Fréttablaðið - 18.11.2002, Side 13

Fréttablaðið - 18.11.2002, Side 13
MÁNUDAGUR 18. nóvember 2002 DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og svipt- ur ökuréttindum ævilangt fyrir ölvunarakstur og fyrir að hafa komið því til leiðar að saklaus maður var ákærður. Maðurinn hefur þrisvar verið tekinn ölvaður við akstur frá því í apríl árið 2000. Síðast var hann stöðvaður af lögreglu á sendibíl í júní í sumar. Þegar lögreglan spurði til nafns gaf hann upp rangt nafn, sem leiddi til þess að saklaus maður var ákærður fyrir að hafa ekki haft ökuskírteini meðferðis. Ákærði flutti mál sitt sjálfur fyrir dómi og játaði skýlaust sök.  Nýr forsætisráðherra Tyrklands: Lofar lýðræðislegu íslömsku ríki ANKARA, AP Nýi forsætis- ráðherrann í Tyrklandi telst vera hófsamur stjórnmálamaður. Hann er þingmaður íslamska Réttlætis- og þróunar- flokksins, sem vann stór- sigur í þingkosningunum 3. nóvember. „Við viljum sýna fram á að múslimskt ríki getur verið lýðræðislegt, gegn- sætt og nútímalegt og lif- að í samneyti við um- heiminn,“ sagði Abdullah Gul forsætisráðherra í blaðaviðtali sem birtist í gær, daginn eftir að hann tók við embætti. Recep Tayyip Erdog- an, leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokksins, má ekki gegna embætti for- sætisráðherra í Tyrk- landi vegna þess að hann hlaut dóm árið 1999 fyrir að brjóta gegn hinni ver- aldlegu stjórnskipan landsins með því að æsa upp trúarhita.  ABDULLAH GUL Forseti Tyrklands valdi Abdullah Gul til þess að mynda nýja stjórn í landinu. Héraðsdómur: Fangelsi fyrir ölvunarakstur HÉRAÐSDÓMUR Ákærði játaði skýlaust sök.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.