Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 10.01.2003, Qupperneq 20
20 10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR JAMES BOND kl. 5, 8 og 10.50Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12 Kl. 4, 6, 8, 10, 11.45 - Powersýning Sýnd í lúxus kl. 7 og 11kl. 5.45, 8 og 10.15GRILL POINT Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 3.45 VIT498 SANTA CLAUS kl. 3.45 og 5.45 VIT 485 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5 VIT493 HARRY POTTER kl. 6 og 9.15 VIT468 GHOSTSHIP kl. 8 og 10.15 VIT487 kl. 6GULLPLÁNETAN m/ísl. tali kl. 8 og 10.05 HAFIÐ kl. 10.10HLEMMUR Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 VIT 468 Leikarinn Harrison Ford slappmeð skrekkinn er áhættuat- riði er hann lék í mislukkaðist. Þó að Ford sé að nálgast sjötugsald- urinn vill hann helst framkvæma eins mikið af áhættuatriðum sín- um eins og mögulegt er. Hann og leikarinn Josh Harnett voru að kvikmynda bílaeltingarleik og var Harnett undir stýri. Í einni beygjunni misreiknaði ungi leik- arinn sig og bifreið þeirra skall á vegg á miklum hraða. Báðir sluppu við teljandi meiðsli. Ford hélt ró sinni og kom sér út úr bif- reiðinni af eigin rammleik. Harnett varð víst ögn skelkaðri, enda ekki jafn mikið hörkutól og Indiana Jones. FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Rafkvintettinn Worm Is Green á sér lengri sögu en marga grunar. Liðsmenn hafa þekkst lengi, fjórir liðsmannanna eru frá Akranesi en söngkonan Guðríður Ringsted frá Borgarnesi. Þau hafa mallað saman tónlist í nokkur ár, með mismunandi áherslum og nöfnum. Eins og flestir íslenskir tónlistarmenn tóku þau eitt sinn þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Það var árið 1998 þegar sveitin lék rokk undir nafninu Fuse. „Við vorum alveg hökkuð nið- ur,“ segir Árni Teitur Ásgeirsson, höfuðpaur sveitarinnar. Málróm- ur hans er hljóðlátur og feimnis- legur, það á vel við í ljósi þess að hægt væri að lýsa tónum sveitar- innar á svipaðan hátt. „Það var meira að segja talað um að loka Hvalfjarðargöngunum. Það var svolítið „wake up call“. Það var sami hópurinn en við tókum al- gjöra stefnubreytingu eftir það.“ Mótlætið blés í þau nýjan metnað og tilraunamennska færð- ist í aukana. Ráðist var í að kaupa nýstárlegi tæki sem skiluðu fyrstu tilraunum liðsmanna í raf- tónlistarsmíðum. „Við tókum svo þátt í tónlistar- keppni á Akranesi sem Fjöl- brautaskóli Vesturlands hélt. Þar lentum við í öðru sæti. Ég gerði svo sólóplötu í 100 eintökum hjá útgáfunni okkar, Worm Is Green Recordings. Þá kallaði ég mig John Mug. Eitt lag af þeirri plötu rataði á safnplötu Thule sem heit- ir „42 more Things to Do in Zero Gravity“. Árni segist hafa sent Þórhalli Skúlasyni, eiganda Thule, plötuna meira í gamni en alvöru þar sem hann hafði setið á upptök- unum lengi án þess að hafa trú á því að nokkur myndi vilja gefa tónlistina út. Eftir að lagið var gefið út á safnplötunni bauð Þór- hallur sveitinni að hljóðrita heila plötu. Það hefur líklegast kitlað sjálfstraust liðsmanna örlítið. Frumraun þeirra kom í búðir hér á landi nokkrum dögum fyrir jól og er formlegur útgáfudagur í Bretlandi 4. mars næstkomandi. Frekari dreifing í Evrópu og Bandaríkjunum fylgir svo í kjöl- farið. Worm Is Green og Ampop stefna á samstarf hvað tónleika- hald varðar á næstum vikum. biggi@frettabladid.is Grænir og glaðir Skagamenn Það kom mörgum á óvart þegar nær óþekkt sveit, Worm Is Green, var meðal til- nefndra í flokknum „Nýliði ársins“ til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003. Sveitin gaf út frumraun sína, „Automagic“, þremur dögum fyrir jól. WORM IS GREEN Worm Is Green er skipuð æskuvinum frá Skaganum. Það eru þau Árni Teitur Ásgeirsson, forritari og höfuðpaur, Bjarni Þór Hannesson, forritari og hljómborðsleikari, Þorsteinn Hannesson trommuleikari, Viðberg Hafsteinn Jónsson bassaleikari og Guðríður Ringsted söngkona. TÓNLIST Upptökumaðurinn Steinar „Husky“ Höskuldsson er tilnefnd- ur til Grammy-verðlauna fyrir vinnu sína á plötu Noruh Jones. Þar er hann titlaður upptökumaður. Höskuldur fluttist til Los Angeles árið 1991 til þess að læra hljóðupp- töku við UCLA. Fljótlega að loknu námi fékk hann vinnu sem aðstoð- armaður hjá One on One Studios. Frá því vann hann sig áfram og hefur meðal annars unnið með ýmsum þekktum tónlistarmönnum. Auk þess að vinna með Noruh Jones hljóðblandaði hann til dæmis síðustu skífu Tom Waits, „Blood Money“, og hljóðritaði plötu Aimee Mann „Bachelor no.2“. Hann hljóð- ritaði og hljóðblandaði svo frábæra plötu rokksveitarinnar Fantomas, „Director’s Cut“, sem er hljómsveit Mike Patton, fyrrum söngvara Faith No More. Steinar hefur einnig unnið með Michael Penn (bróður Sean Penn), Vanessu Paradis, The Wallflowers (hljómsveit sonar Bob Dylan), Sheryl Crow og Meredith Brooks. Plata Noruh Jones er tilnefnd til 8 Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu. Hátíðin fer fram þann 23. febrúar í New York. ■ Hljóðupptökumaðurinn Steinar Höskuldsson: Tilnefndur til Grammy-verðlauna STEINAR „HUSKY“ HÖSKULDSSON Á heimasíðu sinni segist Steinar alltaf hljóðrita á segulband og aðeins styðjast við stafræna tækni sem aukahjálpartæki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.