Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. janúar 2003
ALCOA Stjórn bandaríska álfyrir-
tækisins Alcoa tekur í dag afstöðu
til framkvæmda við álver Fjarða-
áls ehf. í Reyðarfirði. Stjórnin kom
saman í Pittsburgh í gær og verður
fundum fram haldið í dag. Endan-
leg ákvörðun liggur fyrir í kvöld.
Stjórn Alcoa ræðir einnig um-
fangsmiklar aðhaldsaðgerðir í
rekstri fyrirtækisins en gríðarlegt
tap varð af rekstri fyrirtækisins á
fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
Tapið nam 223 milljónum Banda-
ríkjadala eða nálægt 18 milljörð-
um íslenskra króna. Það mun þó að
sögn Jakes Siewerts, upplýsinga-
fulltrúa Alcoa, ekki hafa nein áhrif
á áform fyrirtækisins á Íslandi.
Vegna taprekstrar hyggjast
stjórnendur grípa til fjöldaupp-
sagna, aðallega í bandarískum ál-
verum Alcoa. Talað er um upp-
sagnir allt að 8 þúsund starfs-
manna en það er um 6% af starfs-
liði Alcoa. Fækkað var um 10 þús-
und störf á síðasta ári hjá Alcoa en
tæplega 130 þúsund manns vinna
hjá fyrirtækinu víða um heim.
Álver Alcoa á Reyðarfirði:
Lokaákvörðun
stjórnar í dag
Lækjartorg:
Rændur
við hrað-
banka
RÁN Maður var rændur við hrað-
banka á Lækjartorgi um klukkan
sex síðdegis í fyrradag. Var hann
nýbúinn að taka út 10.000 krónur
þegar maður kom aðvífandi og
ógnaði honum með hnífi. Hafði
hann af honum 10.000 krónurnar
og lét sig síðan hverfa.
Ekki hefur tekist að hafa uppi á
ræningjanum og er málið í rann-
sókn. Að sögn lögreglu verða
myndskeið skoðuð sem tekin voru
af eftirlitsvél lögreglunnar á
Lækjartorgi sem og eftirlitsvél
bankans. ■
SADDAM HUSSEIN
Leiðtogar nokkurra arabaríkja vilja að hann
fari í útlegð þannig að tryggja megi frið við
Persaflóa.
Arabaríki reyna að
koma í veg fyrir stríð:
Vilja
Saddam
í útlegð
NOUAKCHOTT, MÁRITANÍU, AP Forystu-
menn í nokkrum arabaríkjum eru
farnir að tala fyrir hugmyndinni
um að reyna að sannfæra Saddam
Hussein um að fara frá völdum í
Írak og fara í útlegð. Með þessu
vilja þeir reyna að koma í veg fyr-
ir að stríð brjótist út við Persaflóa
með árás Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra á Írak.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem hugmyndir heyrast um að
Saddam Hussein haldi í útlegð.
Þær voru einnig bornar fram í að-
draganda Persaflóastríðsins 1991-
1992.
Stjórnvöld í Máritaníu sáu í
gær ástæðu til að lýsa því yfir að
þau hefðu ekki boðið íraska for-
setanum hæli ef hann héldi í út-
legð. Landið hefur verið nefnt
sem eitt mögulegra landa þar sem
hann kynni að fá hæli. Meðal ann-
arra landa sem hafa verið nefnd
eru Líbýa og Rússland.
Máritanar studdu Íraka í
Persaflóastríðinu en hafa síðan
hallað sér meira upp að Vestur-
löndum og eru eitt af þremur
arabaríkjum sem hafa stjórn-
málatengsl við Ísrael. ■
HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 4011, NETFANG: www.innval.is
hugmyndir
innblástur
hönnun
Fjölbreytt úrval í boði fyrir þá,
sem gera kröfur. Profil eldhús
er valkostur sem vert er að skoða.
Profil eldhús, vandað og vel skipulagt
valkostur vandlátra og uppáhalds sam-
verustaður fjölskyldunnar.
Profil eldhús eru búin vönduðum
fylgihlutum sem veita fjölskyldunni
ánægju í daglegri umgengni.
Profil eldhús
fyrir fagurkera