Fréttablaðið - 15.10.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 15.10.2002, Síða 12
15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTIÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu 19.30 Vestmannaeyjar ESSO deild kvenna (ÍBV - Fylk- ir/ÍR) 19.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 20.00 Sýn Íþróttir um allan heim 22.30 Sýn Sportið 00.30 Sýn Golfmót í Bandaríkjunum (Texas Open At La Cantera) Sol Campbell, leikmaður enskalandsliðsins í knattspyrnu, verður að öllum líkindum með á móti Makedóníu í undankeppni EM á morgun. Hann var meiddur í sigri liðsins gegn Slóvakíu á laugardaginn. Bruce Rioch hefur lýst yfiráhuga sínum á knattspyrnu- stjórastarfinu hjá enska 1. deild- arliðinu Ipswich, sem Hermann Hreiðarsson leikur með. Stutt er síðan George Burley var rekinn frá félaginu. FÓTBOLTI Mick McCarthy, lands- liðsþjálfari Írlands í knatt- spyrnu, ætlar að láta af störfum eftir tvö ár. Segist hann hafa hug á að þjálfa félagslið er hann hætt- ir með landsliðið. „Ég vil komast í úrslit Evrópukeppninnar. Þá hef ég verið átta ár í starfinu og ég held að það sé meira en nóg,“ sagði McCarthy. „Ég mun hætta, hvað sem gerist. Jafnvel þótt við komust í lokakeppni EM ætla ég að leita að nýju starfi.“  Mick McCarthy, þjálfari Íra: Hættir eftir tvö ár MCCARTHY Mick McCarthy er fyrrverandi knattspyrnustjóri hjá Milwall. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Slóvakíu hefur beðið enska knatt- spyrnusambandið afsökunar á kynþáttahatri slóvönsku stuðn- ingsmannanna sem beint var gegn þeldökkum leikmönnum enska landsliðsins í viðureign þjóðanna á laugardag. Sambandið hyggst ein- nig senda afsökunarbréf til leik- mannanna Ashley Cole og Emilie Heskey. Sá síðarnefndi segir að hann hafi aldrei lent í öðru eins á ferli sínum og vill að stuðnings- mönnum Slóvakíu verði meinaður aðgangur á leiki á næsta ári. Enska knattspyrnusambandið hefur rætt við forsvarsmenn Evr- ópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þar sem leikmenn liðsins hafa ítrekað orðið fyrir aðkasti stuðningsmanna vegna litarháttar þeirra.  Slóvenska knattspyrnusambandið: Biðst afsökunar á kynþáttahatri stuðningsmanna EMILIE HESKEY Sést hér í baráttunni í leiknum við Slóvakíu um síðustu helgi. Hann segist aldrei hafa lent í öðru eins. FÓTBOLTI „Ég hef ákveðið að draga mig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Litháen eftir að hafa brotið reglur hópsins. Ég harma þessi mistök og vona að liðið og þjálfarinn fái frið til þess að und- irbúa sig fyrir mikilvægan leik á miðvikudag,“ segir í tilkynningu sem Lárus Orri Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu sendi frá sér í gær. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari, staðfesti að Lárus Orri hefði brotið reglur um áfengisdrykkju. Aðspurður hvort fleiri leikmenn hefðu gert slíkt hið sama sagði Atli. „Við vorum úti að borða og ég veit ekki hvort einhver hafi fengið sér einn bjór eða ekki. Þetta snýst ekki um það.“ Ólafur Örn Bjarnason, leik- maður Grindavíkur, kemur inn í landsliðshópinn í stað Lárusar Orra.  Lárus Orri Sigurðsson: Braut agareglur LÁRUS ORRI SIGURÐSSON Mun ekki leika fyrir Íslands hönd gegn Litháen. 15% afsláttur af öllum buxum í dag þriðjudag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.