Fréttablaðið - 10.01.2003, Side 6
6 10. janúar 2003 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Breskur almenningur er
sleginn óhug í kjölfar fregnar
af því að lögregla lagði hald á
leifar af banvænu efni.
Hvað heitir efnið?
Nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag
hóf göngu sína í gær. Hvað
heitir félagið?
Hver hefur verið nefndur sem
arftaki Höskuldar Ólafssonar í
Quarashi?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 80.83 -0.43%
Sterlingspund 130.18 0.17%
Dönsk króna 11.44 0.59%
Evra 84.98 0.60%
Gengisvístala krónu 125,14 0,02%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 482
Velta 10.468 m
ICEX-15 1.333 0,69%
Mestu viðskipti
Bakkavör Group hf. 189.742.494
Íslandsbanki hf. 184.273.239
Baugur Group hf. 165.709.850
Mesta hækkun
Þormóður rammi-Sæberg hf. 12,50%
Olíuverslun Íslands hf. 5,38%
Kögun hf. 3,77%
Mesta lækkun
Íslenskir aðalverktakar hf. -2,86%
Síldarvinnslan hf. -2,86%
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. -2,50%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8733,7 1,6%
Nasdaq*: 1438,3 2,7%
FTSE: 3934,0 0,2%
DAX: 3037,7 1,5%
Nikkei: 8497,9 -0,2%
S&P*: 924,2 1,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
SAMGÖNGUR Nýja lágfargjaldaflug-
félagið Iceland Express tók til
starfa í gærmorgun með því að
opna heimasíðu sína á Netinu og
skrifstofu við Suðurlandsbraut
24.
Að sögn Sigurðar Halldórsson-
ar stjórnarformanns var meira en
nóg að gera þennan fyrsta dag.
„Það hefur verið stöðugur
straumur fólks til okkar í dag og
áhugi almennings hefur farið
fram úr okkar björtustu vonum.
Álagið inn á Netið hefur að sama
skapi verið meira en við ráðgerð-
um og þess vegna hafa verið smá-
vægileg vandræði með að komast
inn á heimasíðu okkar til að byrja
með.“
Sigurður segir afgreiðsluna
hafa gengið vel og mikið selt bæði
til Kaupmannahafnar og London.
„Við fljúgum á Kastrup í Kaup-
mannahöfn og Stanstead-flugvöll
norður af London til að ná betri
tengingu áfram með hinum lág-
fargjaldaflugfélögunum.“
Á skrifstofu félagsins starfa
um það bil tuttugu manns. Einnig
hafa verið ráðin 12-15 flugfreyjur
og flugþjónar um borð í vél fé-
lagsins, sem tekin er á leigu frá
flugrekstarfélagi í Bretlandi.
Fyrsta flugið verður morgunflug
til Kaupmannahafnar þann 27.
febrúar. ■
Iceland Express tekur til starfa:
Stöðugur
straumur fólks
JÁKVÆÐIR STRAUMAR Í GARÐ NÝJA FLUGFÉLAGSINS
Margir ætla að notfæra sér að komast úr landi fyrir hagstætt verð og því hefur
verið mikið að gera á skrifstofu félagsins.
RAUFARHÖFN „Því miður verður
ekki hægt að klára haustönn tón-
listarskólans að þessu sinni. Tón-
listarskólagjald haustannar verð-
ur lækkað í réttu hlutfalli við
veitta þjónustu og leiðréttingar
sendar út fljótlega. Ekki er útséð
með það að stundakennari skólans
kenni eitthvað áfram en það mun
koma í ljós á næstu dögum,“ segir
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar-
stjóri á Raufarhöfn.
Nemendum tónlistarskólans
hefur fækkað mikið undanfarin ár
og varð ekki komist hjá skipulags-
breytingum. Sveitarstjórn taldi
ekki lengur forsendu fyrir því að
vera með skólastjóra í fullu starfi
ásamt stundakennara og vildi
minnka starfshlutfall skólastjór-
ans. Samningar tókust ekki við
skólastjórann, sem bauðst fullt
starf við tónlistarskóla í öðru bæj-
arfélagi. Hreppurinn gat ekki
keppt við það og skólastjórinn
hætti.
„Í framhaldi af því sá stundar-
kennarinn sér ekki fært að starfa
án skólastjóra. Við leitum logandi
ljósi að kennara í fullt starf. Það
hefur aldrei staðið til að loka tón-
listarskólanum og harmar sveit-
arstjórn Raufarhafnarhrepps
mjög hvernig málum er nú komið.
Gert hefur verið ráð fyrir starf-
semi skólans á fjárhagsáætlun og
mun tónlistarskólinn taka til
starfa um leið og kennari fæst,“
segir sveitarstjórinn. ■
Tónlistarkennsla í uppnámi á Raufarhöfn:
Skólastjórinn farinn
GYÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR
Segir aldrei hafa staðið til að loka tónlist-
arskólanum, enda gert ráð fyrir starfsem-
inni á fjárhagsáætlun hreppsins.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR Mikið bar á
milli í kröfum samningsaðila á
fundi Evrópusamandsins og Frí-
verslunarsamtaka Evrópu í
Brussel í gær.
