Fréttablaðið - 12.09.2002, Page 19

Fréttablaðið - 12.09.2002, Page 19
FIMMTUDAGUR 12. september 2002 • Framkoma og líkamsburður • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Myndataka (16 sv/hv myndir) • Tískusýningaganga • Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni • Myndbandsupptökur • Leikræn tjáning Sex vikna námskeið hefjast 16. og 18. september. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kolbrún Pálína Helgadóttir, Ungfrú Island.is 2001, auk frábærra gestakennara. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv myndir, lyklakippu og kynningarmöppu. Verð 14.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á vefsíðunni www.eskimo.is. ELDSVOÐI Eldur, sem kom upp í Walt Disney-kvikmyndaverinu í Burbank í Kaliforníu í gær, olli miklum skemmdum á sviðsmynd sem hafði verið byggð fyrir nýj- ustu mynd Jonny Depp, Pirates Of The Caribbean. Tjónið er talið nema um 350 þúsund dölum. Eng- inn slasaðist í eldsvoðanum og upptök eru enn ókunn. Nærliggj- andi byggingar voru tæmdar vegna útbúnaðar í verinu sem er ætlaður til að framleiða froðu, en eiturgufur geta myndast í froð- unni við eldsvoða. Talsmaður kvikmyndaraversins sagðist ekki vita hvort framleiðsla myndarinn- ar tefðist vegna brunans. „Við höldum okkur við þá áætlun að myndin verði tilbúin sumarið 2003 þar til annað kemur í ljós,“ sagði hann.  Walt Disney- kvikmyndaverið: Sviðsmynd skemmdist í eldi VILLTA VESTRIÐ Í DISNEY-KVIKMYNDAVERINU Sviðsmynd væntanlegrar kvikmyndar Jonny Depp í kvikmyndaverinu eyðilagðist í eldi í gær. FJÁRSJÓÐUR Átta segulbandsspólur með upptökum úr Top of The Pops- þáttunum á BBC á sjöunda ára- tugnum, hafa nú komið í leitirnar. Sjónvarpsstöðin átti aðeins fjórar upptökur frá þessum árum þar sem ekki var farið að geyma þætt- ina á spólum fyrr en árið 1977. Á spólunum átta eru meðal annars stjörnur á borð við Slade, Bay City Rollers, Bryan Ferry og Suzi Qu- atro. Gæðin á spólunum þykja ótrúleg þrátt fyrir að upptökur hafi verið gerðar með „gömlu að- ferðinni“, þ. e. að stilla segulbands- tækinu upp fyrir framan sjónvarp- ið og taka upp. Framleiðandi þátt- anna, Edwars Russell, er himinlif- andi. „Það er sannarlega dapurlegt að ekki skuli vera til fleiri upptök- ur frá upphafsárum Top of the Pops, en á þessum tíma var fortíð- arhyggja óþekkt fyrirbæri og spól- ur voru þar að auki dýrar. Ég er samt viss um að fullt af fólki á í fórum sínum gamlar upptökur úr þáttunum og hvet það fólk til að láta í sér heyra.“  Top of the Pops á sjöunda áratugnum: Gamlar upp- tökur komnar í leitirnar GOTT - EÐA HVAÐ? Bretar eru hrifnir af bökuðum baunum, en þær falla ekki endilega flóttamönnum í geð. Gjafir til flóttamanna: Ekki meira af bökuðum baunum, takk! ENGLAND Biskupsdæmið í Gloucester í Englandi hefur bannað sóknarbörnum sínum að gefa bakaðar baunir á árlega haustuppskeruhátíð sem haldin er í héraðinu. Gjafir, sem sókn- arbörnin gefa á hátíðina, eru sendar flóttamönnum sem bíða landvistarleyfis í Bretlandi, en flóttamönnum þykja bakaðar baunir vondar og því hrúgast baunadósirnar upp í stóra stafla, engum til gagns eða gleði. Bann- ið var sent 400 kirkjum í bisk- upsdæminu og fólk vinsamleg- ast beðið að nota ímyndunaraflið í ár til að gefa eitthvað sem fell- ur betur að smekk innflytjend- anna, eins og til dæmis gulrætur í dós, baunir og kjöt ásamt hrís- grjónum og pasta. Undanfarin átta ár hefur þriðjungar allra gjafa á hátíðinni verið bakaðar baunir í dós.  FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.