Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 7
7ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002
FÍKNIEFNI Ungum fíkniefnaneyt-
endum hefur fjölgað á meðferðar-
heimilinu Byrginu í Sandgerði.
Flestir eiga stutta neyslusögu að
baki en hafa notað sterk fíkniefni.
Þetta er mat Guðmundar Jónsson-
ar forstöðumanns Byrgisins.
Hann segir meðalaldur unga
fólksins vera 20 til 25 ár.
Guðmundur segir minna um
sprautunotkun nú en áður. „Fyrir
einu og hálfu ári komu hingað 127
sprautufíklar til meðferðar. Í dag
sjást þeir varla. Fólk leitar frekar
í töflur og þá sérstaklega í e-töfl-
ur sem að mínu viti er lang hættu-
legasta og harðasta efni sem hing-
að hefur komið. Ekki síst vegna
þeirrar ranghugmyndar sem ríkir
að um einhvers konar kúltur sé að
ræða.“ Guðmundur segist hafa
vitneskju um að unglingar blandi
e-töflum saman við viagra í þeim
tilgangi að hressa upp á kynlífið.
Afleiðing slíks athæfis séu þeim
ekki ljós. Eftir nokkur skipti hafi
þau byggt upp fíkn og eru þá orð-
in föst í viðjum eiturlyfja.
Frá janúar til enda júlímánaðar
á þessu ári hafa 148 einstaklingar
leitað meðferðar á Byrginu. Hluti
skjólstæðinga, eða um tuttugu
manns, dvelst þar langdvölum án
markvissrar starfsþjálfunar. Guð-
mundur segir ástæður þess mest-
megnis þær að þessir einstakling-
ar séu heimilislausir og eigi í eng-
in hús önnur að leita. Hluti skýr-
inga á hvernig komið er fyrir
þessu fólki er líka vanhæfni til að
starfa á einhverjum vettvangi og
geðræn vandamál þess. En um 45
prósent þeirra sem sækja sér
meðferð í Rockville eiga við geð-
ræn vandamál að stríða sem lýsa
sér í geðklofa eða alvarlegum
kvíða- og þunglyndiseinkennum.
Við könnun sem gerð var á fé-
lagslegum aðstæðum þeirra sem
leituðu sér meðferðar kom í ljós
að stór hluti einstaklinganna kem-
ur frá sundruðum fjölskyldum
þar sem neysla foreldra, skilnað-
ur, ofbeldi og/eða misnotkun var
viðtekin venja í uppeldinu. Rúm-
lega helmingur hafði enga fram-
haldsmenntun að baki og rúmlega
10% höfðu ekki lokið grunnskóla-
prófi. Þá höfðu langfæstir ein-
hverja atvinnu áður en þeir komu
í meðferð.
Guðmundur segir meðferðar-
pláss verða aukin í 120 um áramót-
in. Þannig sé búið að ná því tak-
marki sem lagt hafi verið upp með.
kolbrun@frettabladid.is
Ungum fíklum hefur
fjölgað í Byrginu
Neysla harðari fíkniefna er ástæða fjölgunar ungs fólks í Byrginu er mat Guðmundur Jónssonar
forstöðumanns.
FRÁ BYRGINU
Af 144 einstaklingum sem leituðu sér meðferðar í Byrginu frá byrjun árs til loka júlímán-
aðar voru 77 manns fæddir á árunum 1950 til 1970. 23 fæddust fyrir 1950 og 48 einstak-
lingar voru fæddir eftir 1970. Þá hefur hlutfall kvenna í meðferð aukist töluvert. Flestir
sem leituðu sér meðferðar höfðu byrjað neyslu mjög ungir og er aldurinn 11-13 ára al-
geng viðmiðun.
LÆST INNI Ung kona hringdi í lög-
regluna í Reykjavík klukkan átta á
sunnudagsmorgun og sagðist vera
læst inni á veitingastað í miðborg-
inni. Lögreglan ræsti út eigandann
sem mætti strax á staðinn og
hleypti konunni út.
INNBROT Í KÓPAVOGI Nokkur inn-
brot voru framin í Kópavogi um
helgina. Brotist var inn í sex bíla
og segir lögregla að þjófarnir
hafi lítið haft upp úr krafsinu. Þá
var brotist inn í tvö íþróttahús í
bænum, íþróttahúsið á Kársnesi
þar sem geislaspilara og fleiru
var stolið og íþróttahúsið Digra-
nes þar sem stolið var skipti-
mynt. Ennfremur var brotist inn
í tvö fyrirtæki við Smiðjuveg en
litlu stolið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ALÞINGI „Þetta er algjör fjar-
stæða,“ sagði Geir H. Haarde,
fjármálaráðherra, um fullyrðing-
ar Jóns Bjarnasonar, Vinstri-
grænum, um að sala ríkiseigna
væri notuð til að greiða rekstrar-
kostnað ríkisins. Fjármálaráð-
herra sagði ekki hægt að láta
svona málflutningi ómótmælt.
