Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 22

Fréttablaðið - 15.10.2002, Side 22
22 15. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ... fá áhangendur skoska lands- liðsins sem sýndu Íslendingum að það er hægt að skemmta sér án nærbuxna og með miklu áfen- gi, án þess að leiðindi hljótist af. Skotarnir tæmdu bjórbirgðir veitingastaða bæjarins og þrátt fyrir mikla ölvun gistu einungis þrír Skotar fangageymslur lög- reglu. Ástæðan? Þeir rötuðu ekki heim á hótel. Við höfum nú fengið reynslu af því hvernig Skotar fagna sigri. Vonandi fáum við áður en langt um líður að sjá hvort þeir kunna ekki einnig að taka tapi.  Þetta verður ekkert stórt, baraeitthvað lítið og sætt með þeim sem manni þykir vænt um. Ég stefni að því að fara út að borða,“ segir Bergljót Arnalds, leikkona og rithöfundur, aðspurð hvernig hún ætli að halda upp á afmælið sitt. Dagurinn á morgun er hálf- gerður tímamótadagur í augum Bergljótar. „Núna er ég helmingi eldri en strákurinn minn, Matthí- as. Ég held svolítið upp á þetta með honum, enda hef ég átt hann hálfa ævina. Hvað varðar ára- fjöldann á milli okkar þá gæti ég verið orðin amma. Það er dálítið fyndið að hugsa til þess.“ Bergljót segist jafnvel ætla að gera sér glaðan dag með því að kíkja til ömmu sinnar seinni partinn. „Maður hefur alltof lítið samband við eldra fólkið því maður er alltaf á þönum. Kannski fer ég bara í sumarfrí á morgun. Tek mér einn dag í frí og nýt dagsins.“ Bergljót segist ekki halda mikið upp á afmælin sín, nema að um stórafmæli sé að ræða. „Mér finnst alltaf gaman að borða góð- an mat með góðum vinum og fara í fínan kjól, kannski einhvern prinsessukjól. Það er alltaf gam- an að gera sér glaðan dag.“ Bergljót er að grúska í ýmsu þessa dagana og meðal annars er nýkomin út þrautabók eftir hana sem heitir Þrautabók Grallagorms. „Ég kannski skrifa eitthvað smá í fríinu á morgun.“ Ef andinn kemur yfir þig? „Hann er nú alltaf til staðar. Ég held það sé spurningin um að hafa tíma og setja sig í gírinn.“  SAGA DAGSINS 15. OKTÓBER FÓLK Í FRÉTTUM Sigfús Kristjánsson, guðfræð-ingur, tekur þann 1. nóvember við starfi prests í Hjallapresta- kalli í Kópavogi. Um er að ræða hálfa stöðu, en sóknarprestur er þar fyrir. „Mér líst einkar vel á það og er fullur tilhlökkunar. Ég vona bara að ég hafi eitthvað fram að færa sem söfnuðurinn kann að meta,“ sagði Sigfús er hann var spurður út í nýja starfið. Sigfús, sem útskrifaðist sem guðfræðing- ur vorið 2001, verður 27 ára gam- all í desember. „Ég er sjálfsagt yngsti presturinn á landinu, en þori nú ekki að fullyrða um það.“ Eftir að námi lauk starfaði hann í skólabúðum á Úlfljótsvatni þar sem 12 ára krakkar úr Reykjavík koma og gista. „Þar var ég að vinna þangað til í febrúar síðastliðnum er ég tók við starfi á geðdeild Landspítalans. Ég mun sjálfsagt vera þar í 50% starfi áfram.“ Sigfús býr með tilvonandi eig- inkonu sinni, Arndísi Friðriks- dóttur, á Seltjarnarnesinu. Helsta áhugamál hans er skátastarf. Það hefur hann stundað frá unga aldri og hefur starfað mikið innan hreyfingarinnar. Sigfús hefur ein- nig áhuga á öllu sem tengist úti- vist.  Sigfús Kristjánsson tekur 1. nóvember við prestsembætti í Hjallaprestakalli i Kópa- vogi. Hann hefur mikinn áhuga á skátastarfi og hefur stundað það frá unga aldri. Stöðuveiting Líklega yngsti presturinn á landinu JARÐARFARIR 13.30 Sigurþór Sigurðsson, Bogahlíð 7, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju. 13.30 Kristján J. Jónsson frá Hnífsdal verður jarðsunginn frá Garða- kirkju, Álftanesi. 