Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 18
18 10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR mezzosópran og Eyjólfur Eyjólfs- son tenór syngja. Jónas Ingi- mundarson leikur á píanóið. Tón- leikarnir eru aðeins ætlaðir félög- um í Rótarýhreyfingunni og gest- um þeirra. LEIKHÚS 20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh verður sýndur á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. 20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov verður sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. 20.00 Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður eftir Mik- ael Torfason verða sýnd á Þriðju hæðinni í Borgarleikhúsinu í samstarfi við Draumasmiðjuna. Þetta er síðasta sýning. 20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í sam- vinnu við Vesturport. 20.00 Grettissaga, saga Grettis, leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettis sögu, verður sýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. KVIKMYNDIR 22.00 Annað kvikmyndamaraþon Ís- lands hefst í kvöld í Loftkast- alanum. Allar sextán myndir eftir Stanley Kubrick verða sýndar, þar af fjórar myndir sem aldrei hafa verð sýndar hérlendis. Ekkert þátt- tökugjald. Viðurkenningar eru veittar fyrir áhorfsseiglu. Popp og aðrar veitingar verða í boði. OPNANIR 20.00 Óboðnir gestir er heiti sýningar Þuríðar Sigurðardóttur á Galleríi Hlemmi, sem opnuð verður í kvöld. SKEMMTANIR Unglingahljómsveitin POPS leikur á Players. Allir Bítla- og Stonesaðdáendur ættu að nota tækifærið núna og draga fram dansskóna, því fáir ná að fanga stemningu sjöunda áratugarins með við- líka hætti og drengirnir í POPS. D’Syncro verður á neðri hæðinni og Benni á efri hæðinni á 22 í kvöld. Mun- ið stúdentaskírteinin. Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri. Sælusveitin leikur fyrir dansi á Café Catalina, Hamraborg 11 í Kópavogi. FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? TÓNLEIKAR 19.30 Hinir árlegu Vínartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Íslands verða í Háskólabíói í kvöld. Garðar Thór Cortes syngur einsöng og Lucera Tena leikur einleik á kastanettur með hljómsveitinni. Peter Guth stjórnar. 20.00 Árlegir stórtónleikar Rótarýhreyf- ingarinnar á Íslandi verða haldnir í Salnum í Kópavogi. Þau Jó- hanna Guðrún Ólafsdóttir KVIKMYNDIR Næstkomandi helgi verður í Loftkastalanum svokall- að Kubrick bíóþon en það felst í því að sýnd verða samfellt í 33 klukkustundir öll verk sem hinn mikli meistari kvikmyndagerð- arinnar, Stanley Kubrick, sendi frá sér. Bíóþon er sem sagt ný- yrði sem stendur fyrir maraþon- kvikmyndasýningar. Aðstand- endur bíóþonsins er Bíó Reykja- vík, hópur kvikmyndagerða- manna sem vill byggja upp nýtt samfélag kvikmyndagerðafólks á Íslandi. Sá sem fer fyrir Kubrick-bíóþoninu er Gio Shanger. „Af hverju Kubrick? Þetta er annað bíóþon sem við höldum. Við hið fyrsta tókum við eftir því að Kubrick er eftirlæti hinna mýmörgu kvikmyndaáhuga- manna sem þá komu.“ Allar 16 myndir Kubricks verða sýndar í tímaröð, þar af fjórar myndir sem aldrei hafa verið sýndar á Íslandi, þeirra á meðal fyrsta mynd Kubricks í fullri lengd. Hún heitir Fear and Desire, mynd sem Kubrick vildi ekki sýna og gerði allt sem í hans valdi stóð til að hún kæmi aldrei fyrir almenningssjónir, brenndi öll eintök sem hann komst yfir, en einhver sluppu sem þó liggja ekki á lausu. Það tók þá Bíó Reykjavíkurmenn fjóra mánuði að ná í eintak af myndinni. Af hverju að sýna kvikmynd sem meistaranum var svona illa við? „Bíóþonið er sannarlega til heiðurs Kubrick, enginn skal ef- ast um það. En þetta er rétt. Kubrick fannst þessi mynd vond. Mér finnst hún góð. Við hefðum ekki vogað okkur að sýna mynd- ina nema að honum gengnum. Fear and Desire er mikilvægt skref í þróun Kubricks og varpar ljósi á ýmis stef sem finna má í meistaraverkum hans. Þegar horft er yfir ferillinn í samfellu öðlast maður miklu betri skiln- ing á höfundarverkinu en ann- ars,“ segir Gio og á honum að heyra að þetta hafi verið erfið ákvörðun. Engar kvikmyndahá- tíðir erlendis myndu leyfa sér að sýna myndina. ■ Kubrick-bíóþon í Loftkastalanum Bíóbrjálæðingar vaka í yfir 33 klukkutíma SIR STANLEY KUBRICK (1928-1999) Aðdáendur þessa mikla meistara kvikmyndagerðarlistarinnar eiga von á glaðningi um helgina. KUBRICK-BÍÓÞON Í LOFTKASTALANUM 22.00 Day Of The Fight (1951) Walter Cartier, Vincent Cartier. Flying Padre (1951) m/ Father Fred Stadtmueller & his Piper Cub. The Seafarers (1952) m/ The Seafar- ers International Union. 