Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 11.02.2003, Qupperneq 22
22 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR Harði diskurinn bilaður í Bush Geir Magnússon forstjóri á afmæli í dag. Eins og aðrir spáir hann í heimsmálin. Honum finnst Bush ótrúverðugur og grunar að yfirvofandi styrjöld snúist um olíuhagsmuni. 61 ÁRS „Ég ætla að vera í vinnunni í dag og í kvöld ætla ég að spila bridge með félögunum. Við spilum á tveggja vikna fresti og okkur fer ekkert fram,“ segir Geir Magnús- son, forstjóri Kers og fyrrum for- stjóri Olíufélagsins, en hann er af- mælisbarn dagsins. Geir heldur sjaldan upp á afmælið sitt með miklu tilstandi. Þegar hann var fimmtugur hélt hann veislu og hann segir að það hafi verið ein- kennileg upplifun. Hátt í 500 manns létu sjá sig. „Ég stóð í anddyrinu og heilsaði fólkinu þeg- ar það kom. Svo voru haldnar ræð- ur. Síðan stóð maður í anddyrinu og kvaddi fólkið þegar það fór. Þetta var dálítið eins og á járnbrautar- stöð.“ Geir þótti vænt um þann hlý- hug sem honum var sýndur, en seg- ist þó hafa uppgötvað eitt sem haft hafi áhrif á hann. Blómin sem hann fékk voru flutt heim til hans í stór- um sendiferðabíl, og húsið allt varð yfirfullt af blómum sem á endan- um komust ekki fyrir. „Ég hef aldrei séð betur skreyttan bílskúr,“ segir Geir. „Eftir þetta hef ég ekki gefið öðrum blóm á stórafmælum.“ Forstjórastaða Kers er rólegri en staða forstjóra Olíufélagsins, sem Geir gegndi áður. Á Keri hf., sem er eignarhaldsfélag og eigandi Olíufélagsins, vinna einungis þrír. „Starfið snýst um verðbréfavið- skipti,“ segir Geir. „Ég er að kaupa og selja hlutabréf. Banka í dag, tryggingarfélag í gær.“ Helstu áhugamál Geirs fyrir utan vinnuna eru hestamennska og veiði. Hann lætur af störfum sem forstjóri Kers eftir mánuð. „Ég hætti bæði fyrir sjálfan mig og vinnuna,“ segir Geir. „Maður á að hleypa yngra fólki að.“ Aðspurður um hvað taki við er Geir fljótur til svars. „Hestar og veiði,“ segir Geir. Auk þess mun hann taka að sér ýmis sérverkefni. Geir spáir eins og aðrir í ástand heimsmála um þessar mundir. Hann segist ekki geta varist þeirri hugsun að yfirvofandi stríð í Írak snúist um olíuhagsmuni. „Mér finnst Bush vera orðinn mjög ótrú- verðugur,“ segir Geir. „Það er eins og harði diskurinn hafi bilað í hon- um eftir 11. september.“ gs@frettabladid.is AFMÆLI Ég ætla örugglega í framhalds-nám og langar þá mest að fara til útlanda en hef ekki ákveðið hvort ég legg þá fyrir mig klíníska sál- fræði eða réttartengda sálfræði,“ segir Emil Einarsson, sem gerði rannsókn á fölskum játningum að beiðni ríkislögreglustjóra. „Ég skoðaði afbrotahegðun framhalds- skólanema í BA-verkefni mínu ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur og Ólafi Erni Bragasyni og ég fékk þetta verkefni í framhaldinu.“ Jón Friðrik Sigurðsson, for- stöðusálfræðingur á geðsviði Land- spítala – háskólasjúkrahúss, leið- beindi Emil og félögum hans við gerð lokaverkefnisins og hann mælti með því að Emil yrði fenginn til að gera játningarannsóknina. Emil eyddi svo næstu fimm mánuð- um á lögreglustöðvum og reyndi að fá fólk til að ræða við sig að loknum yfirheyrslum. Emil er 26 ára og er í sambúð með Sigríði Ólöfu Sigurðardóttur, garðyrkjufræðingi hjá Kirkjugörð- unum. Hann hóf skólagöngu sína í Austurbæjarskóla en síðan lá leið hans í Kvennaskólann. Hann tók sér tveggja ára frí að loknu stúdents- prófi en skellti sér svo í sálfræðina og starfar nú sem aðstoðarmaður við ýmsa rannsóknarvinnu hjá Jóni Friðrik. Emil segir áhugann á réttarsál- fræðinni hafa dúkkað upp í miðju námi og þvertekur fyrir að sú ævin- týralega mynd sem oft er dregin upp af störfum réttarsálfræðinga í sjónvarpi og bíómyndum hafi haft nokkuð með það að gera. „Sú mynd sem dregin er upp af réttarsálfræð- ingum þar er nokkuð fjarri raun- veruleikanum og glamúrinn tölu- vert meiri en gengur og gerist. Ég tók einfaldlega eitt námskeið í rétt- arsálfræði og þótti það mjög áhuga- vert.“ ■ Emil Einarsson vann skýrslu um falskar játningar að beiðni ríkislögreglustjóra. Hann íhugar að leggja réttarsálfræði fyr- ir sig enda viðfangsefnið áhugavert. Persónan Réttarsálfræðin heillar GEIR MAGNÚSSON Stendur upp úr forstjórastólnum eftir mánuð og ætlar að njóta lífsins við hestamennsku og veiðar. MEÐ SÚRMJÓLKINNI EMIL EINARSSON „Það kom okkur á óvart að 25% framhalds- skólanema sögðust hafa farið í yfirheyrslu til lögreglu. Okkur þótti það hátt hlutfall en þó ber að hafa í huga að margir voru yfirheyrð- ir fyrir smávægileg brot.