Fréttablaðið - 10.01.2003, Page 8
8 10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsavík
fékk tilkynningu að dráttarvél
hefði verið ekið yfir mjöðm á tæp-
lega tveggja ára gömlu barni í
Kelduhverfi skammt frá bænum
Meiðavöllum á sunnudag. Hafði
ökumaður dráttarvélarinnar verið
að aka efni í þrettándabrennu
þegar barnið varð fyrir dráttar-
vélinni. Fór annað framdekk
dráttarvélarinnar yfir mjöðm
barnsins sem var íklætt snjógalla
og bleyju þar undir. Var barnið
flutt með sjúkrabifreið á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri og
við læknisskoðun reyndist það lít-
ið slasað, hafði sloppið með mar
og skrámur. ■
Húsavík:
Ekið yfir tveggja ára barn
AUGLÝSINGAR Mikill vöxtur virðist
hafa færst í auglýsingar á áfengi
að undanförnu. Slíkar auglýsingar
eru bannaðar.
„Fyrirtækin virða auglýsinga-
bannið gjörsamlega að vettugi
með skollaleik sem felst í að aug-
lýsa bjór sem er með 0,0 prósent
áfengisinnihaldi,“ segir Þorgerð-
ur Ragnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs:
„Síðan eiga þeir aðeins nokkra
kassa af þessum áfengislausa bjór
á lager.“
Þorgerður segir að núorðið sé
jafnvel ekki haft fyrir því að taka
fram að um áfengislausa tegund
sé að ræða. „Ég er til dæmis með
bækling frá Ungmennafélaginu
Fjölni. Í honum eru bjórauglýs-
ingar úti um allt. Sonur minn sem
er sex ára er í þessu íþróttafélagi
og mér finnst þetta ekki eiga við,“
segir hún.
Tilkynnt hefur verið um bæk-
ling Fjölnis til lögreglu eins og
önnur mál sem Áfengis- og vímu-
varnaráð verður áskynja. „Oftast
finna þeir ekki flöt á að sækja
málið,“ segir Þorgerður.
Þorgerður átti sæti í hópi sem
stofnað var til hjá ríkislögreglu-
stjóra og skilaði skýrslu fyrir um
ári. Hún segir ekkert hafa heyrst
af því máli síðan: „Lögin eru ekki
að virka og ein niðurstaðan var sú
að breyta þyrfti lögunum og við-
urlögunum eða einfaldlega leyfa
þetta. Það held ég þó að hafi ekki
hljómgrunn.“
Ólafur Ingi Ólafsson, formaður
Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa (SÍA), segir að minna virðist
fylgst með áfengisauglýsingum
en áður. Fjölmiðlarnir séu fleiri
og virðist hafa slakað á kröfum
sínum.
„Þeir sem auglýsa áfengi kæra
ekki keppinautana eins og gerist á
markaði fyrir aðra vöru. Allir eru
sammála um að ganga eins langt
og hægt er og eru ekki að vekja
athygli á því,“ segir Ólafur Ingi.
Ólafur Ingi segir það vera
grundvallarviðhorf auglýsinga-
stofa að löglegt eigi að vera að
auglýsa það sem löglegt sé að
selja. „Það er óttaleg þversögn að
leyfa sölu á einhverju sem má
ekki auglýsa. Til dæmis væri nán-
ast vonlaust að koma nýjum ís-
lenskum bjór á markað ef hvergi
mætti segja frá honum. Það er
nánast eins og bjórtegundunum
sem fyrir eru og fólk þekkir hafi
verið úthlutuð sérstök markaðs-
hlutdeild,“ segir hann.
gar@frettabladid.is
Fjölnir kært fyrir
bjórauglýsingar
Framkvæmdastjóri Áfengisvarnaráðs segir áfengissala gjörsamlega
virða auglýsingabann að vettugi. Íþróttafélagið Fjölnir hefur verið kært
til lögreglu. Formaður sambands auglýsingastofa segir menn samtaka í
að ganga eins langt og hægt er.
ÞORGERÐUR RAGNARSDÓTTIR
„Ég er með bækling frá Ungmennafélaginu
Fjölni. Í honum eru bjórauglýsingar úti um
allt,“ segir framkvæmdastjóri Áfengis- og
vímuvarnaráðs. Lögreglu hefur verið tilkynnt
um meint lögbrot í bæklingnum, sem fjallar
um tippkeppni í nafni Fjölnis og tiltekinnar
bjórtegundar.
