Fréttablaðið - 18.11.2002, Page 6

Fréttablaðið - 18.11.2002, Page 6
6 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR ERLENDIR HLUTABRÉFAMARKAÐIR Dow Jones 8.579,1 0,4% Nasdaq 1.411,1 -0,0% FTSE 4.091,6 0,9% DAX 3.191,8 0,1% Nikkei 8.503,6 2,4% S&P 909,8 0, Lokaverð á erlendum mörkuðum á föstudag. Hjartavernd gerir samning um rannsókn á sjón og heyrn: Rannsókn í samvinnu við Bandaríkjamenn HEILBRIGÐISMÁL Hjartavernd hefur í samvinnu við Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins skrifað undir samning við Augnstofnun bandaríska heil- brigðisráðuneytisins og Heyrna- rannsóknastofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins að verð- mæti um fjórar milljónir dollara til rannsókna á sjón og heyrn. Samningurinn er gerður í kjölfar samnings sem gerður var á síð- asta ári við Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins. Hluti styrksins til rannsókna á sjón felur í sér fullkomna augn- botnamyndavél og sjónlags- og sjónmælingatæki. Markmiðið með augnbotnamyndunum er að kanna tilvist og alvarleika æða- breytinga í augnbotnum sem gætu verið vísbendingar um augnbotna- hrörnun og skemmda í sjónhimnu vegna sykursýkisbreytinga og meta ólæknanlegt sjóntap tengt þessum sjúkdómum. Styrkurinn til rannsókna á heyrn er að hluta til notaður til að kaupa tæki til heyrnarmæl- inga.Fyrirhugað er að gera rann- sóknir á eyrum og heyrn og teng- ja aldursbundnar breytingar á starfsemi eyrans, miðeyra og innra eyra ásamt heyrn við önnur líffærakerfi sem rannsaka á, eins og starfsemi heila, æðakerfi, jafn- vægi og sjón.  HEYRN OG SJÓN Mikilvægar rannsóknir sem gerðar eru í samvinnu við bandaríska heilbrigðisráðuneytið. Kalkþörungavinnsla í Arnarfirði ígildi stóriðju Skapar allt að sextán störf, þar af ellefu í verksmiðjunni sjálfri. Mun styrkja sunnanverða Vestfirði í heild en talið er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 35 til 45 manns, mest á Bíldudal. Umhverfisáhrif kalkþörunganáms úr botni Arnarfjarðar talin minniháttar. STÓRIÐJA Bygging og rekstur kalk- þörungaverksmiðju í Arnarfirði mun hafa veruleg bein áhrif á at- vinnu- og mannlíf á sunnanverðum Vestfjörðum, einkum á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Verk- smiðjan er í raun ígildi stóriðju fyrir svæðið en talið er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 35 til 45 manns, mest á Bíldudal, vegna hennar. Áform um vinnslu kalkþörunga úr Arnarfirði ganga samkvæmt áætlun. Stofnað hefur verið undir- búningsfélag um vinnsluna, Ís- lenska kalkþörungafélagið ehf., og er félagið framkvæmdaraðili þessa verks. Haft hefur verið samráð við írska fyrirtækið Celtic Sea Miner- als og búist er við að það muni taka verulegan þátt í framkvæmdum í Arnarfirði. Vinnsla kalkþörunga felur í sér dælingu kalkþörungasets af sjáv- arbotni og frekari vinnslu þess í verksmiðju sem yrði reist í firðinum. Úrvinnslan felst í þurrkun, síun, mölun og sekkjun efnisins. Full- unnið kalkþörungaset úr fyrirhug- aðri verksmiðju í Arnarfirði verð- ur fyrst og fremst notað sem íblöndunarefni í skepnufóður. Sú íblöndun gæti hugsanlega farið fram að einhverju leyti í verk- smiðjunni. Verksmiðjuhúsið í heild þarf að vera um 3.500 fermetrar að stærð. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvar verksmiðjan verður en fimm staðir í Arnarfirði koma til greina, tveir á Bíldudal, þ.e. á hafnarsvæði og í nágrenni hafnar, á Haganesi til móts við Bíldudal, í Otradal og loks í Dufansdal. Stöðugildi í verksmiðjunni verða ellefu talsins og má reikna með að minnsta kosti fimm afleidd- um störfum í tengslum við verk- smiðjureksturinn. Á framkvæmda- tíma er reiknað með að um 25 störf skapist vegna byggingar verk- smiðjunnar og hafnarfram- kvæmda. Íslenska kalkþörungafélagið hefur lagt fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vinnslunnar