23.30 Fear and Desire (1953) Kenneth Harp, Paul Mazursky, Steve Coit, Frank Silvera, Virginia Leith. 01.00 Killer´s Kiss (1955) Frank Silvera, Jamie Smith, Irene Kane, Jerry Jarret, Ruth Sobotka, Mike Dana. 02.30 The Killing (1956) Sterling Hayden, Jay C. Flippen, Marie Windsor, Elisha Cook Jr, Vince Edwards. 04.15 Paths of Glory (1957) Kirk Douglas, Ralph Meeker, Adolphe Menjou, Suzanne Christian-Kubrick. 06.00 Spartacus (1960 - útgáfa leik- stjóra) Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton, Peter Ustinov, John Gavin, Tony Curtis, Nina Foch, Herbert Lom, John Ireland, John Dall, Charles McGraw, Woody Strode. 10.00 Lolita (1962) Sue Lyon, James Mason, Peter Sellers, Shelly Winters, Di- ane Decker, Jerry Stovin. 12.45 Dr. Strangelove or How I Learn- ed to Stop Worrying and Love the Bomb (1964) Peter Sellers, George C. Scott, Sterling Hayden, Keenan Wynn, Slim Pickens, Peter Bull, Tracy Reed, James Earl Jones. 14.30 2001: A Space Odyssey (1968) Keir Dullea, Gary Lockwood, HAL 9000. 17.10 A Clockwork Orange (1971) Malcolm McDowell, Patrick Magee, Michael Bates. 19.45 Barry Lyndon (1975) Ryan O´Neal, Marissa Berenson, Patrick Magee, Harry Kruger. 23.20 The Shining (1980) Jack Nichol- son, Shelly Duvall, Danny Lloyd, Scat- man Crothers, Anne Jackson. 02.20 Full Metal Jacket (1987) Matt- hew Modine, Adam Baldwin, R. Lee Ermey, Vincent D´Onofrio. 04.15 Eyes Wide Shut (1999) Tom Cruise, Nicole Kidman, Sydney Pollack, Ed Norton, Leone Vitali. MYNDLIST Í gallerí i8 við Klappar- stíg eru nú sýnd nokkur verk eftir ýmsa listamenn sem áður hafa sýnt verk sín í galleríinu. „Þetta er eins konar sýning á milli sýninga,“ segir Dorothée Kirch. „Við völdum verk sem passa vel saman og gefa yfirlit yfir þá listamenn sem við höfum verið að starfa með.“ Hún segir að fólk hafi sýnt þessum verkum mikinn áhuga. Ekki síst hafi súkkulaðimolarnir hans Sigurðar Guðmundssonar vakið athygli. „Þetta er síðasta tækifærið til að sjá þá hér á landi,“ segir hún. „Þeir fara frá landinu eftir þessa sýningu.“ Sýningunni lýkur eftir rúma viku. Á sýningunni eru tvær nýjar myndir frá Gjörningaklúbbnum, sem ekki hafa sést áður hér á landi. Flest önnur verk hafa ver- ið á öðrum sýningum í gallerí- inu. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Birgir Andrésson, Hreinn Friðfinns- son, Kristján Guðmundsson, Sig- urður Guðmundsson, Georg Guðni Hauksson, Roni Horn, Eggert Pétursson, Finnbogi Pét- ursson, Ragna Róbertsdóttir, Karin Sander, Hrafnkell Sig- urðsson og Þór Vigfússon. ■ FRÁ GALLERÍ I8 VIÐ KLAPPARSTÍG. Molar eftir Sigurð Guðmundsson eru á gólfinu í forgrunni myndarinnar. Í bakgrunni má sjá myndir eftir Eggert Pétursson, Rögnu Róbertsdóttur og Roni Horn. Gallerí i8: Sýnt milli sýninga Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Vandaður 80 gr fjölnotapappír 500 blöð í búnti 298.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x 1.458.- Bréfabindi A4 7 cm kjölur Ýmsir litir 138.- stk Á tilboði núna KYNNING á stefnu og starfi Guðspekifélagsins laugardaginn 11. janúar kl. 15 í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Guðspekifélagið er 122 ára félagsskapur, sem helgar sig andlegri iðkun og fræðslu. Félagið byggir á skoðana- og trúfrelsi ásamt hugsjóninni um bræðralag alls mannkyns. Starfsemi félagsins fer fram yfir vetrartímann og felst m.a. í opinberum erindum, opnu húsi, námskeiðahaldi, námi og iðkun. Einnig býður bókaþjónusta þess mikið úrval sölubóka og bókasafnið bækur til útláns fyrir félaga. Íslandsdeild félagsins býður áhugafólki um andleg mál að kynnast starfi félagsins. Einkunnarorð félagsins eru: “Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.“ www.gudspekifelagid.is ––––––––––––––––––––– Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins hefst fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30. ER TRIPPIÐ ÓÞÆGT? Af frjálsum vilja með Ingimari Sveinssyni um helgina 10. til 12. janúar. 2 pláss laus vegna forfalla Upplýsingar og skráning í síma 899 4600 (Bjarni) og 575 1566 Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.