Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.03.2003, Qupperneq 8
8 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR Po rt úg al 47 .2 67 kr . * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. * Be ni do rm Po rt úg al Be ni do rm 47 .2 67 kr . * Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. Allt a› seljast upp ver›læ kkun8-15% SumarPlús Læsisvandi fullorðinna: Engin úrræði ALÞINGI Ekki er enn ljóst hvernig brugðist verður við læsisvanda fullorðinna en nefnd til að fjalla um málið var skipuð fyrir ári síðan. Á Alþingi í gær spurði Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, menntamálaráðherra um niðurstöður nefndarinnar og hvernig ráðgert væri að fara að til- lögum hennar. Í svari Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra kom fram að tillögurnar væru til athugunar í ráðuneytinu. Nauðsyn- legt væri að skoða hvort sveitarfé- lögin gætu tekið á vandanum, en ef það gengi ekki þyrfti ríkið að gera það með einhverjum hætti. ■ Atlanta bætir við flugi: Ellefu millj- arða samn- ingur ÚTRÁS Flugfélagið Atlanta hefur gert viðbótarsamning við flugfé- lagið Excel Airways. Verðmæti samningsins er 3,7 milljarðar. Fyrir hafði Atlanta samning við félagið að verðmæti 7,3 milljarðar króna. Alls er verðmæti samninga Atlanta við Excel því ellefu millj- arðar á ári hverju. Atlanta mun fljúga fyrir félagið frá Bretlandi til ýmissa áfanga- staða í Evrópu. Alls munu yfir tvö hundruð manns starfa á vegum fé- lagsins vegna þessa samnings. ■ Eystrasalt: Mengun ógnar selum STOKKHÓLMUR, AP Mikill fjöldi sela á Eystrasalti er sýktur í melting- arvegi, að sögn sænskra vísinda- manna. Vísindamennirnir hafa ekki fundið út hvaðan sýkingin er komin en telja að um afleiðingar mengunar sé að ræða. Þeir segja að svo margir selir séu sýktir að það geti ógnað stofninum á Eystrasalti. Um 10.000 selir hafast við í Eystrasalti. Um aldamótin 1900 voru þeir nærri 100.000 talsins. Á áttunda áratugnum voru aðeins 4.000 selir eftir í Eystrasalti vegna PCB-mengunar. ■ ÞYRLUR SKOTNAR NIÐUR Tvær þyrlur í eigu mexíkóskra dómsyf- irvalda voru skotnar niður í fjallahéruðum í vesturhluta landsins. Um borð voru fimm starfsmenn fíkniefnalögreglunn- ar og létu þeir allir lífið. Ekki er vitað hverjir skutu á þyrlurnar. DÝRKEYPT RANNSÓKN Kostnað- urinn við það að finna og safna saman brotum úr flaki geimskutlunnar Columbia og lík- amsleifum geim- faranna er kom- inn yfir tíu millj- arða íslenskra króna. Víst er talið að þessi upphæð eigi enn eftir að hækka nokkuð. FÉLL Í HEITA KVIKU Franskur ferðamaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann féll ofan í hálfstorknað hraun í eld- fjallaþjóðgarðinum á Hawaii. Maðurinn hlaut fyrsta, annars og þriðja stigs bruna á höndum, handleggjum og öðru lærinu. Rafræn skattskil spara pappír: Yfir tvö þúsund búnir að skila SKATTUR Yfir tvö þúsund manns hafa þegar skilað skattframtali á rafrænu formi, þrátt fyrir að skila- frestur renni ekki út fyrr en 24. mars. Að sögn Indriða H. Þorláks- sonar vex hlutfall rafrænna skila hröðum skrefum. Til marks um það segir Indriði að mikill meiri- hluti þeirra sem þegar hafa skilað óski ekki eftir að fá pappírsfram- tal sent á næsta ári. „Það getur nú verið að mesta tölvufólkið sé fyrr á ferðinni en hinir.“ Hann segir 4,5 tonn af pappír sparast í ár vegna rafrænna skila. Sífellt stærri hluti upplýsinga er forskráður á skattframtali, þan- nig að framteljendur þurfa ekki að fylla út í þá reiti. Indriði segir for- skráninguna langt komna. Munur- inn hér og á Norðurlöndunum er hins vegar sá að bankaupplýsingar eru ekki forskráðar hér. „Það hef- ur einfaldlega skort lagasetningu til þess að slíkt sé heimilt.