Fréttablaðið - 11.02.2003, Page 4

Fréttablaðið - 11.02.2003, Page 4
4 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR ÍRAKSDEILAN ERLENT KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Eiga bankarnir að lækka vexti á útlánum? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú til útlanda í sumarfríinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 11,7%Nei 88,3% VEXTIR LÆKKI Langflestir vilja lægri vexti útlána. Já HEILBRIGÐISMÁL Þjónusta við sjúk- linga á Vogi hefur verið stórbætt og aðeins karlar sem hafa áður verið í meðferð og eru 20 ára eða eldri þurfa hugsanlega að bíða eftir plássi á Vogi lengur en örfáa daga, að sögn Þórarins Tyrfings- sonar yfirlæknis. „Starfsemin á Vogi hefur auk- ist um 15-20% undangengin þrjú ár og tekur nú meira mið af hinni miklu þörf fyrir skyndiþjónustu. Þá má nefna að biðlistum hefur verið eytt þegar í hlut eiga ung- lingar og konur,“ segir Þórarinn. Hann segir þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga bjarga mörgum mannslífum. Með því að viðkomandi fái aðstoð fyrr sé komið í veg fyrir slys, sjúkdóma og sjálfsvíg. Þórarinn upplýsir að innritunum hafi fjölgað um 300 og séu nú um 2.350 á ári. „Fleiri og fleiri eru lagðir í skyndi eða flýti á Vog, bæði fyrir orð aðstandenda og sjúklinga sjálfra og frá stofnunum eins og Landspítala, neyðarvistun Stuðla og lögreglunni. Í byrjun þessa árs var ráðinn sérstakur áfengisráðgjafi á göngudeildina við Vog sem sér um að samræma þessa þjónustu. Með þessu fækkar fólki á biðlistum verulega.“ Þetta er mikil breyting til batn- aðar því á árunum 1996-1999 voru stöðugt 300 til 400 manns á biðlista og ástandið óviðunandi, að mati Þórarins. „Það hefur breyst á síð- ustu árum að þeir sem koma inn og hafa verið án vímuefna eða áfeng- is í nokkurn tíma þurfa ekki að dvelja eins lengi og áður. Nú met- um við það eftir hverju einstöku tilfelli.“ ■ BÆTT VIÐ MILLILANDAFLUGI Bromma-flugvöllur, nærri Stokk- hólmi, verður opnaður fyrir milli- landaflugi eftir að ESB gagn- rýndi að reynt var að takmarka hann við innanlandsflug. Sam- kvæmt reglum ESB er allt flug milli ESB-ríkja innanlandsflug. TEKIN MEÐ TVÖ KÍLÓ KÓKAÍNS Tollverðir á Kastrup-flugvelli gerðu tvö kíló af kókaíni upptæk þegar þeir stöðvuðu konu sem var að koma frá Brasilíu. Allt síð- asta ár gerði lögreglan í Kaup- mannahöfn 5,8 kíló af kókaíni upptæk en 16 kíló árið áður. NAUTGRIPUM SLÁTRAÐ Ástralsk- ir bændur hafa neyðst til að slátra milljónum nautgripa síð- asta hálfa árið. Þeir gátu ekki tryggt nautunum vatn og fæðu í versta þurrki Ástralíu í öld. BJÓÐA FRAM AÐSTOÐ Rússar eru reiðubúnir að leggja til þjálfaða flugmenn og eftirlitsflug- vélar ef til- laga Frakka og Þjóðverja um aukið eftirlit í Írak nær fram að ganga, segir Sergei Ivanov, varn- armálaráð- herra Rússlands. Beiðnin þurfi þó að koma frá Sameinuðu þjóðunum. ENGIN ÞÖRF Á HERVALDI Vopna- eftirlitsmenn í Írak eru að ná ár- angri og þess vegna er engin þörf á því að beita her- valdi gegn Írak að svo stöddu, sagði talsmaður Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, í gær. GREITT ÚR FLÆKJUNNI George Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands, sem er í forsæti Evr- ópusambandsins, hefur kynnt áætlanir um ráðstefnu ESB-ríkja í næstu viku til að greiða úr flækjunni sem ólík afstaða ríkj- anna til Íraksdeilunnar hefur leitt af sér. ÍRAKAR LEYFA EFTIRLITSVÉLAR Írösk stjórnvöld hafa sent bréf til vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna þar sem þeir heimila þeim notkun U-2 eftirlitsflugvéla, að sögn írasks sendifulltrúa hjá SÞ. Í bréfinu er því ennfremur lofað að sett verði lög um bann við notkun á gereyðingavopnum þegar í næstu viku. HAFNA HERKALLI Fimmti hver varaliði í breska hernum sem hefur verið kallaður til herþjón- ustu vegna fyrirsjáanlegrar inn- rásar í Írak hefur beðist undan kallinu eða hunsað það. FLUGFÉLÖGIN TAPA Talsmaður Alþjóða flugflutningasambands- ins segir að stríð í Írak myndi leiða til þess að flugfarþegum fækkaði um 15-20 prósent. Það þoli flugfélögin illa enda séu þau rétt að jafna sig eftir áfallið þeg- ar ráðist var á Tvíburaturnana og Pentagonið. VEÐUR Vonskuveður var á öllu land- inu í gærdag. Undir Eyjafjöllum geisaði mikið óveður og mældist