Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 12.03.2003, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 12. mars 2003 FÓTBOLTI Talið er að Mick McCarthy, fyrrverandi þjálfari írska landsliðins, taki við starfi knattspyrnustjóra enska liðsins Sunderland eftir að Howard Wilkinson var rekinn frá félaginu í fyrrakvöld. Steve Cotterill, aðstoðarknatt- spyrnustjóri liðsins og fyrrver- andi stjóri Íslendingaliðsins Stoke, var einnig látinn taka pok- ann sinn. Þeir félagar höfðu að- eins verið fimm mánuði í starfi þegar ákveðið var að reka þá. Wilkinson tók við starfinu í októ- ber á síðasta ári eftir að hafa ver- ið tæknilegur ráðgjafi hjá enska landsliðinu. Steve Cotterill hafði verið við stjórnvölinn hjá Stoke í fimm mánuði áður en hann tók við hjá Sunderland. „Félagið og stuðningsmenn þess hafa orðið fyrir vonbrigðum hvað eftir annað,“ sagði í yfirlýs- ingu stjórnar félagsins. „Þetta hefur verið erfitt fyrir alla aðila en við erum staðráðnir í að stöðva taphrinuna og rífa félagið upp að nýju.“ Sunderland er í afar erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Þegar níu leikir eru eftir er liðið í neðsta sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Bolton og WBA sem eru í þriðja og fjórða neðsta sæti, en þrjú lið falla í 1. deild. Sunderland á eftir að leika við hin þrjú botnliðin í innbyrðis viðureignum og getur því lagað stöðu sína án þess að þurfa að treysta mikið á önnur lið. Næsti leikur liðsins er gegn Bolton á laugardag. Mick McCarthy hefur verið án starfs síðan hann sagði upp hjá írska landsliðinu í nóvember á síð- asta ári eftir tvo ósigra í röð í und- ankeppni Evrópukeppninnar. ■           !"  !#$ % & '()%*                  +,-  .  ,/  00  1 McCarthy líklegur eftirmaður Howard Wilkinson og Steve Cotterill reknir frá Sunderland, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Mick McCarthy, tekur að öllum líkindum við liðinu. KÖRFUBOLTI Karl Malone skoraði 29 stig þegar Utah Jazz vann Mi- ami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld með 83 stigum gegn 73. Pat Riley, þjálfari Heat, var rekinn af velli í leiknum fyrir að rífast við dómarann. Fyrr á leik- tíðinni var Riley sektaður fyrir að gagnrýna dómara eftir tap- leiki gegn New York og Portland. Kevin Garnett, leikmaður Minnesota Timberwolves, átti stórleik í 92:83 sigri gegn Dallas Mavericks. Kappinn skoraði 31 stig og tók 18 fráköst. Loks vann Atlanta Hawks lið L.A. Clippers 95:86. Shareef Abdur-Rahim skoraði 26 stig fyrir Hawks í leiknum. ■ NBA-deildin: Malone skilaði sínu STUTT STOPP Howard Wilkinson og Steve Cotterill stoppuðu stutt við hjá Sunderland. MALONE „Bréfberinn“ Karl Malone átti fínan leik fyrir Utah Jazz í fyrrakvöld. STIGAHÆSTU LEIKMENN Í INTERSPORT-DEILD KARLA Í KÖRFUBOLTA (MEÐALTAL) 1. Steve Johnson (Haukar) 35,2 stig 2. Darrell Flake (KR) 31,6 stig 3. Robert O’Kelley (Hamar) 31,4 stig 4. Kenneth Tate (Breiðablik) 29,3 stig 5. Donte Mathis (Skallagrímur) 29,3 stig 6. Jason Pryor (Valur) 28,8 stig 7. Darrel Lewis (Grindavík) 26,1 stig 8. Damon Johnson (Keflavík) 26,0 stig 9. Gary M. Hunter (Njarðvík) 25,4 stig 10. Laverne Smith Jr. (Valur) 24,1 stig Heimild KKÍ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.