Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 11

Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 11
bls. 10 UNDIRBÚNINGUR Smáköku- bakstri lokið fyrir aðventuna bls. 4bls. 6 JÓLABRÖNS Í stað smáköku- baksturs HEILSUSAMLEGT Lífrænt hráefni og spelt Kökublaðið jólin 2002Sérblað um jólabaksturinn Sérhæfir sig í Sörum Ég hlakka alltaf til jólanna þvíég er mikið jólabarn,“ segir Theodór Júlíusson. Hann og kon- an hans vinna bæði í Borgarleik- húsinu og þegar sýningum lýkur í kringum 10.desember hefst jólabaksturinn. Þá eru bara æf- ingar í leikhúsinu fram að hátíð- um og því gefst meiri tími til jó- laundirbúnings. „Við erum frek- ar með seinni skipunum í smákökubakstrinum en bökum engu að síður 5 til 6 sortir. Á að- ventunni maulum við smákökur yfir kertaljósi á meðan við pökk- um inn gjöfunum og skreytum húsið.“ Dætur Theodórs eru all- ar fluttar að heiman en eru mik- ið hjá foreldrunum yfir hátíðirn- ar ásamt barnabörnunum fjór- um. Þess vegna er nauðsynlegt að eiga nóg til af góðgæti í hús- inu. Theodór segist alltaf hafa tek- ið þátt í jólabakstrinum á heimil- inu. „Við hjónin höfum bakað sömu jólasmákökurnar í gegnum 30 ára hjónaband með litlum breytingum.“ Vanilluhringirnir sem hann vandist í æsku eru í miklu uppáhaldi og að hans sögn eru engin jól án þeirra. En það eru engu að síður Sörurnar sem hann hefur sérhæft sig í og kann best lagið á. „Ég er búinn að baka Söru Bernharðs-kökur fyrir jólin í mörg ár og lít á þær sem mitt sérsvið,“ segir Theodór. „Ég og konan mín gefum oftast vinum og ættingjum Sörur fyrir jólin og sendum þær meira að segja með jólapökkunum út á land.“ Theodór er þess fullviss að hans Sörur séu þær bestu sem bjóðast og hefur fengið það stað- fest hjá fjölskyldu og vinum. Áralöng þjálfun í „Sörubakstri“ hefur kennt honum hvernig best sé að bera sig að til að kökurnar verði sem ljúffengastar. „Það er mjög mikilvægt að mylja möndl- urnar ekki í matvinnsluvél því þær hakka svo hratt að allur vök- vinn fer úr þeim.“ Þess vegna notar Theodór nú orðið „töfra- sprota“ (handmyljara). „Ég hef líka uppgötvað að það er mun fljótlegra að setja deigið á plöt- urnar með rjómasprautu og það sama má gera þegar kremið er látið á.“ Theodór bendir þó á að hafa beri í huga að hráefnið í Sörur er viðkvæmt og því þarf að gera allt mjög varlega, sérstaklega þegar verið er að blanda möndl- unum og flórsykrinum út í eggja- hvíturnar. „Það mikilvægasta er að gera þetta allt af ást og um- hyggju,“ segir Theodór, sem er um þessar mundir að leika í verkinu „Kryddlegin hjörtu“ í Borgarleikhúsinu og hefur greinilega orðið fyrir áhrifum af þeirri lífsspeki sem þar er í há- vegum höfð.  Botn: 300 g möndlur, með hýði 250 g flórsykur 5-6 eggjahvítur (fer eftir stærð eggjanna) Krem: 150 g sykur 1 1/2 dl vatn 5-6 eggjarauður 1/4 tsk. neskaffi 300 g smjör 1 1/2 msk. kakó Súkkulaði til að hjúpa Aðferð: Hakkið möndlurnar vel niður í „handhakkara“ (EKKI matvinnslu- vél). Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru mjög vel stífar. Blandið þá saman möndlum og flórsykri og varist kekki. Hrærið möndlublönd- unni mjög varlega út í eggjahvít- urnar með sleif. Sprautið eða setj- ið með teskeið á plötur með bökun- arpappír. Bakið við 180˚C í ca 8-9 mín. í blásturs-ofni. Setjið sykur og vatn í pott, hrærið vel saman og sjóðið þar til fer að þykkna. Stífþeytið eggjarauður á meðan, hellið sykurlegi mjög var- lega út í og þeytið á vægum hraða í smástund. Sprautið eða smyrjið kreminu á kaldar kökurnar og setj- ið í ísskáp í stutta stund eða þar til kremið er orðið stíft. Hjúpið að lokum með súkkulaði. Geymið kök- urnar á köldum stað. Sörur að hætti Theódórs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI THEODÓR JÚLÍUSSON. Bakar hér Sörur í félagi við Guðrúnu Febeu dótturdóttur sína. Hún er yngsta barnabarnið, tæplega eins árs. Theodór Júlíusson leikari bakar Sörur af ást og umhyggju og leyfir vinum og ættingjum um land allt að njóta með sér afrakstursins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.