“. Fram- taldar tekjur í fyrra voru 421 millj- arður króna, en forskráðar tekjur á skattframtali voru 424 milljarð- ar. „Við erum því með yfir 90 pró- sent tekna forskráð,“ segir Indriði. Alls skila 219 þúsund manns skatt- framtali í ár. ■ Kaup Reykjavíkurborgar á þremur lóðum á svokölluðum Stjörnubíósreit hafa vakið harða gagnrýni minnihluta sjálfstæðismanna. Borgin keypti lóðirnar í fyrrasumar af Jóni Ólafs- syni kaupsýslumanni fyrir 140 milljónir króna. Sjálfstæðismenn segja lóðina of dýru verði keypta. Kaupin opinberi spillingu R-listans. Fulltrúar R-listans segja lóðina keypta á skipu- lagsforsendum. Verðið sem greitt var sé ekki úr takti við önnur sambærileg viðskipti. Þegar 140 milljónum króna af skattfé almenn- ings er ráðstafað er óhjá- kvæmilegt að hafa fyrir því skýr og ótvíræð rök. Í umræðum um þessi kaup í borgarstjórn á fimmtu- dag skýrðist það betur en nokkru sinni fyrr, að þeir, sem stóðu að kaupunum, R-listinn, höfðu ekki ann- að sameiginlegt markmið í huga en að nota skattfé til þessara kaupa. Þeir voru ekki samstiga í lýsingu sinni á því, til hvers Stjörnubíóreiturinn var keyptur. Engu er líkara en enginn viti það. Líklega er þess vegna lögð svo mikil áhersla á, að hvorki kaupandinn né seljandinn hafi vitað af þess- um viðskiptum. Þarna hafi 140 milljónir króna farið á milli manna í ábyrgðarlausu tómarúmi og seljand- inn orðið jafnundrandi yfir niðurstöðunni og kaup- andinn. Þegar kjörnir fulltrúar reyna þannig að skjóta sér undan ábyrgð á eigin gjörningi, er það síst af öllu til marks um, að hann hafi verið hyggi- legur. Besti kostur fyrir bílastæðahús á þessu svæði við Laugaveginn er ekki valinn með bílastæðakjall- ara á Stjörnubíóreit. Í raun er allt frosið á þessum reit við Laugaveginn og engin raunhæf úrræði hafa verið kynnt um það, hvernig á að nýta þessa 140 milljón króna ráðstöfun á skattfé Reykvíkinga. Þeg- ar R-listinn reynir að skjóta sér á bakvið embættis- menn vegna þeirrar ákvörðunar er það hvorki til marks um mikið póltískt þrek né þor til að horfast í augu við eigin verk. ■ „Já, ég vona svo sannarlega að það hafi verið hyggilegt. Það er hlutverk Skipulagssjóðs að kaupa upp eignir og lóðir og búa í haginn til að fjárfestar sjái sér kleift að koma til upp- byggingar. Bæði á eldri stöðum í miðborg Reykjavíkur, til að styrkja hana, og eins á nýjum svæðum sem Reykjavíkurborg vill brjóta undir nýja byggð. Borgaryfirvöld hafa margoft áður keypt upp svipuð svæði – eins og kom fram í umræðum í borgarstjórn. Og þá með stærri skipulagshagsmuni í huga. Þessi lóð var til háborinnar skammar á Laugaveg- inum og það var mjög brýnt að koma upp nútíma- legu verslunarhúsnæði við hlið þeirra nýju versl- ana sem hafa verið settar upp á Laugaveginum til að styrkja þar alla almenna verslun. Kaupin fóru fram í gegnum þriðja aðila. Borg- in hafði lengi reynt að ná verðinu niður. Eigand- inn var hins vegar mjög harður á upphæð sem var yfir 200 milljónir króna. Við létum fasteignasala bjóða í reitinn án þess að taka fram hver kaup- andi væri og náðum verðinu niður í 140 milljónir. Það er nokkuð nálægt mati óháðra aðila, sem var upp á 124 milljónir króna. Með því að losa þrjár lóðir saman og byggja þær upp með bílastæða- kjallara erum við að gera lóðirnar verðmætari. Það standa auðvitað vonir til þess að við fáum þessa upphæð aftur – og þá uppbyggingu sem þörf er á. ■ PAPPÍRSSPARNAÐUR Yfir tvö þúsund manns hafa þegar skilað rafrænu skattframtali. Í ár er pappírssparn- aður vegna rafrænna skila 4,5 tonn. NORÐUR-AMERÍKA MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA Tómas Ingi Olrich seg- ir að tillögur nefndar sem fjallað hefur um úrræði fyrir fullorðna sem eiga við læsis- vanda séu til athugun- ar í ráðuneytinu. Kaup Reykjavíkurborgar á Stjörnubíósreitnum STEFÁN JÓN HAFSTEIN borgarfulltrúi Reykjavíkurlista: Kaupverð til baka og uppbygging að auki BJÖRN BJARNASON oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn: Viðskiptin í ábyrgð- arlausu tómarúmi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÓLÍK SJÓNARMIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.