Fréttablaðið - 12.03.2003, Page 15

Fréttablaðið - 12.03.2003, Page 15
■ ■ SÝNINGAR  Þorbjörg Þórðardóttir sýnir listvefn- að í fordyri Hallgrímskirkju. Verkin eru unnin í ull, hör, sísal og hrosshár.  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljós- myndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París, þar sem hann hefur átt velgengni að fagna.  Finnbogi Pétursson myndlistarmað- ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás- mundarsafni þar sem hann myndgerir hljóð.  Tassó Elías Englezos opnaði um síðustu helgi sýningu á málverkum sín- um á Caffé Kúltúre í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.  Helgi Þorgils Frið- jónsson er með einka- sýningu á Kjarvals- stöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. 15MIÐVIKUDAGUR 12. mars 2003 LJÓSMYNDIR Í Gerðarsafni í Kópa- vogi stendur yfir sýning Blaða- ljósmyndarafélags Íslands á úr- vali frétta- og blaðaljósmynda ársins 2002. Á neðri hæð safnsins gefur jafnframt að líta ljósmyndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu tuttugu árum hans á Morgunblað- inu. „Þessi sýning hefur stækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Fyrst voru sýndar 70 til 80 ljósmyndir, en núna eru 229 myndir á sýningunni,“ segir Jón Svavarsson ljósmyndari, sem sá um uppsetningu sýningarinnar. „Sendar voru á sjötta hundrað myndir inn í forvalið, en svo var valið úr þeim á sýninguna.“ Fjögurra manna dómnefnd valdi svo bestu myndirnar í níu flokkum, meðal annars landslags- mynd ársins, þjóðlegustu mynd ársins, fréttamynd ársins og íþróttamynd ársins. Það var Gísli Egill Hrafnsson sem tók myndina frægu af Guðna Ágústssyni, sem var valin bæði besta mynd ársins og skopmynd ársins. Fréttamynd ársins var hins vegar valin mynd Júlíusar Sigur- jónssonar á Morgunblaðinu, sem hann tók þegar liðsmenn Falun Gong voru leystir úr haldi í Njarð- víkurskóla. ■ FRÉTTAMYND ÁRSINS Ljósmynd Júlíusar Sigurjónssonar á Morgunblaðinu er meðal ljósmynda á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni. Bestu blaðamyndirnar ■ SÝNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.