Fréttablaðið - 13.03.2003, Síða 2
2 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR
Já, við höfum verið í þeim
nokkuð lengi.
Lögreglan hefur nú fengið þýska fjárhunda
á hverja vakt.
Spurningdagsins
Geir Jón, eruð þið
alveg komnir
í hundana?
STJÓRNMÁL „Við sem stöndum að
þessu erum óánægð með ástandið
í þjóðfélaginu,“ segir Jón Magn-
ússon, lögmaður og talsmaður
hóps fólks sem nú kannar hvernig
best sé að mynda vettvang til að
berjast fyrir baráttumálum sín-
um, sem sett eru fram í ávarpi
undirrituðu af 40 einstaklingum,
þeirra á meðal þremur fyrrum
þingmönnum. Í hópnum má finna
fólk víða að úr pólitíkinni en gaml-
ir Framsóknar- og Sjálfstæðis-
menn eru áberandi.
Í ávarpi hópsins segir meðal
annars að stjórnvöld hafi aukið
óhóflega skattlagningu á lágar og
miðlungstekjur og látið hjá líða að
gæta hagsmuna almennings.
Stjórnvöld hafi ekki sinnt þeirri
skyldu sinni að tryggja réttlátar
leikreglur á markaði auk þess
sem þau hafi ekki mótað eðlilegt
samkeppnisumhverfi og tryggt
neytendavernd. „Það gengur ekki
að venjulegt fólk sé skattað út og
suður,“ segir Jón.
„Við erum grasrót sem stendur
upp og segir: Nei! Nú ofbýður
okkur,“ segir Guðmundur G. Þór-
arinsson, fyrrum þingmaður
Framsóknarflokks og einn af tals-
mönnum hópsins, og telur að
stjórnvöld hafi ekki staðið sig.
Hann segir ekkert ákveðið með
framboð. Verið sé að kanna hvort
fleiri taki undir viðhorf hópsins
og hvernig megi koma þessu inn í
stjórnmálaumræðuna. ■
Mogens Glistrup:
Í steininn
KAUPMANNAHÖFN, AP Mogens
Glistrup, fyrrum þingmaður og
stofnandi danska Framfaraflokks-
ins, hefur verið dæmdur í 20 daga
fangelsi fyrir að saka múslíma um
að flytja til Danmerkur til að ná
yfirráðum í landinu. Glistrup
hlaut skilorðsbundinn dóm í und-
irrétti. Hann áfrýjaði til Hæsta-
réttar, sem þyngdi refsinguna á
þeim forsendum að hann hefði ít-
rekað endurtekið yfirlýsingar sín-
ar í fjölmiðlum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Glistrup er dæmdur í fangelsi því
árið 1983 hlaut hann þriggja ára
dóm fyrir skattsvik. Hann var síð-
an rekinn úr Framfaraflokknum
árið 1991 vegna stefnu sinnar í
málefnum innflytjenda. ■
UMHVERFISMÁL Grímur Björnsson,
jarðeðlisfræðingur Orkustofnun-
ar, ritaði í febrúar árið 2002
skýrslu um áhrif sem hann taldi
að yrðu hugsanlega vegna Háls-
lóns við Kárahnjúka. Jarðeðlis-
fræðingurinn spáði því að lónið
myndi breyta spennuástandi í
berginu næst lón-
inu með ófyrirsjá-
anlegum afleiðing-
um. Hann telur í
skýrslu sinni að
ekki hafi verið tek-
ið tillit til þessa í
hættumati Lands-
virkjunar vegna
Kárahnjúkaverk-
efnisins. Grímur
jarðeðlisfræðingur telur mögu-
legt að gamlar eða nýjar sprungur
kunni að opnast undir Kára-
hnjúkastíflunni, einkum þegar
lónið er fullt, með þeim afleiðing-
um að stíflan kunni að bresta.
„Óviðunandi er að mínu mati
fyrir Alþingi að afgreiða virkj-
analeyfið, ef ekki er tekið sérstak-
lega á þessum þætti. Ella kann Al-
þingi sjálft að teljast ábyrgt fyrir
stærsta manngerða hamfara-
hlaupi Íslandssögunnar, auk þess
sem stíflan verður tæpast endur-
gerð eftir að hafa rofnað einu
sinni,“ segir Grímur í skýrslu
sinni og áréttar að hættumat
Landsvirkjunar sé vægast sagt
grunnrist. Skýrslan var ekki gerð
opinber fyrr en eftir að Náttúru-
verndarsamtök Íslands óskuðu
eftir að fá umrædda skýrslu af-
henta.
