Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 22
22 12. september 2002 FIMMTUDAGUR HVAR? Út að borða á afmælisdeginum Lúkas Kostic, knattspyrnuþjálfari, heldur upp á 44 ára afmæli sitt í dag. Hann stefnir á háskólanám í framtíðinni og þjálfun tveggja sona sinna. AFMÆLI Það er nú heldur orðum aukið,“segir Jónas Bragi Jónsson, glerlistamaður, þegar hann er spurður hvort það sé rétt að for- setinn kaupi af honum allar gjafir handa erlendum gestum. En hann viðurkennir að Elton John hafi keypt af honum tvö listaverk. „Já, hann keypti verðlaunaverkið mitt, Öldur, handa sjálfum sér og annað handa vini sínum.“ Jónas segir vissulega heiður að því að forset- inn og erlend stórstirni kaupi verkin hans. „Ég ber þó ekkert meiri virðingu fyrir Elton John en Jóni Jónssyni, mér þykir bara vænt um það þegar menn kunna að meta það sem ég er að gera.“ Jónas Bragi segist hafa byrjað að fikta við glerlist ungur að árum og fyrsta verkið hafi hann gert 13 ára gamall. „Pabbi var listamaður og bróðir minn, sem lærði vinnslu í gler, kenndi pabba. Svo um leið og þeir tóku pásur hljóp ég í græjurnar.“ Jónas lærði svo í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskólans og hélt þaðan í Listaháskóla Edin- borgar, þar sem hann einbeitti sér að glerinu. Það sem heillar Jónas Braga við glerlistina er hvað möguleikarnir eru miklir. „Það eru svo mörg element í glerinu og ekki hægt að vinna jafn mikið í neinu öðru efni . Marmari til dæmis er ekkert nema yfirborðið, en glerið er heill heimur innaní.“ Jónas segir líf hans og eigin- konunnar, Catherine, sem er frá Englandi, snúast um börnin tvö, fimm og átta ára, og myndlistina. „Áhugamálin tengjast klassískri tónlist, arkitektúr og náttúru.“ Hann segist þó ekki beint sækja efnivið í náttúruna heldur reyna að fanga andann í náttúrunni. „Gott veður, blóm, fuglar og börn að leik, það er fegurð,“ segir hann.  Jónas Bragi Jónsson glerlistamaður opnar sýningu í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, á laugardag. PersónanBer ekkert meiri virðingu fyrir Elton John en Jóni Jónssyni FÓLK Í FRÉTTUM MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að álpapp- írinn sem Jón Sigurðsson var pakkaður inn í var ekki frá Alcoa. Leiðrétting MORGUNGANGA Friður og fegurð hvíldi yfir Seltjarnarnesinu í gærmorgun þegar þessi hjón nutu veðurblíðunnar á morgungöngu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Hafnfirðingur, Garðbæingurog Reykvíkingur unnu við að reisa verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Í kaffinu settust þeir alltaf á þakskeggið og borðuðu nestið sitt. Á hverjum degi kom það sama upp úr boxunum. Einn daginn segjast þeir ætla að stökk- va fram af þakinu ef brauðið verði einu sinni enn með sama álegginu. Daginn eftir opna þeir boxin og í ljós kemur nákvæmlega sama nestið. Þeir stukku því allir fram af og dóu. Við sameiginlega jarðarför þeirra tóku konur þeirra tal sam- an. „Ég hefði breytt um álegg ef hann hefði bara látið mig vita,“ sagði kona Reykvíkingsins og kona Garðbæingsins tók undir. Þá sagði kona Hafnfirðingsins: „Ég skil ekkert í þessu því hann smurði alltaf nestið sjálfur.“ Ég er kílói þyngri en þegar éghætti að spila og mér líður mjög vel líkamlega, enda slapp ég við alvarleg meiðsli í fótboltan- um,“ segir Lúkas Kostic, þjálfari meistaraflokks Víkings í knatt- spyrnu, sem er 44 ára í dag. Aðspurður hvernig hann ætli að halda upp á afmælið segir Lúk- as að hann ætli að fara út að borða. „Ég held alltaf upp á afmælið. Þetta er sérstakur dagur í lífi allra og það er gaman að eyða deginum með góðum vinum,“ segir Lúkas. Lúkas hefur starfað hjá Húsa- smiðjunni í sumar þar sem nóg hefur verið að gera. Hann stefnir að námi í markaðsútflutningi í Há- skóla Íslands og segist hlakka mikið til. „Þegar ég var atvinnu- maður í knattspyrnu var það alltaf mín heitasta ósk að klára háskól- ann,“ segir Lúkas, sem lauk námi við Viðskipta- og tölvuskólann í fyrra þar sem honum gekk prýði- lega. Lúkas var alkominn til Íslands árið 1991 þegar hann fluttist frá Júgóslavíu til Akraness með fjöl- skyldu sína. Þar gerði hann garð- inn frægan með Skagamönnum til ársins 1993. Lúkas segir það vera mjög gef- andi að þjálfa. Hann viðurkennir þó að fyrir nokkru síðan hafi hann verið orðinn frekar þreyttur á starfinu. „Ég hef þroskast og er orðinn mun rólegri en áður,“ segir hann. Lúkas hefur eignast marga vini á Íslandi í gegnum fótboltann og það er honum mikils virði. „Það er alltaf jafngaman að hitta þessa stráka og ég lít á þá eins og hluta af fjölskyldunni.