Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.02.2003, Qupperneq 8
8 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Vopnahlé í Sri Lanka: Ósætti vegna kvenfatnaðar SRI LANKA, AP Yfirvöld í Sri Lanka og uppreisnarmenn úr röðum Tamíl-tígranna hafa samið um vopnahlé eftir nítján ára blóðug- ar erjur. Báðir aðilar hafa lofað að veita stríðsföngum frelsi en erfitt ætlar að reynast að ná sam- komulagi um reglur varðandi fatnað kvenna. Herinn hefur bannað kvenkyns skæruliðum að ganga með belti þar sem það gefi til kynna að þær séu uppreisnar- menn. Þetta hefur vakið hörð við- brögð meðal Tamíl-tígra og hafa þeir nú lagt fram kvörtun vegna málsins við evrópska friðar- gæsluliða. ■ Íslenskir bjórframleiðendur: Skoða áhrif auglýsingadóms ÁFENGISAUGLÝSINGAR Sænskur dóm- ur um áfengisauglýsingar gæti haft áhrif á túlkun EES-samnings- ins að mati Sigríðar Andersen, lög- fræðings Verslunarráðs Íslands. Niðurstaða dómsins var sú að bann við áfengisauglýsingum væri óheimilt. „Dómurinn hefur ekki bein áhrif hér á sama hátt og í Sví- þjóð, en það má búast við því að hann hafi áhrif hér á landi, þó ekki nema með því að menn láti á þetta reyna.“ Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að menn séu að skoða þessa dómsniðurstöðu, en engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort eða hvernig verði látið reyna á réttmæti banns við áfeng- isauglýsingum. „Við höfum ekki farið nákvæmlega ofan í þennan dóm, en erum að skoða hann.“ Jón Diðrik segir innlenda fram- leiðendur ekki sitja við sama borð og erlenda. Erlendir bjórframleið- endur auglýsi vöru sína í fjölmiðl- um sem Íslendingar hafi aðgang að. Þá séu slíkar auglýsingar á íþrótta-viðburðum sem sýndir séu hér. „Okkur finnst þetta brot á jafnræðisreglu.“ ■ Pílagrímar í Mekka: Hajj nær hámarki SÁDI-ARABÍA, AP Tæplega tvær milljónir pílagríma söfnuðust saman á fjallinu Arafat í Sádi-Ar- abíu í gær til þess að biðjast fyrir. Athöfn þessi eru hápunktur hajj, en það er heitið á aldagamalli píla- grímsferð múslíma til helgu borg- arinnar Mekka. Borgin er fæðing- arstaður Múhameðs spámanns og því vagga íslamstrúar en á fjall- inu Arafat mun spámaðurinn hafa haldið sína hinstu ræðu. Pílagrím- arnir, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, klæðast allir hvítum klæðum og hafast við í hvítum tjöldum í dalverpi skammt frá borginni. Ströng öryggisgæsla er í Mekka vegna þess mikla fjölda sem sækir borgina heim af þessu tilefni en óttast er að efnt verði til mótmæla vegna yfirvofandi árása Bandaríkjamanna á Írak. Þyrlur sveima yfir fólkinu en á jörðu niðri sjá hundruð lögreglumanna og öryggissveita um að allt fari friðsamlega fram. Ætlast er til þess að hver ein- asti múslími taki þátt í hajj að minnsta kosti einu sinni á lífsleið- inni ef fjárhagur hans leyfir en ekki er óalgengt að fólk leggi fyr- ir fé svo áratugum skiptir til þess að geta heimsótt Mekka. ■ Kemst ekki í sturtu Nágrannaerjur í Rauðagerði 39 að snúast upp í harmleik. Deilur um tré og píanóleik hafa orðið til þess að húsvörðurinn í Þjóðarbókhlöðunni kemst ekki lengur í bað heima hjá sér. Borgarfulltrúar komnir í málið. NÁGRANNAERJUR Í fimm ár hafa geisað nágrannaerjur í Rauða- gerði 39 en þar eigast við Krist- ján Guðmundsson, fyrrum skip- stjóri, og Baldvin Atlason, hús- vörður í Þjóðarbókhlöðunni. Sá síðarnefndi keypti íbúð af þeim fyrrnefnda í húsi hans fyrir ell- efu árum og til að byrja með gekk allt vel. En þegar Baldvin felldi nokkur tré í garði hússins fór allt í loft upp. Dómsmálin eru orðin tvö og Kristján hefur nú skrúfað fyrir hitann í íbúð Baldvins þannig að þrír af fimm ofnum sem þar eru hitna alls ekki og úr sturtuhausnum kem- ur ekki heitur dropi: „Ég fer í sturtu í vinnunni,“ segir Baldvin. Kristján vill hins vegar ekkert tjá sig um málið en segir Baldvin ekki greiða hita- reikninga. Baldvin segist hins vegar hafa reynt það í lögreglu- vernd en