Þorkell Helgason orkumála-
stjóri afhenti gögnin og svaraði
einnig fyrir meinta leynd. Hann
segir í bréfi sínu að „enda þótt
[þessar] athugasemdir Gríms
væru hans persónulegu hugleið-
ingar“ og skýrslan unnin að frum-
kvæði Gríms sjálfs þá hefði
Landsvirkjun verið kynntar at-
hugasemdirnar og haldinn fundur
um málið þann 6. mars 2002 þar
sem Grímur hefði verið meðal
fundarmanna. Landsvirkjun hefði
ákveðið að bregðast við með því
að leita eftir áliti dr. Freysteins
Sigmundssonar, forstjóra Nor-
rænu eldfjallastöðvarinnar, sem
hafi skilað því áliti að líklegt sé að
lónið muni valda 30 sentímetra
jarðsigi. Forstöðumaðurinn taldi í
áliti sínu að ólíklegt væri að
spennubreytingar í jarðskorpunni
myndu hafa nokkur áhrif á kviku-
hreyfingar í jarðskorpunni.
Kolbrún Halldórsdóttir, alþing-
ismaður Vinstri grænna, segist
vera hugsi yfir þessum upplýsing-
um í ljósi þess að þær hafi ekki
legið fyrir þegar Alþingi sam-
þykkti framkvæmdina.
„Mín spurning er hvort skýrsl-
unni hafi verið vísvitandi leynt.
Mér finnst þarna vera svo alvar-
legir hlutir á ferðinni. Þetta er
sambærilegt við þær viðvaranir
sem Guðmundur Sigvaldason
jarðfræðingur hefur komið með
áður varðandi manngerða jarð-
skjálfta. Ég fagna því að fjölmiðl-
ar taki við sér og fjalli um vafa-
mál sem eru samfara þessari
framkvæmd. Við stjórnmálamenn
sem höfum gagnrýnt þessa fram-
kvæmd höfum ekki haft hljóm-
grunn í samkeppni við ríkis-
styrktan áróður Landsvirkjunar,“
segir Kolbrún, sem hyggst taka
málið upp á Alþingi og krefst
skýringa.
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra segist ekki þekkja til
þessa álits eða bréfs sem hún hafi
átt að hafa fengið vegna málsins.
„Ég er að kanna þetta mál hér í
ráðuneytinu, þ.e. hvort bréf hafi
borist,“ segir Siv.
rt@frettabladid.is
BELGRAD, AP Zoran Djindjic, for-
sætisráðherra Serbíu, var skotinn
til bana þegar hann kom að stjórn-
arráði landsins í Belgrad í gær.
Þetta var annað banatilræðið sem
honum var sýnt á innan við mán-
uði.
Setið var fyrir forsætisráð-
herranum og hann skotinn þegar
hann steig út úr bíl sínum.
Djindjic var fluttur á sjúkrahús
eftir að hafa fengið skot í maga og
kviðarhol. Læknar reyndu án ár-
angurs að bjarga lífi forsætisráð-
herrans, sem var lýstur látinn
skömmu síðar.
Tveir menn voru handteknir á
vettvangi. Helstu stjórnarbygg-
ingar voru umkringdar þung-
vopnuðum öryggisvörðum í kjöl-
farið. Ríkisstjórn landsins kom
saman á neyðarfundi stuttu eftir
árásina. Hún lýsti yfir þriggja
daga þjóðarsorg og fór þess á leit
við Natasa Micic, forseta Serbíu,
að hann lýsti yfir neyðarástandi.
Djindjic er fyrsti þjóðarleið-
toginn í Evrópu sem ráðinn er af
dögum frá árinu 1986. Þá var Olof
Palme, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, ráðinn af dögum í Stokkhólmi
þegar hann kom með konu sinni
út af leiksýningu. ■
■ ÍRAKSDEILAN
BIRTA KRÖFUR Bresk stjórnvöld
hafa birt skilyrði fyrir því að
Írakar komist hjá innrás. Þau
helstu eru að Saddam Hussein
viðurkenni að eiga gjöreyðingar-
vopn og heiti að eyða þeim, heim-
ilað verði að vísindamenn verði
yfirheyrðir utan Íraks, gerð verði
grein fyrir mannlausum flugvél-
um, efna- og eiturvopn verði af-
hent til eyðingar og flugskeyti
eyðilögð. Þessi skilyrði eru birt
eftir að Donald Rumsfeld, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagðist reiðubúinn að fara í stríð
án Breta. Yfirlýsingin kom Bret-
um mjög á óvart.
