Fréttablaðið - 13.03.2003, Side 4

Fréttablaðið - 13.03.2003, Side 4
Nær Kristján Pálsson inn á þing sem óháður frambjóðandi? Spurning dagsins í dag: Fylgist þú með eldhúsdagsumræðum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9% 53,2%Andvíg(ur) 37,8% Veit ekki Fylgjandi Kjörkassinn 4 13. mars 2003 FIMMTUDAGUR Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is SEOUL, AP Goh Kun, forsætisráð- herra Suður-Kóreu, hefur hvatt bandarísk stjórnvöld til þess að hefja viðræður við ríkisstjórn Norður-Kóreu um lausn á kjarn- orkudeilunni á Kóreuskaga. Suður- kóresk stjórnvöld segja að sam- hliða þessu eigi Bandaríkjastjórn að halda áfram að eiga samstarf við aðrar þjóðir á svæðinu um lausn deilunnar. Stjórnvöld í Pyongyang hafa ít- rekað lýst því yfir að þau vilji ræða málin beint við bandarísk stjórn- völd. Bandaríkjastjórn hefur neitað slíkum viðræðum og telur rétt að öll ríki á svæðinu komi að lausn deilunnar þar sem kjarnorkuvopna- eign Norður-Kóreu ógni ekki aðeins bandarískum hagsmunum heldur einnig öryggi Japana, Kínverja, Rússa og Suður-Kóreumanna. Bandaríski flugherinn hyggst senda sex torséðar F-117 Night- hawk orrustuþotur til Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa skotið tveimur eldflaugum út á haf í til- raunaskyni nýlega. ■ TIL HEIÐURS LEIÐTOGANUM Áritunin frammi fyrir þessari norður-kóresku varðstöð er til heiðurs Kim Jong-il. Suður-Kóreumenn þrýsta á Bandaríkjastjórn: Hvetja til tvíhliða viðræðna Afganistan: Fyrsta lán í 24 ár KABÚL, AP Afgönsk stjórnvöld hafa fengið lán upp á rúma átta milljarða króna frá Alþjóða- bankianum til að vinna að bætt- um samgöngum í landinu. Þetta er fyrsta lánið sem Alþjóðabank- inn veitir Afganistan í nær ald- arfjórðung. Síðasta lán sem Afganistan fékk frá Alþjóða- bankanum barst árið 1979, skömmu áður en Sovétmenn gerðu innrás í Afganistan. Lánið, sem er til 40 ára, hyggjast afgönsk stjórnvöld nota til að laga vegi, byggja brýr, laga göng og bæta flugvöll- inn í Kabúl. ■ DÓMSMÁL Bræðurnir tveir sem ákærðir eru fyrir stórfellda lík- amsárás á Skeljagranda í fyrra- sumar segja sem fyrr að fórnar- lamb þeirra hafi fengið alvarlegt höfuðhögg eftir að hafa hlaupið á ann- an bróðurinn. Þetta kom fram við aðal- meðferð málsins í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir játuðu þó bræðurnir, sem eru 21 og 22 ára, að hafa veist að fórnarlambinu, pilti á líku reki og þeir sjálfir. Bræðurnir sögðu piltinn hafa komið á heimili þeirra við Skelja- granda þegar komið var fram yfir miðnætti aðfaranótt föstudagsins 2. ágúst. Þeir hafi vísað honum frá fyrr um kvöldið en hleypt honum inn þegar hann sneri aftur með vínflöskur. Yngri bróðurnum sagðist svo frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að sjálfur hefði hann lognast út af eftir að hafa drukkið tvö áfengisglös og þegið einhverjar pillur hjá gestinum. Um morgun- inn hafi hann vaknað við það að gesturinn hafi verið að leita á sér. Eldri bróðirinn sagðist hafa vakað lengur og setið að drykkju með föður sínum og gestinum fram á miðja nótt. Þá hafi hann viljað ganga til náða og reynt að koma gestinum út. Sá hafi hins vegar grátbeðið um gistingu. Fað- ir sinn hafi verið sofandi. Að sögn yngri bróðurins brást hann ókvæða við áreiti gestsins. Hann hafi greitt honum þrjú hnefahögg; á augabrún, í nef og á kjálka. Pilturinn hafi fallið á glas við annað höggið og rotast. Á meðan gesturinn hafi legið í dá- inu hafi hann gatað á honum eyrað með gataklippara. Við þriðja höggið hafi gesturinn fall- ið með höfuðið á ofn. Eftir það hafi blætt mikið. Eldri bróðirinn segist hafa vaknað við lætin. Hann hafi barið piltinn fjórum til sex sinnum í bakið með álkústskafti enda hafi hann þá verið búinn að viður- kenna að hafa stolið peningum af þeim bræðrum. Allar tímasetningar eru afar mikið á reiki. Ljóst virðist þó að komið var fram á miðjan föstu- dagsmorgunn þegar bræðurnir og gesturinn fóru út og í átt að göngustíg fram hjá leikskólanum Gullborg. Að sögn bræðranna ætlaði gesturinn að vísa þeim á peningana sem hann hafi sagst hafa falið. Bræðurnir segja að á göngu- stígnum hafi komið í ljós að gest- urinn hafi haft hníf meðferðis. Yngri bróðirinn sagðist hafa skorist á fingri við að ná hnífn- um, sem við atganginn hafi stungist í öxl piltsins. Þessi hníf- ur fannst aldrei. Næst segja bræðurnir það hafa gerst að gesturinn hafi ætl- að að hlaupa í burtu en hlaupið beint á eldri bróðurinn. Við það hafi hann fallið, skollið með höf- uðið á gangstéttina og rotast. Bróðirinn hafi misst vínflösku og hún brotnað. Rannsóknarmaður frá tæknideild