Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 8
15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
MENNING Stefáni Jóni Hafstein,
formanni menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar, líst vel á þá
hugmynd að efna árlega til
skoskra daga í Reykjavík að feng-
inni reynslu af heimsókn þúsunda
Skota sem komu hingað til lands
til að fylgjast með landsleik um
síðustu helgi:
„Það er ljóst að hjörtunum
svipar saman í Skotlandi og á
Grímsstaðaholtinu. Þetta voru
góðir gestir og við eigum að gera
miklu meira úr svona leikjum og
efna til menningarviðburða í
tengslum við þá. Flugleiðir hafa
unnið mikið og lofsvert kynning-
arstarf á þessu sviði,“ segir Stef-
án Jón Hafstein og telur ekki ólík-
legt að Reykjavíkurborg eigi eftir
að leggja sitt af mörkum í tengsl-
um við atburði sem þessa í fram-
tíðinni.
Skotarnir sem fylgdu landsliði
sínu hingað til lands fylltu öll hót-
el í Reykjavík og eyddu drjúgum
tíma á veitingahúsum höfuðborg-
arinnar. Talið er að þeir hafi eytt
um 60 milljónum króna hér um
helgina.
Formaður menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar:
Líst vel á skoska daga
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Hjörtunum svipar saman í Skotlandi
og á Grímsstaðaholtinu.
ENGAR KOSNINGAR Hugo
Chavez, forseti Venesúela, segir
útilokað að boða til kosninga fyrr
en í desember árið 2006, mánuði
áður en kjörtímabil hans rennur
út. Stjórnarskráin geri ekki ráð
fyrir þeim möguleika. Öflug
stjórnarandstaða hefur krafist af-
sagnar forsetans.
EYJA Í UPPNÁMI Um það bil 20
konur hafa sakað karlmenn á
Pitcairneyju í Kyrrahafi um kyn-
ferðisbrot. Íbúar á eyjunni eru
aðeins 44. Ákveðið hefur verið að
réttarhöldin fari fram á Nýja-Sjá-
landi. Eyjan hefur verið í byggð
frá því uppreisnarmenn á breska
skipinu Bounty settust þar að
fyrir tveimur öldum.
ERLENT
BALI, WELLINGTON, AP Matori Abdul
Djalil, varnarmálaráðherra
Indónesíu, fullyrti í gær að Al
Kaída, hryðjuverkasamtök Osama
bin Ladens, stæðu að baki
sprengjuárásinni á eyjunni Bali
um helgina.
„Við erum þess fullviss að Al
Kaída er hér,“ sagði ráðherrann.
„Sprengingin á Bali er tengd Al
Kaída í samvinnu við hryðju-
verkamenn hér á staðnum.“
Enginn hefur lýst ábyrgð á
árásinni. Grunsemdir vöknuðu
fljótlega um að íslömsku samtök-
in Jemaah Islamiyah, sem grunuð
eru um tengsl við Al Kaída, beri
ábyrgð á henni. Leiðtogi samtak-
anna þvertók þó fyrir það í gær.
„Allar ásakanir á hendur mér
eru úr lausu lofti gripnar. Ég
skora á þá að sanna eitthvað,“ seg-
ir Abu Bakar Bashir, leiðtogi
Jemaah Islamiyah, sem margir
telja að hafi tengsl við Al Kaída,
hryðjuverkasamtök Osama bin
Ladens. „Ég býst við að spreng-
ingin hafi verið gerð að undirlagi
Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra til þess að réttlæta ásakan-
ir um að hryðjuverkamenn séu
með bækistöðvar á Indónesíu,“
bætti hann við.
Ferðamenn flúðu unnvörpum
frá Balí í gær. Stór hluti eyjar-
skeggja hafa lifibrauð sitt af
ferðaþjónustu. Þeir óttast nú að
fáir ferðamenn láti sjá sig þar á
næstunni. Einnig gæti atburður-
inn haft slæm áhrif á efnahag
Indónesíu vegna þess hve ferða-
þjónustan á Bali er stór liður í
þjóðarframleiðslu Indónesíu.
Ekki var enn ljóst í gær hve
margir fórust þegar nokkrar
sprengjur sprungu á skemmti-
staðnum Sari á eyjunni Bali í
Indónesíu aðfaranótt laugardags.
Í gær hafði verið staðfest að 188
manns létust og meira en 300
særðust. Hins vegar er talið að
um 800 manns hafi verið á
skemmtistaðnum þegar sprengj-
an sprakk.
Skemmtistaðurinn Sari er
horfinn af yfirborði jarðar. Þar er
nú ekkert annað en hola í jörðina
og eitthvað af braki. Fjölmörg hús
í næsta nágrenni eru illa farin.
Flestir hinna látnu voru erlend-
ir ferðamenn, aðallega frá Ástral-
íu en einnig frá Þýskalandi,
Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Sviss,
Suður-Afríku og Bandaríkjunum.
Líkin voru flest það illa farin að
ekki hefur tekist að bera kennsl á
nema lítinn hluta þeirra.
Þeir Ástralir sem lifðu af
sprengjuárásina komu til Ástralíu
í gær, margir hverjir illa særðir.