VERRI SAMSKIPTI Þingmenn á
Evrópuþinginu og háttsettir emb-
ættismenn Evrópusambandsins
vöruðu Bandaríkjamenn við því
að ef þeir ráðist inn í Írak verði
það til þess að samskipti Evrópu
og Bandaríkjanna versni.
KALDUR KLAKI
Veðurfarsbreytingar á Grænlandi hafa gíf-
urlega þýðingu fyrir jörðina alla þar sem
85 prósent eyjarinnar eru þakin þykkum ís.
Veruleg bráðnun gæti orðið þess valdandi
að yfirborð sjávar hækkaði um marga
metra.
Veðurfarsbreytingar:
Grænland
fer kólnandi
VÍSINDI, AP Vísindamenn hafa lýst
því ítrekað yfir að hitastig fari
hækkandi víðast hvar í heiminum.
Nýjar rannsóknir benda aftur á
móti til þess að á Grænlandi sé
þessu einmitt öfugt farið.
Danska veðurfræðistofnunin
hefur í samvinnu við breska vís-
indamenn rannsakað veðurfars-
upplýsingar frá síðustu áratugum
og komist að þeirri niðurstöðu að
meðalhiti á Grænlandi hefur fall-
ið um 1,29 gráður frá árinu 1958.
Á sama tíma hefur meðalhiti á
jörðinni allri hækkað um 0,53
gráður. ■
VOPNAÐIR VERÐIR VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ
„Ef einhver telur að hann geti stöðvað umbætur með því að myrða mig er sá hinn sami
að blekkja sig,“ sagði Djindjic eftir að honum var sýnt banatilræði í síðasta mánuði.
Fyrsti Evrópuleiðtogi sem er myrtur síðan 1986:
Djindjic ráðinn af dögum
ORKUSTOFNUN
Jarðeðlisfræðingur komst að þeirri niðurstöðu að hættumat Landsvirkjunar vegna Háls-
lóns væri grunnrist og stíflan kynni að bresta.
Varaði við manngerðu
hamfarahlaupi
Jarðeðlisfræðingur Orkustofnunar lýsti í greinargerð því áliti að þunginn af Hálslóni kunni að
valda jarðröskun með þeim afleiðingum að stíflan bresti. Var skýrslunni leynt? spyr alþingismaður.
JÓN MAGNÚSSON
„Besta leiðin til að ná þessu fram er að
keyra inn í þetta sjálf.“
Segja almannahagsmunum fórnað:
Glittir í nýtt framboð
■
„Ella kann Al-
þingi sjálft að
teljast ábyrgt
fyrir stærsta
manngerða
hamfarahlaupi
Íslandssögunn-
ar“
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
Krefst skýringa á því að sjónarmið jarðeðl-
isfræðings Orkustofnunar komu ekki fram.
Órói á
hlutabréfamörkuðum:
Vísitölur í
frjálsu falli
VIÐSKIPTI Skarpar lækkanir hafa
orðið á evrópskum hlutabréfa-
mörkuðum tvo daga í röð. Að sögn
Einars Þorsteinssonar ráða slakar
afkomubirtingar ásamt óvissu um
Íraksdeiluna mestu um niður-
sveifluna. „Undirliggjandi efna-
hagsþróun á sinn þátt í þessu og
ef stríðshættan er dregin frá er
ekki ólíklegt að við værum að sjá
lækkanir og óróa á mörkuðum.“
Stríðsógnin og hækkandi olíuverð
ýta undir þessa þróun.
Bandarískar vísitölur hafa
einnig gefið eftir þótt í minna
mæli hafi verið. DAX-vísitalan
þýska hefur ekki verið lægri í sjö
ár og fara þarf aftur til ársins
1992 til að finna jafn lága stöðu
FTSE-vísitölunnar í London. Báð-
ar lækkuðu um átta prósent á
tveimur dögum. Útlit er fyrir
fremur veikan hagvöxt bæði í
Bandaríkjunum og í Evrópu. Ein-
ar segir að ekki sé að búast við því
að ástand markaða lagist að neinu
marki fyrr en allri óvissu um
stríðsátök í Írak hafi verið eytt. ■
SVARTIR DAGAR
Hlutabréfavísitölur heimsins hafa fallið síð-
ustu daga. Tvo daga í röð hafa verðbréfa-
miðlarar mátt horfa á bréf sín í frjálsu falli.