“ Lögfræðingurinn: „Ég hef góðarfréttir og ég hef slæmar frétt- ir.“ Skjólstæðingurinn: „Já, ætli það sé ekki best að fá þær slæmu fyrst...“ Lögfræðingurinn: „DNA-prófið leiddi í ljós að lífsýni þitt passar við það sem er að finna á vett- vangi morðsins.“ Skjólstæðingurinn: „Fjandinn sjálfur, en góðu fréttirnar?“ Lögfræðingurinn: „Kólesteról- magnið í blóði þínu er komið niður í 140.“ Að gefnu tilefni skal tekið fram að efna- vopnabann Sameinuðu þjóðanna á Írak gildir ekki um íslenskan þorramat - hann er hins vegar bannaður í Danmörku. Leiðrétting Fær Þórólfur Árnason, borgar-stjóri í Reykjavík. Hann sýndi strax á fyrstu metrunum að hann ætlar ekki að verða litlaus emb- ættismaður. Kom oddvita Sjálf- stæðisflokksins í skilning um að hann hygðist nýta sér þann sjálf- sagða rétt að ráða sjálfur hverj- um hann byði heim til sín. HRÓSIÐ Íslenska kvikmyndin Morðsagaeftir Reyni Oddsson er 25 ára um þessar mundir. Myndin þykir ekki síst merkileg þar sem hún var gerð á tímum þegar fæstir höfðu trú á að hægt væri að búa til almennilegar kvikmyndir á Ís- landi. Kvikmyndasjóður Íslands var til dæmis ekki stofnaður fyrr en þremur árum eftir að myndin var gerð og fáum blandast hugur um að Morðsaga hafi flýtt fyrir því að frumvarp um sjóðinn var afgreitt á Alþingi. Það hefur ekki farið mikið fyrir Reyni í íslenskri kvikmyndagerð síðan þá og er það ekki síst vegna þess að Kvik- myndasjóðurinn, sem hann átti sinn þátt í að koma á koppinn, hefur aldrei séð ástæðu til að styrkja verkefni hans. Hann hef- ur þrisvar sinnum sótt um styrk en beiðnum hans hefur aldrei verið svarað. JARÐARFARIR 10.30 Auðunn Jóhannesson, húsgagna- meistari, Fannborg 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju. 13.30 Sigurður Sigurðsson, forstjóri Loftorku Reykjavík, Vonarholti, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, Faxaskjóli 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju. ANDLÁT Sigurleifur Guðjónsson, Safamýri 48, Reykjavík, lést 3. febrúar. AFMÆLI Geir Magnússon er 61 árs. Valur Valsson er 59 ára. FÓLK Í FRÉTTUM FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT Imbakassinn eftir Frode Øverli Ó, mikli vitringur... setja allir smá pappír í klósettskálina til að forðast skvettur, eða er það bara ég? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Athygli vekur að Ellert B.Schram er hættur að skrifa vikulega pistla sína í Morgunblaðið eftir að hann tilkynnti framboð sitt fyrir Samfylkinguna. Ekki þykir við hæfi að frambjóðendur viðri skoðanir sínar í almennum pistlum á síðum blaðsins á meðan þeir eru í framboði. Annar frambjóðandi heldur þó áfram að skrifa pistla í Morgunblaðið þrátt fyrir allt. Pistl- ar Björns Bjarnasonar, fyrrum menntamálaráðherra, halda áfram að birtast þó Ellert sé farinn. Umræður um ráðherraábyrgðurðu nokkuð háværar í kjölfar mála Árna Johnsens. Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, má enn þola það að „huglausir nafnleysingjar“ reyni á vefsíðum enn að draga hann inn í þá umræðu. Aldrei hefur reynt á ákvæði laga um ráðherraábyrgð frá 1963 og á málstofu hjá laga- deild HÍ á miðvikudaginn ræða þau Róbert R. Spanó, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild HÍ, og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður um hvort þörf sé á að breyta núgild- andi reglum um refsiábyrgð ráð- herra á pólitískum embættisbrot- um. Viðfangsefnið verður meðal annars skoðað út frá mannréttinda- reglum, einkum 69. gr. stjórnar- skrárinnar um að refsiheimildir þurfi að vera skýrar, svo og ýmis vandkvæði á því að virkja þetta úr- ræði með því að Alþingi kæri ráð- herra fyrir embættisrekstur þeirra. Vísindavefur Háskóla Íslands(www.visindavefur.hi.is) fagn- aði þriggja ára afmæli sínu á dög- unum. Ekkert lát virðist vera á vin- sældum þessa vefjar, sem að flestra mati er sá gáfaðasti á land- inu, enda lætur hann nánast engum spurningum ósvarað. Hann er há- stökkvari sjöttu viku ársins hjá teljara.is með aukningu upp á 2.437 gesti, eða 78,7%, en það telst mjög gott fyrir jafn stóran vef. Talna- spekingar í netheimum rekja há- stökkið til þess að vefurinn hefur tekið upp samstarf við Sjónvarpið og þáttinn Vísindi fyrir alla.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.