Staðreyndin væri allt önnur en
Jón héldi fram. Afgangur væri af
ríkissjóði á fjáraukalögum þó
engar tekjur fengjust af sölu
eigna. Þingmaðurinn sagði ráð-
herra misskilja sig. Hann hafi
ekki sagt að fé af sölu eigna væri
notað til framkvæmda heldur til
að greiða rekstrarskuldbindingar.
Það sagði hann lífeyrisskuldbind-
ingar falla undir.
Gísli S. Einarsson, Samfylk-
ingu, kvartaði undan því að ráð-
herrar færu ekki nægilega vel
eftir þeim ramma sem fjárlögin
settu þeim. Of mikil frávik væru á
ríkisreikningi frá fjárlögum und-
anfarin ár. Vildi hann að fjármála-
ráðherra brýndi fyrir samráð-
herrum sínum að fylgja lögunum
betur. Undir þetta tók Jón Bjarna-
son. Hann sagði að í sumum til-
fellum hefði tekið ákvörðun um
fjárútlát og jafnvel ráðstafað fénu
án þess að bera það undir þingið.
Síðan væri leitað staðfestingar í
fjáraukalögum.
Fjáraukalögin rædd á þingi:
Slæmur búskapur
eða góður
GEIR H. HAARDE
Fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalagafrumvarpi sínu. Þar eru veittar heimildir fyrir út-
gjöldum og tekjur bókfærðar sem ekki lágu fyrir við gerð fjárlaga.
Heimilisvitjanir
Byrgisins:
Anna varla
eftirspurn
AÐSTOÐ Mörg afar sorgleg mál
koma til kasta ráðgjafa Byrgisins
í heimilisvitjunum. Guðmundur
Jónsson, for-
s t ö ð u m a ð u r
Byrgisins, segir
að eftir að farið
var að bjóða
upp á þessa
þjónustu hafi
Byrgið varla
getað annað
þeim útköllum
sem berast.
„Ég var kall-
aður að einu heimili um jól á síð-
asta ári. Þar voru fyrir 18 ára
drengur og 15 ára stúlka og for-
eldrar þeirra. Krakkarnir voru
búin að loka sig inni, draga fyrir
alla glugga og taka símann úr
sambandi. Ástæðan var sú að þau
áttu að vera á Kanaríeyjum með
foreldrum sínum og voru búin að
fá frí í skólanum. Þau komust
aldrei í flug vegna drykkju for-
eldra sinna sem höfðu verið full
síðan 6. desember. Krakkarnir
höfðu áður upplifað svona tilfelli.
Reynslan hafði kennt þeim að bú-
ast ekki við því að komast í fríið.
þau byrjuðu í nóvember á hverju
ári að safna að sér mat svo að þau
þyrftu aldrei að stíga út úr húsi og
koma upp um ástand foreldra
sinna.“
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
Það er staðreynd að margir
Íslendingar lifa við fátækt
og sjá ekki fram á að geta keypt
í matinn í dag.
Í hverri viku leitar mikill fjöldi
fólks til Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur eftir aðstoð.
Mæðrastyrksnefnd útdeilir
matvöru og öðrum
nauðsynjum til skjólstæðinga
sinna, sem einstaklingar
og fyrirtæki hafa gefið
til nefndarinnar.
Án þessarar samstöðu
í samfélaginu myndu
margir líða skort.
Þar sem neyðin er mikil
skorar Mæðrastyrksnefnd
á alla Íslendinga að gefa matvæli,
hreinlætisvörur
og aðrar lífsnauðsynjar til
nefndarinnar.
Til að gefa þarf enga
sérfræðiþekkingu;
fátækt fólk þarfnast þess
sama og við hin.
Þegar þið kaupið næst til heimilisins,
kaupið einnig fyrir þá sem líða skort.
Farið með ykkar hluta heim
en komið hlut hinna fátæku
til Mæðrastyrksnefndar
á Sólvallagötu 48.
Þið þurfið ekki að gefa
mikið til að gera gagn.
Einn lítri af mjólk eða poki
af kartöflum hjálpar einum
einstaklingi; bíðið ekki þar
til þið getið mettað marga.
Mæðrastyrksnefnd tekur
á móti matvöru og öðrum
nauðsynjum á þriðjudögum
frá klukkan 15 til 19
og á miðvikudögum
frá klukkan 14 til 18.
Ef þú átt tvo pakka
– gefðu náunga þínum annan ...
Tekið við matargjöfum á Sólvallagötu 48
á þriðjudögum frá kl. 15 til 19 og miðvikudögum frá kl. 14 til 18.