Þar ríkir nú þjóðarsorg.
„Áhrifin á Ástralíu eru eins og
af ellefta september, vegna þess
hve margir Ástralir komu við
sögu,“ sagði Helen Clark, forsæt-
isráðherra Nýja-Sjálands.
Fullyrt að Al Kaída beri ábyrgð á sprengin-
gunni. Samtökin Jemaah Islamiyah neita
ábyrgð. Fjöldi látinna gæti skipt mörgum
hundruðum. Þjóðarsorg ríkir í Ástralíu.
Sögð bera
ábyrgðina
ÓFÖGUR SJÓN
Þetta fólk á Bali virti í gær fyrir sér fórnarlömb sprengingarinnar á sjúkrahúsi í Denpasar.
AP
/A
C
H
M
AD
I
B
R
AH
IM
– þitt tækifæri til að stunda fullgilt háskólanám
í tölvunarfræði samhliða vinnu.
Háskólanám
Háskólanám með vinnu – þitt tækifæri til að ná lengra
Umsóknarfrestur er ti l 8. nóvember
Námið hefst í janúar 2003 • www.ru.is
Allar nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans í síma 510 6200 og á www.ru.is
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á katrin@ru.is
Björg Birgisdóttir,
námsráðgjafi
Háskólans í Reykjavík
Örn Arason,
nemandi
í tölvunarfræði
Hrafn Loftsson,
deildarforseti
tölvunarfræðideildar
Háskólans í Reykjavík
Opinn kynn ingarfundur
miðv ikudag inn 16. október k l . 17.15
Bandamenn Háskólans í Reykjavík
Á fundinum munu þessir aðilar kynna í hverju Háskólanám með
vinnu felst og svara öllum spurningum þínum varðandi námið.
Nemendur í Háskólanámi með vinnu geta lokið Kerfisfræðiprófi HR
(60 ein.) á rúmlega tveimur árum. Nemendur geta síðar á
námstímanum ákveðið að ljúka BS prófi.
• Nemendur koma í dæmatíma tvo daga í viku kl. 16.15–19.30.
• Nemendur sækja sér hljóðfyrirlestra af netinu.
• Þrjár námsannir á hverju ári (sumarfrí í júlí og ágúst).
með vinnu
í tölvunarfræði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
1
90
44
1
0/
20
02
FISKAFLI Áætlaður heildarafli síð-
asta fiskveiðiárs, sem lauk 31.
ágúst, er 2.162 þúsund tonn. Það
er 220 þúsund tonnum meira en á
síðasta ári. Loðnuaflinn er um
helmingur alls afla, 1.051 þúsund
tonn og jókst um 122 þúsund tonn
milli ára. Veiðar á loðnu, síld og
kolmunna námu 1.620 þúsund
tonnum miðað við 1.433 þúsund
tonn í fyrra.
Þorskur er áætlaður 224 þús-
und tonn, annar botnfiskur um
261 þúsund tonn og humar, skel og
rækja um 57 þúsund tonn. Aukn-
ing er á afla flestra tegunda á
milli ára, nema þorski sem stend-
ur nánast í stað.
Fiskveiðiárið 1997-1998 nam
heildarafli um 1.600 þúsund tonn-
um og hefur hann því aukist um
500 þúsund tonn á síðustu fimm
árum. Munar þar mestu um síld,
loðnu og kolmunna.
Heildarafli síðasta fiskveiðiárs:
Aukning um
220 þúsund tonn
FISKVEIÐAR
Afli loðnu, síldar og kolmunna nemur um
75% af heildarafla síðasta fiskveiðiárs.
Sagðist hafa séð
leyniskyttuna:
Vildi
frí í
vinnunni
STAFFORD, AP Lögreglan í bæjarfé-
laginu Stafford, sem er skammt
frá Washington, fékk nafnlausa
upphringingu um helgina. Mað-
urinn í símanum sagðist hafa séð
til leyniskyttu á húsþaki við torg
eitt þar í bæ. Fimm fyrirtæki við
torgið voru þegar í stað rýmd og
þjóðveginum lokað á eins og
hálfs kílómetra löngum kafla.
Símtalið var síðar rakið til
Richards L. Jones, 25 ára fram-
kvæmdastjóra skyndibitastaðar
við þetta sama torg.
Jones viðurkenndi að hafa
hringt til þess að fá frí í vinn-
unni. Hann væri húsnæðislaus og
þyrfti að nota daginn til þess að
leita sér að húsnæði.
ORÐRÉTT
VOTTORÐ Í
LEIKFIMI
Skýrsla Ríkis-
endurskoðunar
er gæðavottorð.
Kristján Pálsson.
Silfur Egils,
13. október.
LÍKA EF ÞEIR ERU
SLEGNIR Í HÖFUÐIÐ
Ef menn eru grýttir fyrir skoðan-
ir sínar hætta menn að tjá sig.
Valdimar Jóhannesson. DV, 11. október.
AÐ HENGJA BAKARA FYRIR
MILLILIÐ
Ég hef engar forsendur til að
meta hver makar krókinn, bakar-
ar eða milliliðir.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna. DV, 14. október.