13.30 Ólafur Þorvaldsson, Laugavegi 61, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu. 14.00 Aðalheiður Ester Guðmunds- dóttir, Dalbraut 23, Akranesi, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju. 14.00 Jóhann Jón Jónsson áður kaup- maður, Hvammi, Ólafsvík, til heimilis í Hvassaleiti 12, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Ólafs- víkurkirkju. Áætlun frá BSÍ kl. 8.30 til Ólafsvíkur og til baka kl. 18.00 sama dag. AFMÆLI Bergljót Arnalds er 34 ára. Nóbelsverðlaunahafinn WilliamFaulkner las úr áður óbirtri skáldsögu sinni á samkomu í Há- skóla Íslands árið 1955 , en hann hlaut verðlaunin fimm árum áður. Ríkisstjórn Benedikts Gröndal,minnihlutastjórn Alþýðu- flokks, tók við völdum árið 1979 og sat í tæpa fjóra mánuði eða skemur en flestar aðrar íslenskra ríkisstjórnir. Um sex þúsund Íslendingarhéldu dagbók á Degi bókar- innar árið 1998. „Sennilega best skráði dagurinn í Íslandssögunni,“ sagði Morgunblaðið. Þorskastríðinu milli Breta og Ís-lendinga lauk með samkomu- lagi árið 1973 Þýski njósnakvendið Mata Harivar skotið í París árið 1917. Hún hafði verið fundin sek um njósnir fyrir Þjóðverja. TÍMAMÓT BERGLJÓT ARNALDS Bergljót Arnalds ætlar að halda upp á afmælið sitt með þeim sem henni þykir vænt um. Það hefur löngum verið sagtað Skotar séu ekki ýkja hrifn- ir af Englendingum. Það sannað- ist á sumum söngvum skosku stuðningsmann- anna sem komu hingað til að fylgjast með landsleiknum um helgina. Meðal söngva þeirra var út- færsla þeirra á hókí pókí. Búið að skipta textanum út. Í staðinn var sungið um það þegar Diego Maradona skoraði með hendi guðs í leik gegn Englendingum og sendi þá ensku heim af HM í Mexíkó 1986. 16 árum síðar syn- gja Skotar enn um að Maradona hafi „sent the English home home home“ við mikil fagnaðar- læti. Bryndís Hlöðversdóttir hófprófkjörsbaráttu sína með samkomu fyrir stuðningsmenn á föstudag. Þar lýsti hún stefnu- málum sínum og kvaðst stefna á ráðherrastól. Eins og venja er til gengu stuðn- ingsmenn henn- ar um salinn og söfnuðu undir- skriftum til stuðnings framboði hennar. Þeir voru þó ekki einir um það. Fjöldi annarra fram- bjóðenda í prófkjörinu safnaði undirskriftum til stuðnings sínu eigin framboði. Einn viðstaddra sagði að nóg væri komið þegar fimmti maðurinn betlaði undir- skrift viðkomandi en skrifaði þó undir. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að ís- lenska landsliðið í knattspyrnu tók ekki slátur á Laugardalsvellinum. Leiðrétting HAUSTGANGA Tjörnin er falleg í haustkyrrðinni við Ráðhúsið. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI SIGFÚS KRISTJÁNSSON Sigfús hefur starfað á geðdeild Landspítalans undanfarið. Kátínu vakti meðal íslenskrakaupsýslumanna sem voru í hópi boðsgesta Pharmaco til Búlgaríu að fyrir hópnum fóru tveir fyrrverandi formenn Alþýðu- bandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti lýðveldisins og Svavar Gests- son sem nú er sendiherra Íslands í Búlgaríu. Höfðu menn á orði að ýmislegt hefði breyst - bæði á Íslandi og í Búlgaríu. FÓLK Í FRÉTTUM Maður kemur til læknis meðfrosk á höfðinu. Þegar hann var sestur spyr læknirinn hann hvað ami að. „Þetta byrjaði bara sem lítil varta...,“ svaraði þá froskurinn.  Bergljót Arnalds, leikkona og rithöfundur er 34 ára í dag. Hún ætlar að taka sér frí frá vinnunni og njóta dagsins. Í prinssessukjól á afmælinu AFMÆLI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.