Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 2

Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 2
2 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR MADRID, AP Gríska olíuskipið Prestige, sem skráð var á Bahama- eyjum, brotnaði í tvennt í gær- morgun og sökk stuttu síðar um 240 km út af norðvesturströnd Spánar. Skipstjórinn á Prestige, hinn gríski Apostolos Mangouras, var handtekinn eftir að hann yfirgaf skipið ásamt þeim skipverjum sem enn voru eftir um borð. Honum er gefið að sök að hafa óhlýðnast stjórnvöldum og að hafa valdið um- hverfistjóni. 77 þúsund tonn af olíu voru um borð í skipinu, sem lenti í hremm- ingum í hvassviðri norðvestur af Spáni í síðustu viku. Gat kom á skipið og nokkur þúsund tonn af olíu láku úr því strax þá. Hluti þeirrar olíu hefur þegar valdið verulegu umhverfistjóni á norð- vesturströnd Spánar. Berist öll olían til strandar yrði það eitt versta umhverfisslys sög- unnar. Þetta er helmingi meira magn af olíu heldur en lak úr olíu- skipinu Exxon Valdez úti af strönd- um Alaska árið 1989. Fjölmargir hafa unnið undan- farið að því að hreinsa þykka olíu- brák af norðvesturströnd Spánar. Hlúa þurfti að hundruðum fugla og annarra dýra, sem lent höfðu í olíunni.  La Coruna Malpica PORTÚGAL SPÁNN Finisterre 13. nóv.: Gat kom á olíuskipið Olíumengun á ströndinni 0 50 km Olíuskipið Prestige sokkið: Skipstjórinn handtekinn SKIPIÐ KLOFNAÐI Í TVENNT Í GÆRMORGUN Stjórnvöld á Spáni og Portúgal vildu ekki leyfa að skipið yrði dregið til hafnar, þar sem hægt hefði verið að gera við það. AP /M YN D Útvarpsráð: Frestun á fréttastjóra SJÓNVARP Útvarpsráð frestaði at- kvæðagreiðslu og umræðum um umsækjendur um starf fréttastjóra Ríkissjónvarpsins á hátíðarfundi sem ráðið hélt á Akureyri í gær í til- efni af vígslu nýrra höfuðstöðva Rásar 2 á staðnum. „Við vildum hafa fullskipað í ráð- inu þegar fjallað væri um málið. Nokkrir ráðsmenn voru fjarver- andi,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri að loknum fundinum. Meðal útvarpsráðsmanna sem áttu ekki heimangengt og komust ekki til Akureyrar voru Mörður Árnason og Kristín Halldórsdóttir. Talið er fullvíst að val ráðsins standi á milli Elínar Hirst, starfandi fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, og Sigríðar Árnadóttur, fréttakonu á fréttastofu Útvarps. Páll Benedikts- son fréttamaður dró umsókn sína um starfið til baka fyrir skemmstu. Að auki sækja fjórir aðrir um fréttastjórastarfið, þeirra á meðal Logi Bergmann Eiðsson. Einn um- sækjandi er með meðmæli frá Jóni Ólafssyni, aðaleiganda Stöðvar 2. Sá þykir ekki koma til greina.  VÍS og Ker: Konungs- ríkjum skipt VIÐSKIPTI Norvik, sem keypti 25% hlut í Vátryggingarfélagi Íslands, hefur selt þann hlut til Hesteyrar í skiptum fyrir hlut í Keri. Þar með eru staðfest vænt skipti valda milli Ólafs Ólafssonar, for- stjóra Samskipa, og Þórólfs Gísla- sonar kaupfélagsstjóra innan S- hópsins svokallaða. Hesteyri er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Skinneyjar Þinganess. Þórólfur mun því ríkja yfir VÍS og Ólafur yfir Keri. Saman munu þeir standa að kaupum á Búnaðar- bankanum.  BAGDAD, AP Íraksstjórn sagðist í gær ætla að fara að kröfu Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um að skila ítarlegri skýrslu um efna-, sýkla- og kjarnavopn sín ekki síð- ar en 8. desember. Mohamed El Baradei, yfirmað- ur Alþjóðlegu kjarnorkustofnun- arinnar, sagði að Írakar hefðu lof- að þessu á fundi með Hans Blix, yfirmanni vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna, á mánudagskvöld. Írakar hafa jafnan haldið því fram að engin efna-, sýkla- eða kjarnavopn séu í landinu. Tuttugu og fimm manna hópur vopnaeftirlitsmanna kom til Íraks á mánudaginn ásamt þeim El Baradei og Blix. Þessi hópur á að undirbúa hið eiginlega vopnaeft- irlit, sem hefst eftir að Írakar hafa gefið skýrslu sína 8. desem- ber. Sama dag og vopnaeftirlits- mennirnir komu til Íraks vörpuðu bandarískar og breskar flugvélar sprengjum á loftvarnarkerfi Íraka á nyrðra flugbannssvæðinu. Loftárásir af þessu tagi hafa verið gerðar með nokkurra daga milli- bili allar götur frá því Persaflóa- stríðinu lauk.  