“ Lúkas ætlar að leggja áherslu á þjálfun strákanna sinna tveggja, þeirra Igors og Alexanders, í framtíðinni. Fyrst mun hann ein- beita sér að þjálfun Igors, sem hefur þegar stigið sín fyrstu spor sem varamarkvörður hjá Víkingi undir stjórn föður síns. Því næst kemur röðin að hinum 10 ára gamla Alexander sem ku vera mikill markakóngur. „Igor hefur gefið mér orku til að halda áfram að standa mig vel og það er yndis- legt að hafa hann í kringum mig,“ segir Lúkas. freyr@frettabladid.is LÚKAS Lúkas (til hægri) ásamt góðvini sínum, Ingó, fyrir utan Víkingsheimilið skömmu fyrir æf- ingu. Lúkas ætlar að gera afmælisdaginn að dekurdegi og vinna jafnvel fram að hádegi og fara síðan í nudd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SAGA DAGSINS 12. SEPTEMBER TÍMAMÓT Sjúkrasamlag Reykjavíkur varstofnað að frumkvæði Odfell- ow-reglunnar árið 1909. Þetta var fyrsta sjúkrasamlagið. Tveir Bandaríkjamenn lentuloftbelg sínum í mynni Ísa- fjarðardjúps árið 1977. Þeir voru að reyna að komast fyrstir frá Bandaríkjunum til meginlands Evrópu á loftbelg, en höfðu hrak- ist af leið. Fallhlífarstökkvarar frá Akur-eyri settu Íslandmet í greininni þegar þeir stukku úr 21.000 feta hæð árið 1985. Frost var 30 gráður á celsíus og þeir féllu í tvær mín- útur á 220 kílómetra hraða áður en fallhlífarnar voru opnaðar. Bandaríska geimskipið MarsGlobal Surveyor komst á spor- braut umhverfis Mars árið 1997. JARÐARFARIR 13.30 Dagmar S. Dahlmann, Hringbraut 50, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. 13.30 Magnús K. Jónsson, byggingameist- ari, Ásholti 2, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Áskirkju. 13.30 Sigríður Bjarnadóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. AFMÆLI Fjölmiðlamaðurinn Jón Hákon Magnús- son er 61 árs. Luca Lúkas Kostic knattspyrnuþjálfari er 44 ára. ANDLÁT Guðmundur H. Þorbjörnsson, húsgagna- bólstrari, Hlíðarhúsum 3, lést 9. sept- ember. Gunnleif Þórunn Bárðardóttir lést 9. sept- ember. Ásmundur Jón Pálsson, Laufskálum 5, Hellu, lést 8. september. Patricia Ingham, Rossendale, Englandi, lést 8. september. Gunnar R. Bjarnason, leikmyndateiknari, lést 7. september. JÓNAS BRAGI Segir lífið snúast um fjölskylduna og listina. Björn Grétar Sveinsson lét afstarfi formanns í Verka- mannasambandi Íslands fyrir tveimur árum í kjölfar harðra átaka í sambandinu. Björn er menntaður sem húsasmiður og starfar nú hjá Verkfræðistofunni Verkvangi. Hann segist ánægður í nýja starfinu. Hann sakni þó engu að síður verkalýðshreyfingarinn- ar. „Það var sjálfgefið að ég færi til annarra starfa miðað við ósköpin sem gengu á hjá félögum mínum í verkalýðshreyfingunni. Ég starfa nú hjá verkfræðistofu sem hefur sérhæft sig í undirbún- ingi og eftirliti með viðgerðum á eldra húsnæði auk viðhaldsvörslu húsa,“ segir Björn. Björn saknar hringiðu verka- lýðsmálanna: „Það verð ég að segja alveg eins og er. Ég fór nú langt frá því út úr þessu sáttur og á örugglega eftir að fara betur yfir það við tækifæri. Mér finnst að fólk eigi það inni hjá mér. Það sluppu ýmsir full frjálslega frá þessari sögu og hafa jafnvel þegið krossa fyrir.“ Björn útilokar ekki frekari af- skipti af verkalýðsmálum: „Það hefur verið mín skoðun að það vanti róttækari krafta inni í hreyfinga. Þörfin er örugglega ekki minni nú en áður.“  Aðstandendur Kreml.is eru ekkimeðal vinsælustu manna í Samfylkingunni um þessar mund- ir. Þreifingar munu hafa átt sér stað í allt sumar við Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra um að koma til liðs við flokk- inn í þingkosning- um í vor. Skoðana- könnun Kreml- verja kom hins vegar bæði borg- arstjóra og flokks- forystunni á óvart og sprengdi málið fram. Telja menn í flokknum það alvarlegan fingurbrjót hjá Kreml.is að láta ekki borgarstjóra vita af könnuninni svo hún gæti haft varann á sér og undirbúið samstarfsflokkana í borgarstjórn. Þeir urðu fyrir vikið æfir, og hót- un Steingríms J. Sigfússonar um að Ingibjörg Sólrún missti borgar- stjórastólinn ef hún hellti sér í slaginn í landsmálunum er talin hafa haft úrslitaáhrif á ákvörðun hennar. Hörkuslagur er framundan íprófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæminu. Hafnfirð- ingar eru sigurvissir og telja ein- sýnt að Guðmund- ur Árni Stefáns- son vinni góðan sigur á Rannveigu Guðmundsdóttur. Kannanir benda til að flokkurinn geti átt von á fjór- um mönnum í kjördæminu. Gaflarar íhuga því að senda annan mann fram í próf- kjörið með Guðmundi Árna og ná fjórða sætinu, þannig að Hafnar- fjörður eigi tvo þingmenn. Helst er rætt um Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúa, sem ásamt Lúðvík Geirssyni var heilinn á bak við stórsigur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Þá eru ungir jafnað- armenn í Hafnarfirði komnir í mikla baráttu fyrir Katrínu Júlíus- dóttur, kornunga konu út atvinnu- lífinu, sem talin er njóta eindreg- ins stuðnings flokksforystunnar bæði í kjördæminu og á landsvísu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.