Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.09.2002, Qupperneq 22
22 24. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ... fá KR-ingar fyrir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum. Liðið forðaði sér frá falli fyrir ári síðan. Nú er öldin önnur. Mikil barátta er í liðinu og stemmningin og hefðin hafa komið þeim á topp- inn. Hópurinn sem skipar liðið er ekki jafn hlaðinn stórstjörnum og áður. Enn og aftur sannast það að sterk liðsheild og góður þjálfari gera meira en eitt og eitt stór- stirni. KR-ingar hafa líka hefðina á bak við sig. Þótt félagið hafi mátt þola mögur ár milli stórveld- istíma hafa þeir haft þolinmæðina og þrautseigan stuðningsmanna- hóp. Það skilaði liðinu aftur á toppinn á sínum tíma og heldur þeim þar þetta sumarið. Til ham- ingju KR-ingar! AFMÆLI Þorfinnur Ómarsson er kominná fulla ferð í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs. Hann er staddur á kvik- myndahátíðinni í San Sebastian á Spáni, ásamt Baltasar Kormáki og fleiri aðstandendum Hafsins. Myndin er fyrsta íslenska kvik- myndin sem boðið hefur verið að taka þátt í aðalkeppni hátíðarinn- ar og Þorfinnur var viðstaddur frumsýningu myndarinnar í gær. „Þetta gengur mjög vel. Það var troðfullt á sýningunni og Baltasar er búinn að vera í viðtölum í allan dag, bæði hjá dagblöðum og sjón- varpsstöðvum, þannig að myndin er að fá góða kynningu.“ Þorfinnur tók að sér að fylgja Hafinu og Fálkum eftir á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrir skemmstu. „Ég var þá enn í þessu limbói og framleiðslufyrirtækin fengu mig til að taka þetta að mér líkt og ég hef gert áður.“ Þorfinnur hefur komið sér upp góðum samböndum í kvikmynda- heiminum og segir það vissulega rétt að hann sé orðinn vel kynntur á þessum vettvangi. „Það tekur mörg ár að komast inn í þennan hring og verða viðurkenndur. Það liggur mikill tími á bak við það að koma sér upp þessum persónu- legu samböndum og þetta er á vissan hátt mikilvæg fjárfesting.“ Þorfinnur segir það því liggja í hlutarins eðli að það sé mjög erfitt að ætla að skipta mönnum inn í þetta starf með litlum fyrirvara. „Ég kem tvíefldur til leiks og er mjög ánægður að komast að aftur og klára árið. Það þarf að bretta upp ermarnar þar sem nokkur stór verkefni liggja fyrir enda eru miklar breytingar á sjóðnum fyr- irhugaðar um áramótin. Það er mikill hugur í mér og ég mun hella mér í þetta í góðu samstarfi við menntamálaráðuneytið.“  Þorfinnur Ómarsson er kominn aftur til starfa hjá Kvikmyndasjóði Íslands. Hann er staddur á Spáni að kynna Hafið og mun svo bretta upp ermarnar og undirbúa breytingar á sjóðnum. Persónan Þarf að bretta upp ermarnar MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar verða á daglegri starfsemi Seðlabanka Íslands við brotthvarf Finns Ingólfssonar úr bankastjórninni. Leiðrétting Ólafur Kjartan Sigurðarson,barítón, er 34 ára gamall í dag. Hann syngur hlutverk Fígarós í Rakaranum í Sevilla sem Íslenska óperan frumsýndi um helgina. Hann segir alla aðstandendur sýn- ingarinnar afar stolta af verkinu og að fyrstu sýningarnar tvær hafi gengið eins og í sögu. „Það var mikil stemmning og sýningin virðist hafa farið vel í fólk. Við höfum fengið jákvæða dóma, enda skila allir mjög góðu verki. Æfingaferlið hefur verið langt og strangt en það er valinn maður í hverju rúmi og eftir stendur öflug skemmtun.“ Ólafur Kjartan segir aðspurð- ur um hlutverk sitt að Fígaró sé mjög skemmtilegur en taki þó á. „Ég er að syngja þennan Fígaró í fyrsta skipti í heild á sviði og hann er afar gefandi. Þetta er þakklátt hlutverk en það er þó meira en segja það að syngja hann tvö kvöld í röð. Ég hef oft sungið Fíg- aró Mozarts og þeir eru skemmti- legir, Fígaróarnir, og nú hef ég átján skipti til að bæta þennan.