Fréttablaðið - 11.02.2003, Page 21

Fréttablaðið - 11.02.2003, Page 21
21ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2003 www.herognu-innrettingar.is ÚTSALA Fataskápar • Baðinnréttinga Eldhúsinnréttingar Borgartúni 29 MICHAEL JACKSON Í tvígang á skjáinn. Ríkissjónvarpið: Jackson endursýndur á laugardaginn TÓNLIST Robin Gibb úr hljómsveit- inni Bee Gees hefur brugðist harkalega við ummælum spjall- þáttastjórnandans Graham Norton um bróður hans Maurice Gibb þegar hann lá á dánarbeði. Norton sagði þetta í gríni um Maurice, sem lést í síðasta mán- uði: „Ég þori að veðja að hjarta- riti Maurice Gibb var að spila lagið Staying Alive.“ Robin Gibb segir að Norton sé algjör þrjótur og hefur farið fram á afsökunarbeiðni bæði frá honum og sjónvarpsstöðinni Channel 4, þar sem þátturinn var sýndur. „Þessum manni mun ég aldrei fyrirgefa. Þetta er lítill bransi og ég vona að ég eigi aldrei eftir að hitta hann því þá mun ég rífa af honum hausinn,“ sagði Robin, greinilega yfir sig hneykslaður. „Ætli Graham Norton hefði sagt þetta eða hefði leyft einhverjum öðrum að segja þetta ef einhver úr hans fjöl- skyldu hefði legið dauðvona á sjúkrahúsi?“ ■ OFURHUGINN Ben Affleck mætir hér til frumsýningar á myndinni „Daredevil“ eða „Ofurhuganum“ ásamt unnustu sinni, söng- og leikkonunni Jennifer Lopez. Robin Gibb hneykslaður út í spjallþáttastjórnanda: Gerði grín að dauðvona bróður BEE GEES Robin Gibb (í miðjunni) er ósáttur við ummæli þáttastjórnandans Graham Norton um bróður sinn Maurice (til hægri). SJÓNVARP Víðfræg heimildarmynd um Michael Jackson, sem Ríkis- sjónvarpið sýndi í síðustu viku, verður endursýnd næstkomandi laugardag. Mikil eftirspurn er eft- ir endursýningu þáttarins því þeir sem af misstu telja sig margir hverjir ekki vera samræðuhæfir á mannamótum: „Þeir sem misstu af þættinum geta séð hann síðdegis á laugar- daginn 15. febrúar,“ segir Rúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkis- útvarpsins. „Um kvöldið verður svo bein útsending frá Háskólabíói þar sem íslensku Eurovisionlögin keppa þannig að þetta verður stór dagur fyrir marga,“ segir hann. ■ KVIKMYNDIR Breski leikarinn Roger Moore, sem lék í sjö myndum um njósnarann James Bond, segir að starf sitt sem sendiherra Barna- sjóðs Sameinuðu þjóðanna sé mun meira gefandi en baráttan við fúl- menni hvíta tjaldsins. Johannes Rau, forseti Þýska- lands, veitti Moore í gær orðu op- inberu þjónustunnar í Þýskalandi fyrir hjálparstarf sitt. „Þessi verðlaun eru mér mun meira virði en nokkur Óskarsverðlaun,“ sagði Moore við tækifærið. „Sem James Bond var auðvelt að koma auga á illmennin. Núna eru þau ekki eins sjáanleg og baráttan er upp í móti.“ ■ Roger Moore fær orðu: Betra en Óskarinn ORÐUVEITING Christina Rau, eiginkona Johannes Rau, nælir orðunni í jakka Roger Moore. Lesbíudúettinn T.a.t.u.: Enn vinsælastar í Bretlandi TÓNLIST Hin umdeildi rússneski lesbíudúett T.a.t.u hélt toppsæti breska vinsældalistans aðra vikuna í röð. Stelpurnar eru 17 og 18 ára og þykir myndband lagsins „All the Things She Said“ fara yfir velsæm- ismörk Breta. Þar sjást stúlkurnar kyssast og kela í rigningu klæddar í breska skólabúninga. Málið hefur gengið það langt að útvarpsfólk hefur neitað að leika lagið þar sem þeir telja plötufyrir- tæki þeirra vera að reyna að hagn- ast á ímynd barnakláms. Unglings- stúlkurnar gera svo vitanlega það sem þær geta til þess að hneyksla fólk meira. Eiga það til að kyssast blautum kossum þegar þær koma fram á tónleikum. Talið er að stúlkurnar séu í raun gagnkynhneigðar og eru þær sagð- ar eiga kærasta í heimalandi sínu. Þær hvorki neita því né játa. ■ Dansarinn Chris Judd, sem vargiftur Jennifer Lopez, er á leiðinni í sviðsljósið aftur. Hann hefur samþykkt að taka þátt í gerð raunveruleika- sjónvarpsþáttar. Þar keppir hann á móti öðrum „þekktum andlit- um“ um stóran fjárvinning. Þátt- urinn heitir „I’m a Celebrity - Get Me Out of Here“ og er í anda bresku þátt- anna „Big Brother“. Breiðskífur Michaels Jacksonsseljast enn eins og heitar lummur, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, eftir sýningu hins umdeilda sjónvarpsþáttar „Liv- ing with Michael Jackson“. Tals- menn samtaka plötubúða stað- festu að sala breiðskífna kappans hefði tífaldast eftir þáttinn. Vin- sælastar eru plöturnar „Greatest Hits Vol. 1“ og „Thriller“. FRÉTTIR AF FÓLKI T.A.T.U. Ögra breskum almenningi með lesbískum kossum og leikjum. Rússnesku stúlkurnar hafa þó verið sakaðar um að vera í raun gagnkynhneigðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.