Kristján vilji ekki taka við greiðslu. Kristján hefur tök á Baldvini varðandi hitann því heitavatnskranarnir fyrir allt húsið eru í bílskúr Kristjáns og þangað kemst Baldvin ekki inn. Kristján kærði Baldvin fyrir að fella tré í garðinum en tapaði því máli bæði í héraðsdómi og hæstarétti. Þá kærði hann Bald- vin fyrir að leika á píanó í tíma og ótíma og tapaði því máli einnig í héraði: „Að sjálfsögðu má ég leika á píanó heima hjá mér. Það er bara verst að þegar ég reyni að leika þá byrjar Kristján að spila á hljómflutningstæki í kapp við mig. Spil hans truflar mig ekki síður en píanóleikurinn hann,“ segir Baldvin, sem hefur fengið borgarfulltrúa til liðs við sig: „Ég talaði við Steinunni Val- dísi og hún hefur lofað að ræða málið við Alfreð Þorsteinsson, þar sem hann er stjórnarfor- maður Orkuveitunnar. Þeir verða að sjá til þess að ég fái heitt vatn eins og aðrir. Það eru mannréttindi,“ segir Baldvin Atlason í Rauðagerði 39, sem hefur keypt sér nokkra raf- magnsofna til að lifa af vetur- inn. Hann hefur hugleitt að selja íbúð sína til að fá frið: „En það er ekki auðvelt að selja svona íbúð þegar nágrannarnir fylgja með,“ segir hann. eir@frettabladid.is Suðurskautslandið: Vegarlagn- ing skoðuð á suðurpól NÝJA-SJÁLAND, AP Bandarískir vís- indamenn eru að skoða mögu- leika á að leggja veg frá strönd Suðurskautslandsins að suður- pólnum til að flytja birgðir að Amundsen-Scott rannsóknastöð- inni. Arthur Brown, talsmaður National Science Foundation, segir hugmyndina þá að nota megi 1.600 kílómetra langan veginn yfir sumartímann, í rúma þrjá mánuði. Þá væri hægt að flytja birgð- ir með skipi að strönd Suður- skautslandsins og þaðan land- leiðina. Nú þarf að flytja allar birgðir með flugi, 250 ferðir yfir sumar- tímann. ■ TVÖ INNBROT Á AKUREYRI Brotist var inn á tveimur stöðum á Akureyri um helgina. Aðfaranótt laugardagsins fór viðvörunarkerfi Frumherja í gang. Lögreglan fór á vettvang ásamt starfsmanni Secur- itas en greip í tómt. Þjófarnir voru á bak og burt og höfðu með sér tíu þúsund krónur í skiptimynt. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot í Veganesti við Hörgár- braut. Gluggi hafði verið brotinn á útihurð. Þá hafði sjóðsvél verið brotin upp og eins spilakassi frá Ís- lenskum söfnunarkössum. Höfðu þjófarnir með sér á annað hundrað þúsund krónur í spilakassanum. FIMM ÓHÖPP Í UMFERÐINNI Fimm minniháttar umferðar- óhöpp urðu á Akureyri um helg- ina og einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur. Eitt minniháttar fíkniefnamál kom upp en í heild var skemmtanalíf helgarinnar tíðindalítið. Þó voru bókuð fjögur mál vegna ölvunar á almannafæri. EÐA SVONA DÝRT AÐ HAFA HANN Ef maðurinn er svona mikils virði er þá ekki keppikefli að halda í hann? Guðmundur G. Þórarinsson, um 200 milljóna starfslokasamninga. DV, 10. feb. SKILUR MILLI FEIGS OG ÓFEIGS Ertu í liði forsætisráðherra eða ekki, þarna er efinn. Ingibjörg Sólrún Gíslandóttir um af- skipti stjórnmálamanna af atvinnulífi. Flokksþing Samfylkingarinnar, 9. febrúar. ÞÁ VAR ÖLDIN ÖNNUR ER SVEINBJÖRN STÖKK Á STÖNG Sannleikurinn er sá að aðeins í frjálsum íþróttum höfum við kom- ist á blað og það var á gullöld gömlu strákanna sem nú eru ýmist komnir til guðs eða við háan aldur í dag. Hannes skrifar lesendabréf þar sem honum þykir nóg um dýrkun á bolta- íþróttum. DV, 10. febrúar. BANNAÐ AÐ AUGLÝSA Íslenskir framleiðendur eru að skoða hvaða áhrif sænskur dómur hefur á bann við áfengisauglýsingum. Dómurinn gæti haft áhrif hér á landi. HVÍLIR LÚIN BEIN Karlkyns pílagrímar klæðast allir sams kon- ar klæðnaði, sem er hvítur og án sauma. Konurnar klæðast einnig hvítu en þeim ber skylda til þess að hylja alfarið líkama sinn og hár. BALDVIN ATLASON VIÐ HEIMILI SITT Í RAUÐAGERÐI Hefur keypt rafmagnsofna til að lifa veturinn af. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ORÐRÉTT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.