AUGLÝSINGAR Snorri Hjaltason,
formaður Fjölnis, hafði ekki
heyrt um fyrirhugaða kæru
Áfengis- og vímuvarnaráðs á
hendur Fjölni. Vildi hann ekki
tjá sig um þetta mál. Um mistök
væri að ræða sem lægju alfarið
hjá Vífilfelli, umboðsaðila
Carlsberg.
„Auglýsingar af þessu tagi eru
eins langt frá hugsjón félagsins
og getur verið. Við gefum okkur
út fyrir að vera í forvarnar-
starfi og svo verður áfram.“
Snorri sagðist búast við að gefin
yrði út sameiginleg yfirlýsing
með Vífilfelli. Að auki yrði
prentaður nýr bæklingur.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins setti Snorri
Hjaltason aðalstjórn Fjölnis af-
arkosti fyrir þremur dögum
þess efnis að hér eftir sem áður
yrðu bjórauglýsingar ekki not-
aðar í tengslum við starfsemi
Fjölnis. Að öðrum kosti myndi
hann segja af sér formennsku.
Var einróma samþykkt að banna
bjórauglýsingar. ■
Bjórbæklingur Fjölnis:
Formaður
hótar afsögn
BJÓRBÆKLINGUR FJÖLNIS
Bjórauglýsingar Ungmennafélagsins Fjölnis
í Grafavogi eru skrifaðar á Vifilfell. Bót og
betrun er lofað eftir að formaðurinn hótaði
afsögn. Nýr bæklingur verður prentaður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
ISLAMABAD, AP Það varð ekki til að
draga úr tilraunum Indverja með
kjarnorkuvopn að ráðherrar í rík-
isstjórnunum þeirra og Pakistana
keppast nú við að hafa í hótunum
hverjir við aðra um afleiðingar
kjarnorkustríðs. Indverjar héldu í
gær áfram tilraunum með eld-
flaugar sem geta borið kjarnorku-
vopn, skömmu eftir harðorðar
skeytasendingar ráðamanna í
löndunum tveimur.
„Við þolum sprengju eða tvær,
jafnvel fleiri. En þegar við svör-
um verður Pakistan ekki lengur
til,“ sagði George Fernandes,
varnarmálaráðherra Indlands á
dögunum, reyndar í viðtali þar
sem hann gagnrýndi pakistanska
stjórnmálamenn harkalega fyrir
harðorðar yfirlýsingar meðan ótt-
ast var að stríð kynni að brjótast
út milli ríkjanna tveggja.
Pakistanar tóku orðum varnar-
málaráðherrans ekki þegjandi.
Rashid Ahmed, upplýsingamála-
ráðherra Pakistans, sagði að ef
Indverjar hæfu kjarnorkustríð
væri ljóst að Pakistan myndi
kenna þeim lexíu sem Indverjar
myndu aldrei gleyma. ■
Indverjar og Pakistanar rífast:
Gortað af kjarn-
orkuvopnum
JARÐSPRENGJUR FJARLÆGÐAR
Unnið er að því að grafa upp jarðsprengjur
sem komið var fyrir þegar óttast var að
stríð brytist út.
Mengun í Osló:
Líkt við
Mexíkóborg
OSLÓ Mælingar á andrúmsloftinu í
Osló undanfarna daga hafa sýnt að
það er álíka mengað og loftið í
Mexíkóborg. Sérfræðingar hafa
ráðlagt astmasjúklingum að halda
sig innandyra þar til ástandið batn-
ar. Mengunin stafar aðallega af
bílaumferð en þar sem íbúatala
Osló eru aðeins brot af íbúatölu of-
antalinna stórborga hafa sérfræð-
ingar leitað skýringa í veðurfari.
Miklir kuldar hafa verið í borginni
að undanförnu og liggur þunga,
kalda loftið í botni Oslófjarðar.
Heitara loft liggur ofan á eins og
hjálmur yfir borginni og mengaða
loftið kemst því ekki út. ■
ORÐRÉTT
FINGRAFÖR BLÁU
HANDARINNAR
Jæja. Þá er víst
bara eitt eftir.
Ónefndur fundarmaður þurrkaði fingraför
sín af glasi eftir að Landsbankinn hafði
tryggt að Jón Ásgeir Jóhannesson næði
ekki meirihluta í Tryggingamiðstöðinni.
Morgunblaðið, 8. janúar.