lögreglunnar sagði hins vegar ljóst að flaskan hefði verið brotin með því að slá henni í einhvern hlut. Að auki var blóð neðan á glerbrotunum þar sem þau lágu á stéttinni. Það hafi ekki getað komið eftir að hún brotnaði. Að sögn bræðranna hræddust þeir að hringja í Neyðarlínuna. Þeir hafi ekki viljað skilja piltinn eftir á göngustígnum, sem væri fáförull. Því hafi þeir ákveðið að varpa honum yfir girðingu leik- skóla þar sem allt hafi „iðað af lífi“. Víst væri að hann myndi finnast fljótt. „Það var algerlega útilokað að finna hann nema vegna þess að það var bent á hann,“ sagði aftur á móti lögregluvarðstjóri, sem fann piltinn eftir leiðsögn frá vitni. Pilt- urinn var fluttur á sjúkrahús með höfuðkúpubrot og lífshættulega blæðingu milli heilahimna. gar@frettabladid.is ELDRI BRÓÐIRINN GENGUR Í DÓMSSAL „Ég fylltist pínulítilli skelfingu,“ sagði yngri bróðirinn um það þegar fórnarlamb þeirra mis- sti meðvitund á göngustíg við Skeljagranda. Eldri bróðirinn sagðist hafa reynt að vekja piltinn með ýmsum hætti, meðal annars með því að hella yfir hann bjór. Segjast saklausir af stórfelldri árás Bræðurnir sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás á Skeljagranda segjast ekki hafa veitt fórn- arlambi sínu áverkann sem leiddi til heilablæðingar. Þeir viðurkenna þó að hafa greitt honum hnefahögg, barið hann með skafti og klippt gat í eyra. Klónun manna: Engin einkaleyfi ALÞINGI Ekki má veita einkaleyfi á aðferðum við að klóna menn eða breyta erfðaeiginleikum kyn- fruma manna, samkvæmt þingsá- lyktunartillögu um breytingar á viðauka við EES-samninginn sem fjallað var um á Alþingi. Einnig er bannað að veita einkaleyfi á notk- un fósturvísa í hagnaðarskyni eða á öðrum uppfinningum sem stríða gegn allsherjarreglu eða siðgæði. Tilskipunin um lögvernd upp- finninga í líftækni samræmir ákvæði um einkaleyfishæfi upp- finninga á þessu sviði. Með ákvæðum tilskipunarinnar er skýrt nánar fyrir hverju er hægt að fá einkarétt á sviði líftækni. ■ ALÞINGI Engin formleg umsókn hefur borist frá sveitarstjórn til menntamálaráðuneytisins þar sem óskað hefur verið eftir leyfi til heimakennslu. Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði menntamálaráðherra um þetta í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagði að samkvæmt grunnskólalögum væri öllum börnum á grunnskólaaldri skylt að sækja skóla. Þó væri ráðuneyt- inu heimilt að veita undanþágu. Tómas Ingi sagði að ráðuneytinu hefðu borist nokkur erindi frá for- eldrum þar sem óskað hefði verið eftir leyfi til heimakennslu. Þeim bæri hins vegar að leita fyrst til viðkomandi sveitarstjórnar. Sveit- arstjórnin gæti síðan borið fram við menntamálaráðuneytið rök- studda beiðni um tímabundna und- anþágu, en slíkt hefði ekki gerst. Hann sagði að strangar reglur giltu um heimakennslu, t.d. þyrftu for- eldrar að hafa kennararéttindi. ■ HÆGT AÐ VEITA UNDANÞÁGU TIL HEIMAKENNSLU Samkvæmt grunnskólalögum er öllum börnum á grunnskólaaldri skylt að sækja skóla. Þó hefur menntamálaráðuneytið heimild til að veita undanþágu. Strangar reglur um heimakennslu á grunnskólastigi: Enginn sótt um heimakennslu ■ „Það var alger- lega útilokað að finna hann nema vegna þess að það var bent á hann.“ OCALAN FLUTTUR TIL TYRKLANDS Tyrkneskir hermenn náðu Ocalan á sitt vald í Kenýa 1999. Hann var dæmdur til dauða en dómnum breytt í ævilangt fangelsi. Dómur Ocalans: Réttarhöldin gölluð BRUSSEL, AP Kúrdíski uppreisnar- foringinn Abdullah Ocalan fékk ekki sanngjarna málsmeðferð þegar tyrkneskur dómstóll dæmdi hann til dauða. Þetta er mat Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn sem dæmdi Ocalan hefði hvorki verið sjálfstæður né hlutlaus í störfum sínum. Tyrknesk stjórnvöld hyggjast áfrýja dómnum til Evrópudóm- stólsins. Ef Evrópudómstóllinn staðfestir niðurstöðuna má búast við miklum þrýstingi á Tyrki að taka mál Ocalans upp á nýjan leik. ■ VEÐRIÐ 10-12 stiga hiti í höfuðborginni um helgina. Helgarveður: Hlýir vindar VEÐUR Spáð er 10-12 stiga hita í Reykjavík og nágrenni um helg- ina. Með hlýindunum fylgja hins vegar nokkuð stífir suðlægir vindar: „Það verður gott í skjóli en hressandi annars staðar,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur. „Ástæða til að benda fólki á að vinna í garðinum því það verður veður til þess. Birkið er meira að segja farið að taka við sér og það áður en margir eru búnir að klippa það,“ segir hann. Veðurfræðingurinn segir helg- arveðrið ákjósanlegt til að hressa landsmenn við fyrir hið raunveru- lega vor, sem er á næsta leiti. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.