Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 9

Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 9
9ÞRIÐJUDAGUR 15. október 2002 Athugun á: • Olíu á gírkassa, drifum og vökvastýri • Loftsíu • Olíusíu • Ísvara á rúðusprautu • Vökvahæð í forðabúri hemla og kúplingar • Ástandi (rakastigi) hemlavökva • Þurrkublöðum • Ljósaperum • Hjólbörðum – mældur loftþrýstingur • Viftureim • Rafgeymi – álagsmæling, hleðsla • Pústkerfi Að auki: • Hurðalamir og læsingar smurðar • Þéttikantar á hurðum og farangursrými sílikonbornir Verð fyrir fólksbíl: 1.950 kr. – 3.250 kr. með smurningu. Verð miðast við 4 strokka japanska og evrópska bíla. Innifalin vinna og olía, 10w40 ultra. Tilboðið gildir til 31/10 2002. Afgreiðslutími í smurstöð Geirsgötu: Frá 8 til 18 alla virka daga. Sími 551 1968. Vertu tímanlega í því! A B X / S ÍA 9 0 2 1 4 2 7 Viltu a› bíllinn flinn haldi  betur út veturinn? Komdu  flá me› hann í vetrarsko›un  hjá fijónustustö› ESSO  vi› Geirsgötu  – í hjarta mi›bæjarins. KIRKJUÞING Prestssetrasjóði verð- ur heimilt að færa til milli kirkju- jarða, þann mjólkurkvóta og sauð- fjárkvóta sem fylgir prestssetr- um, samkvæmt tillögu sem séra Dalla Þórðardóttir flytur á kirkju- þingi. Fáist tillagan samþykkt, til- heyrir kvótinn prestssetrasjóði en ekki jörðunum og verður heimilt að færa kvótann milli landshluta ef því er að skipta. Séra Dalla seg- ir að það sé orðið æ fátíðara að sóknarprestar stundi búskap á jörðum sem fylgja embættum þeirra. Enginn sóknarprestur stundi mjólkurframleiðslu á kirkjujörð en tíu prestar stundi sauðfjárbúskap, þó mjög lítinn. Aðeins þrír til fjórir hafi fleiri en hundrað ærgildi. Dalla segir að búskapur, sér í lagi fjárbúskapur gefi af sér lítinn arð en kosti mikla vinnu. Fólk sem hafi köllun til prestsstarfa, hafi ekki köllun til búskapar. Oftar en ekki hafi kvóti prestsjarðarinnar verið leigður til nábúa í sveitinni en að loknum leigutíma hafi kvót- inn ekki komið aftur til jarðarinn- ar. Sömuleiðis séu dæmi um að kvóti hafi í seinni tíð hreinlega verið seldur af prestssetursjörð- um. „Hugsunin er að halda eignum kirkjunnar, jörðunum og gera þær byggilegri þeim sem kjósa að búa og gera búskap sér að lifibrauði. Jarðir eru auðlegð og eignir kirkj- unnar og svo er einnig um kvót- ann og er þetta leið til þess að við- halda þeim,“ segir Dalla Þórðar- dóttir.  Mjólkurkvóti og sauðfjárkvóti á prestssetrum: Lagt til að kvóti verði fær- anlegur milli kirkjujarða DALLA ÞÓRÐARDÓTTIR Bendir á að æ sjaldgæfara sé að sóknar- prestar stundi búskap á jörðum sem fylgja embættum þeirra. Fíkniefni fundust: Sex ung- menni handtekin LÖGREGLUMÁL Sex ungmenni voru handtekin af lögreglunnar á Sel- fossi eftir að samkvæmi í heima- húsi var leyst upp seint á laugar- dagskvöld. Fundust fíkniefni á nokkrum ungmennanna og tól til fíkniefnaneyslu voru í húsinu. Með- al gesta voru þrír unglingar á aldr- inum fjórtán og fimmtán ára. Alls voru ellefu manns í húsinu. Daginn eftir voru unglingarnir látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Þá var full- trúi barnaverndarnefndar kallaður til vegna þeirra yngstu í hópnum.  Banaslys á Skeiðavegi: Lögreglan óskar eftir vitnum BANASLYS Lögreglan á Selfossi lýs- ir eftir vitnum að banaslysinu sem varð þegar fólksbíll og jeppi skullu saman á Skeiðavegi á veg- arkafla sunnan við Kílhraun síð- degis á sunnudag. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, Sigurgeir Guðjónsson, 49 ára, til heimilis að Hraunbæ 102, lést í slysinu. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Tíu ára sonur mannsins var með honum í bílnum og hlaut hann minniháttar áverka. Fimm manns voru í jeppanum. Einn farþeganna rifbeinsbrotnaði en aðrir hlutu minniháttar meiðsl. Lögreglunni barst tilkynning kl. 17.30 um alvarlegt umferðar- slys. Sjúkra- og lögreglubifreiðar fóru þegar á staðinn ásamt björg- unarbíl frá Brunavörnum Árnes- sýslu. Tildrög slyssins eru ókunn og biður lögregla alla þá sem ein- hverjar upplýsingar geta veitt að hafa samband í síma 4801010.  Sænskir unglingar: Taka geðlyf í ríkara mæli GEÐHEILSA Neysla sænskra ung- linga, á aldrinum 13 til 17 ára, á geðlyfjum hefur fimmfaldast undanfarin sex ár. Þetta kemur fram í grein í sænska blaðinu Aftonbladet. Umboðsmaður barna í Svíþjóð, Lena Nyberg, hefur áhyggjur af þróuninni. Hún segir að geðlyf ættu að vera síðasta hálmstráið fyrir unglinga sem eru þunglyndir. Raunin sé hins vegar sú að þeir hafi lélegt aðgengi að sálfræðingum og öðrum sem gætu hjálpað þeim að takast á við vandamálin áður en tekin en ákvörðun um að leita í lyfin.  Rjúpur og hvalir: Vill skjóta hvoru tveggja ALÞINGI „Ég ætla hvorki að ræða rjúpur né hvali. Ég vil einfaldlega skjóta hvoru tveggja,“ sagði Guð- mundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylkingar, þeg- ar hann kvaddi sér máls í umræðu við upphaf þingfundar í gær. Þingmenn höfðu þá rætt hval- veiðar í kjölfar þess að Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, hafði tilkynnt þingheimi um að Ísland væri aftur orðinn aðili að Alþjóða hvalveiði- ráðinu. Rjúpuveiðar voru ræddar í kjölfar þess að Jón Bjarnason, Vinstri-grænum, gerði athuga- semd við að tillaga um frekari styttingu rjúpuveiðitímabilsins hefði ekki komið til umræðu. Rjúpuveiðitímabilið hefst í dag.  GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Styður veiði á rjúpum og hvölum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.