á vinnslu kalkþörungasetlaga í Arn- arfirði. Samkvæmt henni verða umhverfisáhrif efnistökunnar minniháttar, litlar líkur eru taldar á því að samfélögum eða dýrateg- undum verði útrýmt á svæðinu við efnisnám. Athugasemdafrestur við skýrsluna er til 20. desember. the@frettabladid.is BÍLDUDALUR Talið er að fyrirhuguð kalkþörungaverksmiðja styrki mjög byggð á svæðinu, einkum á Bíldudal. Hlutabréfakaup almennings: Skatta- skammtur- inn hverfur HLUTABRÉF Skattaafslátturinn sem menn fengu vegna kaupa á hluta- bréfum heyrir sögunni til um ára- mótin. Eftirlitsstofnun Evrópu gerði athugasemdir við skatta- ívilnun vegna hlutabréfakaupa og leit á hana sem ákveðið form nið- urgreiðslu. Í vefriti fjármálaráðu- neytisins er fjallað um afsláttinn. Rifjaði er upp að tilgangur hans hafi í upphafi verið að hvetja al- menning til að fjárfesta í atvinnu- lífinu. Upphaflegum tilgangi hafi verið náð og því ekki áform um að framlengja afsláttinn.  RÚMLEGA FJÓRÐUNGUR VEIDDUR 37.000 tonnum af síld, eða fjórðung leyfislegs afla, hefur verið landað það sem af er ver- tíðinni. Mestu hefur verið landað hjá Búlandstindi, um 6.000 tonn- um. KOLMUNNAAFLI FIMMFALDAST Rúmlega fimmfalt meiri kolmunnaafli barst til vinnslu í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík á þessari vertíð en þeirri síðustu. Á síðasta ári bár- ust sex þúsund tonn á land. Olíuskip enn í hrakningum úti af Spánarströnd: Olíulekanum haldið í skefjum MADRID, AP Spánverjar reyndu sitt ítrasta til þess að halda í skefjum olíunni sem lak úr olíuskipinu Prestige norðvestur af Spáni. Töluvert af olíunni hafði þegar borist upp að Spánarströndum og valdið þar spjöllum á viðkvæmu náttúrulífi. Megnið af olíunni, um 77 þús- und tonn, var þó enn um borð í skipinu um það bil 70 mílur vest- ur af Spáni. Stjórnvöld á Spáni reyndu að gera sem minnst úr um- hverfistjóninu. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, gaf þó í skyn að Spánverjar myndu reyna að fá skaðabætur vegna olíulek- ans. Hann nefndi þó ekki hvaðan þær bætur ættu að koma. Leki komst að spænska olíu- skipinu Prestige, sem er skráð á Bahamaeyjum, þegar það lenti í miklu hvassviðri skammt norð- vestur af Spáni á miðvikudaginn. Sprunga kom á hægri hlið skips- ins og var um tíma óttast að skip- ið myndi klofna í tvennt. Skipið var dregið burt frá ströndinni. Enn er óljóst hvort reynt verður að gera við skipið eða hvort olíunni verður dælt í annað skip.  Handteknir í London: Ætluðu að dreifa eiturgasi LONDON, AP Þrír menn eru í haldi í Bretlandi fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í London. Breska dagblaðið Sunday Times hélt því fram í gær að mennirnir hafi ætlað sér að dreifa eiturgasi, hugsanlega blásýrugasi, í neðan- jarðarlestakerfi borgarinnar. Mennirnir þrír heita Rabah Chekat-Bais, Rabah Kadris og Karim Kadouri. Breska lögregl- an segir þá hafa verið ákærða fyrir að hafa í fórum sínum efni, sem hægt væri að nota til þess að fremja hryðjuverk. Lögreglan vildi ekki segja hvaða efni þetta væru. John Prescott, aðstoðar- forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að fjölmiðlar hefðu gert meira úr þessu máli en efni stæðu til. Mennirnir eiga að koma fyrir dómara í dag.  ÞAKINN OLÍU Þessi fugl varð heldur betur var við olíuna úr skipinu Prestige á norðvesturströnd Spánar um helgina. AP /C AR M EL O A LE N VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Nýjasta Harry Potter-myndin var frumsýnd um helgina. Hvað eru margar bækur komnar út og hvað verða margar skrifaðar um galdra- strákinn? Hvað kallast fjárfestahópurinn sem keypti hlut ríkisins í Bún- aðarbanka um helgina? Magnús Stefánsson sigraði í kosningum um leiðtoga lista Framsóknarmanna í Norðvest- urkjördæmi. Fulltrúi hvaða kjördæmis er hann nú?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.