Fréttablaðið - 12.09.2002, Síða 24

Fréttablaðið - 12.09.2002, Síða 24
Af einskærri tilviljun keypti éghjól í sumar. Þegar ég var búin að eignast hjólið var auðvitað ekki annað að gera en að nota það líka, annars hefði verið um hreina offjár- festingu að ræða þrátt fyrir að hjól- ið væri keypt notað og á góðu verði. Í fyrstu nýtti ég gripinn í sérstakar hjólreiðaferðir á kvöldin og um helgar, hjólaði einhvern hring eða fram og tilbaka á stígnum fína sem er umhverfis borgina. Þetta var svo sem ágætt en á sama hátt og mér hefur alltaf þótt hálfasnalegt að hlaupa ef ég er ekki að flýta mér eða að missa af strætó þá þóttu mér þessar stöðugu hjólreiðaferðir svo- lítið skrítnar. ÞAÐ LÁ ÞVÍ BEINT VIÐ að nýta frekar hjólið til að komast á milli staða, til dæmis að heiman og í vinnuna sem líklega er mín algeng- asta ferð milli staða. Í fyrstu fannst mér þetta nokkuð djarft þar sem eru nokkrir kílómetrar milli þessara staða - ekki þó fjarskalega margir - og ég hafði varla á hjól komið árum saman. Í ljós kom að kílómetrarnir lágu furðufljótt að baki á hjólinu. Fyrsta daginn var leiðin lengst, ann- an daginn heldur styttri og þannig koll af kolli. Núna er ég helst á því að annað hvort ég eða vinnustaður- inn verði að flytja þannig að hjóla- ferðin kvölds og morgna geti orðið lengri. Á HJÓLINU er leiðin í og úr vinnu aldrei eins því það er ástæðulaust að hjóla alltaf sömu leiðina. Auk þess er veðrið mismunandi, bæði milli ferða og jafnvel í sömu ferð. Um daginn rigndi til dæmis þrisvar á leiðinni að heiman og í vinnuna. Svo hittir maður fólk á leiðinni, stoppar jafnvel smá stund og spjall- ar. Jákvæðar aukaverkanir eru svo meiri styrkur, aukið þol og betri nætursvefn. Er hægt að biðja um meira? OFT HEF ÉG REYNT að taka mig taki og hefja líkamsrækt með misgóðum árangri og stundum eng- um. Ég ákvað eiginlega aldrei að eignast reiðhjólið góða heldur er eins og forsjónin hafi tekið í tau- mana og sent mér þennan grip, hugsanlega vegna þess að ég var allsendis ófær um að taka meðvit- aða ákvörðun um að bæta líðan mína með hreyfingu. Kannski er þetta meira og minna svona, það besta sem kemur fyrir mann gerist óvart.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Steinunnar Stefánsdóttur Flott föt á skemmtilegu verði 1.499kr 2.999kr 2.999kr 3.999kr 2.499kr 1.499kr Síð hettu- peysa ein stærð Bolur Stærð S-L Stretch flauels- buxur Stærð 10-16 Heklað- vesti ein stærð Rúllukraga- bolur Stærð S-XL Buxur Stærð 10-20 Tilboðin gilda 12.-15. sept eða meðan birgðir endast. 4.999kr Dömu skór Stærð 36-41 Dömu skór Stærð 36-41 3.999kr Dömu skór Stærð 36-40 4.499kr Á fáki fráum - alveg óvart

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.