Undirbúningur vopna- eftirlits gengur vel: Írakar lofa að veita upplýsingar VIÐ HÖFUÐSTÖÐVAR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Í BAGDAD Íraskur hermaður sést þarna lesa dagblað. AP /H U SS EI N M AL LA EINKAVÆÐING Kauphöll Íslands hefur sett Búnaðarbankann á at- hugunarlista vegna þess að ekki er ennþá ljóst hvernig aðkomu frans- ka bankans Société Générale að kaupum á Búnaðar- bankanum verður háttað. Franski bankinn ætlar að taka sér frest til 6. desember til að ákveða hvernig hann kemur að mál- inu. Fulltrúi HSBC bankans í London sem sá um úttekt á kaupendum bank- anna, staðfesti að yfirgnæfandi líkur væru á aðkomu al- þjóðlegs banka að kaupum S-hópsins. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins vildi S-hópur- inn bíða þar til gengið hefði verið frá samkomulagi við franska bankann. Einkavæðingarnefnd vildi hins vegar ganga frá undirrit- un. Efasemdir hafa verið uppi um að S-hópurinn hefði efni á að kaupa bankann. Heildarfjárfest- ing fyrirtækjanna sem að hópn- um standa sé um 22 milljarðar ef lögð eru saman kaupin á VÍS og kaupin á Búnaðarbankanum. Inn- koma Norvikur, eigenda BYKO, með 3,4 milljarða inn í Ker sem gengið var frá í gær, auðveldar fjármögnun. Þar fyrir utan má búast við að minnsta kosti þrigg- ja milljarða erlendri fjárfest- ingu. Eftir stendur að þeir sem að kaupunum standa þurfa að ná góðri afkomu í eigin rekstri sem og í bankanum sjálfum til að standa undir 16 milljarða fjár- festingu. HSBC bankinn gerði athugun á bjóðendum í bankann. Edward Williams, fulltrúi bankans, sagði niðurstöður úttektarinnar ekki gefa tilefni til að efast um getu S- hópsins til að kaupa bankann. Verðið sem kaupendur ríkis- bankanna greiða fyrir þá er al- mennt talið í hærri kantinum. Sér- fræðingar á markaði eru almennt á því að ríkið megi vel við una með söluverðið. Sérfræðingar á mark- aði og stjórnarandstaðan eru gagn- rýnin á þær breytingar sem urðu á S-hópnum í söluferlinu. Í hópnum hafa frá upphafi verið fyrirtæki sem tengjast Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Mikil eignatengsl eru á milli fyrirtækjanna og hóp- urinn skilgreindi sig ekki endan- lega gagnvart einkavæðingar- nefnd fyrr en í síðustu lotunni. Benda menn á að Gilding hafi ver- ið gagnrýnd á sama tíma fyrir að koma ekki skýrt fram sem hópur. haflidi@frettabladid.is Vildu flýta undirskriftinni S-hópurinn vildi bíða til 6. desember með undirritun um kaup á Búnað- arbankanum. Einkavæðingarnefnd vildi drífa undirskrift af. Kauphöll Íslands setti Búnaðarbankann á athugunarlista. STÓRAR FJÁRFESTINGAR Með kaupum á Búnaðarbankanum er fjárfesting fyrirtækja innan S-hópsins komin í 22 milljarða. Einkavæðingarnefnd vildi ekki bíða með undirskriftina þar til aðkoma fransks banka lægi ljós fyrir. HSBC bankinn gerði athugun á bjóðendum í bankann. Ed- ward Williams, fulltrúi bank- ans, sagði nið- urstöður út- tektarinnar ekki gefa til- efni til að ef- ast um getu S-hópsins til að kaupa bankann. Ekið á 13 ára stúlku: Líðan óbreytt SLYS Líðan stúlkunnar sem varð fyrir bíl á Vesturlandsvegi 6. nóv- ember síðastliðinn er óbreytt. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss hefur henni verið haldið sofandi í öndunarvél frá því slysið varð. Stúlkan, sem er þrettán ára, hlaut alvarlega höf- uðáverka og hefur hún gengist undir skurðaðgerð. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan var að hlaupa yfir Vestur- landsveg við Ásland í Mosfellsbæ þegar hún lenti fyrir bíl.  Umferðarátak hefst í dag: Bílbelta- og farsímanotk- un könnuð UMFERÐ Lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavík, Keflavíkurflug- velli og Selfossi, auk starfsmanna umferðardeildar ríkislögreglu- stjóra, standa fyrir sameiginlegu umferðarátaki sem hefst í dag. Athygli lögreglumanna verður sérstaklega beint að notkun bíl- belta og öryggisbúnaðar fyrir börn og brotum á reglum um notk- un farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur, Átakið stendur til 22. nóvem- ber næstkomandi.  SAMEIGINLEGT UMFERÐARÁTAK Eftirlit verður haft með notkun bílbelta og handfrjáls búnaðar. Vilhjálmur Egilsson þingmaður varð í fimmta sæti prófkjörs sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Litlu munaði að hann næði fyrsta sætinu og hefur hann viljað meina að brögðum hafi verið beitt til að fella hann. Þetta eru bara örlög mín að lenda í þessari stöðu. Ég held ég væri að bregðast stuðn- ingsmönnum mínum, Sjálfstæðisflokknum og þjóðinni ef ég gæfist upp. SPURNING DAGSINS Af hverju gefstu ekki bara upp?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.