“ Ólafur Kjartan segir það bæði mikilvægt og gott fyrir sig að hafa Fígaró í safninu sínu og hann vonast til að geta nýtt hann betur í framtíðinni. „Hann kemur væntanlega til með að eldast nokkuð vel í hálsinum og ég ætti að geta sungið hann í að minnsta kosti tíu ár til viðbótar.“ Ólafur Kjartan nam við Söng- skólann í Reykjavík hjá Guð- mundi Jónssyni, við Royal Academy of Music í London og Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, en þaðan lauk hann mastersgráðu sumarið 1998. Hann er fastráðinn söngvari við Íslensku óperuna 2001- 2003. Hann mun eyða af- mælisdeginum í Flugleiðavél á leið til Bretlands og fer í prufu- söng í Wales á miðvikudag og í Amsterdam á föstudag. „Maður er að leggja fjárhag heimilisins í rúst eina ferðina enn. Það er heil- mikið happdrætti að standa í þessu og það kostar haug af pen- ingum að fara í prufurnar sem skila stundum góðum hlutverk- um og stundum engum. Prufurn- ar eru þar fyrir utan allt annað en skemmtilegar en maður verður að leggja í þetta enda fiska þeir ekki sem róa ekki og maður verð- ur því að nota öll tækifæri til að láta heyra í sér.“ thorarinn@frettabladid.is ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Segir óperusöngvara aldrei eiga frí. Starf- ið snúist um endalausa hringrás æfinga, sýninga og prufusöngva. SAGA DAGSINS 24. SEPTEMBER TÍMAMÓT Menntaskólinn við Hamrahlíðvar settur í fyrsta sinn árið 1966. Guðmundur Arnlaugsson var rektor og fastráðnir kennarar voru sex. Fyrsta skurðaðgerðin var gerð áBorgarspítalanum í Fossvogi árið 1968. Aldarfjórðungi síðar var þess minnst með því að taka í notkun nýja skurðstofu. Samtök iðnaðarins voru stofnuðí Reykjavík árið 1993. Þau tóku við af sex félögum í iðnaði. Jim Henson, sköpunarmaðurPrúðuleikaranna, leit dagsins ljós í Mississippi í Bandaríkjunum árið1936. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á árunum 1976-1981. Henson lést árið 1990. Jarðarfarir 13.30 Eufemía Georgsdóttir verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í Reykjavík. 13.30 Jóhann Valdimar Guðmundsson, strætisvagnabílstjóri, frá Fögrubrekku í Hrútafirði, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Steingrímur Þórisson, fyrrverandi kaupmaður, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi. 13.30 Þórhildur Sigurbjörg Steingrímsdóttir, fyrrverandi íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. Afmæli Skáldkonan Kristín Ómarsdóttir er fertug. Inga Jóna Þórðardóttir er 49 ára. Ólafur Kjartan Sigurðarson, óperusöngvari, er 34 ára. Nýgifta konan vaknaði aðmorgni afmælisdagsins og sagði eiginmanninum frá draumi sínum, að hann hefði gefið henni risastóra perlufesti. „Hvað ætli þetta merki,“ spurði hún eigi- manninn. „Það kemur í ljós í kvöld,“ svaraði hann leyndardómsfullur. Um kvöldið kom hann heim með furðu stóran og þungan pakka og gaf konunni sinni. Kon- an opnaði pakkann spennt og í ljós kom „Stóra draumráðninga- bókin“. Sendu brandara á surmjolk@frettabladid.is Hlutverk Fígaró tekur á Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón, kann vel að meta rakarann í Sevilla. Hann flýgur utan í prufusöng á afmælisdaginn. Prufurnar leiðinlegar og kostnaðarsamar en engu að síður mikilvægar enda fá söngvarar sem ekkert heyrist í lítið að gera. ÞORFINNUR ÓMARSSON „Það er mikill hugur í mér og ég mun hella mér í þetta í góðu samstarfi við menntamálaráðuneytið.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.