostnaðar vegna vinnu við „frum- gerð á staðsetningu skipsins og fyrirhuguðu víkingaþorpi.“ Reykjanesbær mun leggja allt að 7 milljónir króna til stofnkostn- aðarins og eiga fimmtung í félagi um skipið. Með framlögum fyrir- tækja og ríkis á næstu tveimur árum verða heildarframlög 43 milljónir. Árni segir að með samstarfi við mörg fyrirtæki sé fyrsta rekstrarár fjármagnað. Það muni kosta 7 milljónir króna. Tekjur verði 8 milljónir króna. Frá 1. september 2003 tekur Reykjanesbær við greiðslu rekstrarkostnaðar. Þá segir Árni að gert sé ráð fyrir að kominn verði á samningur við áðurnefnt víkingaþorp um leigu á skipinu. Árni segir þorpið, sem rísa á við Fitjar í Njarðvík, eiga að skila Reykjanesbæ 300 krónum á hvern gest.  Skuldir víkingaskipsins voru lækkaðar í 43 milljónir: Íslendingur fékk þriðjungs afslátt Thymematernity Verslun fyrir barnshafandi konur Hlíðasmára 17 S:575-4500 Sendum í póstkröfu um allt land. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl: 11-16 Thymematernity 1 árs! Af því tilefni verðum við með ýmis afmælistilboð dagana 11. til 14. september. Kynnum nýja línu... Super Fit Vorum að fá frábærar buxur fyrir YOGA og leikfimi. Erum að taka upp nýjar vörur í hverri viku Starfsfólk Thyme þakkar hlýjar og góðar móttökur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.