vindhraðinn þar allt að 48 m/sek. Björgunarsveit Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Flúðum var kölluð út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi eftir að þak fauk af gisti- húsi í Smárahlíð. Ekki varð tjón á nærliggjandi húsum en litlu mun- aði að þakið fyki á íbúðarhús við hliðina á gistihúsinu. Fimm björg- unarsveitarmenn unnu við að færa þakplötur sem lágu á víð og dreif. Á Hvolsvelli var einnig aftaka- veður. Björgunarsveitin Dagrenn- ing var kölluð út klukkan níu um morguninn eftir að þakplötur byrj- uðu að fjúka af fjórum húsum. Þá lögðust grindverk annað hvort nið- ur eða tókust á loft í mestu vind- hviðunum. Tuttugu björgunar- sveitarmenn voru að störfum og aðstoðuðu húseigendur að festa niður þakplötur. Fuku sumar plöt- urnar á nærliggjandi hús og ollu skemmdum. Þá barst hjálpar- beiðni frá þremur sveitabæjum í hreppnum. Í Vík í Mýrdal barst björgunarsveitinni beiðni um að- stoð frá bóndanum á Brekkum. Járn var farið að losna af útihús- um og hafði bóndinn áhyggjur af velferð dýranna. Sex björgunar- sveitarmenn gátu afstýrt frekara foki. Kennsla féll niður í nokkrum skólum á landinu. Þá frestaði Herjólfur brottför vegna óveðurs og allt innanlandsflug lá einnig niðri. Óveður geisaði á Hellisheiði og ráðlagði Vegagerðin ökumönn- um að vera ekki á ferð. Þá varð rafmagnslaust um tíma á Kjalar- nesi í gærmorgun. Á höfuðborgar- svæðinu tilkynntu nokkrir bílaeig- endur að lauslegir hlutir hefði fok- ið í bílana og valdið tjóni. Að sögn lögreglu var um nokkur tilfelli að ræða og tjónið minniháttar. Í Borg- arnesi fauk ruslagámur til í einni hviðunni utan í nærliggjandi bíl og olli tjóni. Þrátt fyrir veðurhaminn unnu menn að löndun á 44 tonnum af fiski úr Skarfi GK í Grindavíkur- höfn snemma í gærmorgun. Menn voru vel gallaðir og létu veðrið ekki stoppa sig. kolbrun@frettabladid.is Kjötsala stóreykst: Áratugur kjúklingsins NEYSLA Kjötsala á Íslandi jókst um 31,3 prósent á síðasta áratug og munar þar mest um aukna sölu á hvítu kjöti; kjúklingum og svínum. Sala á fuglakjöti var 180 prósent meiri síðasta áratug en áratuginn þar á undan. Svínakjöt- ið tók líka kipp í kjötborðunum en salan á því jókst um 112 pró- sent á umræddu tímabili. Á móti kom að sala á kindakjöti dróst saman um fimmtung. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur orðið mark- tæk breyting á kjötneyslu Íslend- inga, sem flutt hafa neyslu sína yfir í kjúklinga og svín, en sam- kvæmt sömu upplýsingum er kjötneysla á íbúa í landinu 71 kíló á ári. Til samanburðar má geta þess að kjötneysla í Bandaríkjun- um er 78 kíló á mann á ári. ■ Þak fauk af gistihúsi Vonskuveður gekk yfir landið í gær. Þakplötur fuku af húsum og ollu tjóni í einstaka tilfellum. Kennsla féll niður á nokkrum stöðum. HUGAÐ AÐ BÁTUNUM Örfá skip voru á miðunum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni lágu minni bátar við bryggju um allt land nema helst fyrir norðan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Biðlistum hefur verið eytt á Vogi: Konur og ung- lingar bíða skemur KONUR OG UNGLINGAR ÞURFA EKKI AÐ BÍÐA EINS LENGI Þjónustan hefur verið bætt á Vogi og segir Þórarinn Tyrfingsson að þeir sem komi inn í góðu ástandi þurfi ekki að dvelja í afvötnun eins lengi og tíðkaðist áður. STÁLU GREIÐSLUKORTI Tveir menn voru handteknir á veitingastað í Tryggvagötu á sunnudagsmorgun þegar þeir reyndu að greiða með greiðslu- korti ungrar stúlku. Voru menn- irnir færðir á lögreglustöð og síð- an í fangageymslu. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.98 1.12% Sterlingspund 125.76 1.39% Dönsk króna 11.2 1.59% Evra 83.27 1.55% Gengisvístala krónu 121.15 -0,94 KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 273 Velta 4.378 milljónir ICEX-15 1.353 -0,24% Mestu viðskipti Bakkavör Group hf. 68.461 Íslandsbanki hf. 83.925 Eimskipafélag Íslands hf. 33.955 Mesta hækkun Aco Tæknival hf 8,70% SR-Mjöl hf. 3,12% Skeljungur hf. 2,05% Mesta lækkun Landssími Íslands -6,19% Sláturfélag Suðurlands svf. -3,48% Ker hf -3,36% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7.906,8 0,5% Nasdaq*: 1.291,0 0,7% FTSE: 3.579,1 -0,6% DAX: 2.584,8 0,6% Nikkei: 8.484,9 0,4% S&P*: 834,0 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.