Fundurinn er sá fyrsti í röð
samningaviðræðna í tengslum við
stækkun Evrópusambandsins árið
2004. Framkvæmdastjórn ESB
lagði þar fram kröfur sínar um
aukin framlög í sjóði sambandsins
af hálfu EFTA-ríkjanna þriggja,
Íslands, Noregs og Liechtenstein,
og samninganefndir landanna
kynntu sín sjónarmið. Framlög Ís-
lendinga nema nú um 100 milljón-
um á ári en sambandið gerir kröf-
ur um margfalda þá upphæð.
Að sögn Gunnars Snorra Gunn-
arssonar, ráðuneytisstjóra í utan-
ríkisráðuneytinu, er það mark-
verðasta sem fram kom á fundin-
um það að viðmiðanir Evrópusam-
bandsins um auknar greiðslur Ís-
lendinga eru ívið hærri en gert
hafði verið ráð fyrir, eða allt að
því 38-föld núverandi framlög.
„Afstaða hvers aðila var út af fyr-
ir sig þegar kunn,“ segir Gunnar
Snorri. „Þetta verða erfiðar við-
ræður eins og við höfum alltaf vit-
að, enda ber mikið á milli. Íslend-
ingar og Norðmenn eru harðir á
því að þessar kröfur sambandsins
eigi ekki rétt á sér og fram-
kvæmdastjórnin veit mæta vel að
þetta verður ekki lendingin.“
Í norska blaðinu Aftenposten
er haft eftir Kjartani Jóhanns-
syni, sem leiðir viðræðurnar fyrir
Íslands hönd, að greiðslukröfur
sambandsins séu himinháar auk
þess sem óréttmætt sé að fara
fram á að erlendir aðilar fái að
fjárfesta í íslenskum sjávarút-
vegi.
Skiptar skoðanir eru um það
hvernig hagsmunum Íslendinga
sé best borgið í samskiptum við
Evrópusambandið og hafa því
ýmsir lagt orð í belg í tengslum
við samningaviðræðurnar. Eirík-
ur Bergmann Einarsson stjórn-
málafræðingur bendir á að sam-
kvæmt reglum sambandsins eigi
Íslendingar góða möguleika á að
fá stóran hlut af því sem þeir
greiða í sjóði þess endurgreiddan
með beinum eða óbeinum hætti.
„Ég lít á þessa 27-földun sem fram
kemur í samningsumboði ESB
sem brúttótölu.“
Samkvæmt útreikningum Ei-
ríks ætti endanleg tala að vera um
fimm- til tíföld sú upphæð sem við
nú greiðum. Þarna er tekið tillit til
þeirra niðurfellinga sem Ísland
fær vegna landfræðilegra að-
stæðna, sem og ávinnings af nið-
urfellingu tolla af sjávarafurðum.
Að mati Eiríks eiga Íslendingar að
stefna að því að ná brúttóupphæð-
inni svo langt niður að reiknings-
dæmið endi á núlli.
Næsti fundur aðila verður í lok
mánaðarins.
brynhildur@frettabladid.is
Alþjóðamatvæla-
stofnunin:
Of mikil
áhrif fram-
leiðenda
MATVÆLAEFTIRLIT Matvælaframleið-
endum hefur tekist að hafa meiri
áhrif á störf Alþjóðamatvæla-
stofnunarinnar en æskilegt er.
Þetta kemur fram í leynilegri
skýrslu sem óháður sérfræðingur
vann fyrir stofnunina og breska
blaðið Guardian hefur komist yfir.
Í skýrslunni segir að sterkur
grunur sé um að matvælafram-
leiðendur hafi haft óeðlileg áhrif
á stefnumótun Alþjóðamatvæla-
stofnunarinnar og Matvæla- og
landbúnaðarstofnunarinnar í
ýmsum málaflokkum. Þá hafi
þeir styrkt samtök sem veita
stofnuninni ráðgjöf og reynt að
koma heppilegum vísindamönn-
um í störf hjá stofnuninni. ■
AÐALSTÖÐVAR EVRÓPUSAMBANDSINS Í BRUSSEL
Fyrsta fundi samninganefnda ESB og EFTA er lokið en formlegum viðræðum verður haldið
áfram í byrjun febrúar.
Ekkert gefið eftir í
samningaviðræðum
Kröfur Evrópusambandsins eru fullkomnlega óraunhæfar, að sögn
Kjartans Jóhannssonar, sem leiðir samninganefnd Íslendinga. Eiríkur
Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur telur Íslendinga eiga góða
möguleika á að ná hagstæðum samningum.