Fréttablaðið - 13.03.2003, Page 14

Fréttablaðið - 13.03.2003, Page 14
14 13 mars 2003 FIMMTUDAGURFÓTBOLTI PISTILLINN LESINN Amedeo Carboni, leikmaður Valencia, les Hatem Trabelsi, leikmanni Ajax, pistilinn í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu sem háður var í fyrrakvöld. Trabelsi heimtaði aukaspyrnu en Carboni var ekki á sömu skoðun. Leikurinn endaði með 1:1 jafntefli. FÓTBOLTI Celtic og Liverpool hafa tvisvar áður mæst í Evrópukeppni. Félögin unnu heimaleiki sína í Evr- ópukeppni bikarhafa veturinn 1965-66 en Liverpool hafði betur samanlagt. Árið 1997 gerðu þau jafntefli í Glasgow í sömu keppni og skoraði Michael Owen annað marka Liverpool í frumraun sinni í Evrópukeppni. Leiknum á Anfield lauk með markalausu jafntefli og komst Liverpool því áfram. Liver- pool hefur fimm sinnum leikið gegn skosku félagi í Evrópukeppni og alltaf unnið en Celtic hefur að- eins einu sinni lagt enskt félag að velli í fjórum tilraunum. Í kvöld gefst knattspyrnu- áhugamönnum bæði kostur á að bera saman tvö af fremstu félags- liðum Bretlandseyja og tvo af marksæknustu leikmönnum breskrar knattspyrnu síðustu árin. Michael Owen verður að venju í fremstu víglínu Liverpool og Hen- rik Larsson leikur að nýju með Celtic eftir fimm vikna fjarveru vegna kjálkabrots. Celtic keypti Henrik Larsson frá Feyenoord sumarið 1997 fyrir 650 þúsund pund. Kaupin voru eitt fyrsta verk þjálfarans Wim Jansen en hann var einnig þjálfari Feye- noord árið 1993 þegar Larsson gekk til liðs við hollenska félagið. Larsson hefur skorað 191 mark í 239 leikjum með Celtic og skoraði 24 mörk í 72 landsleikjum á árun- um 1993 til 2002. Larsson hefur þrisvar orðið skoskur meistari, tvisvar hollensk- ur bikarmeistari og lék með sænska liðinu sem varð í 3. sæti í heimsmeistarakeppninni 1994. Hann var markahæstur leikmanna í Evrópu árið 2001 og hefur bæði verið valinn leikmaður ársins í Sví- þjóð og Skotlandi. Michael Owen hefur alla tíð leikið með Liverpool. Hann hefur skorað 132 mörk fyrir Liverpool í 248 leikjum og er orðinn marka- hæstur leikmanna Liverpool í Evr- ópukeppnum. Owen hefur einnig skorað 19 mörk í 45 landsleikjum og varð yngstur enskra landsliðs- manna á 20. öld þegar hann lék gegn Chile árið 1998. Owen hefur m.a. verið í sigur- liði Liverpool í UEFA-bikarnum, ensku bikarkeppninni og deilda- bikarkeppninni. Árið 2001 var hann valinn leikmaður ársins af France Football. ■ AP /M YN D FORMÚLA Ökumenn í Formúlunni þurfa að laga sig að nýjum reglum á þessu keppnistímabili. Stjórnendur Formúlu 1: Funda um nýju reglurnar KAPPAKSTUR Stjórnendur Formúlu 1 kappaksturins ætla að fara yfir þær rótttæku breytingar sem gerðar hafa verið á keppninni á fundi í næsta mánuði. Þá verður rætt hvaða áhrif reglubreytingarnar hafa haft á keppnina, en þremur mótum verð- ur lokið fyrir fundinn. Tækni- stjórar Formúlunnar og fram- kvæmdastjórar liðanna verða á meðal fundaraðila. Nýju reglurnar hafa helst ver- ið gagnrýndar fyrir það að liðin mega ekki bæta bensíni á tankana eftir að tímatökunni lýkur, áður en aðalkeppnin hefst. ■ TEKIST Á SÍÐASTA SUMAR KR-ingar höfðu betur í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn síðasta sumar. Fylk- ismenn unnu bikarinn viku síðar, í annað sinn á tveimur árum. Meistarkeppni KSÍ endurvakin: Íslandsmeist- arar mæta bik- armeisturum FÓTBOLTI Meistarakeppni KSÍ verður haldin í fyrsta sinn í fimm ár á sunnudaginn þegar KR-ingar mæta Fylkismönnum í karla- flokki. Um er að ræða leiki á milli nú- verandi Íslandsmeistara og bik- armeistara. Keppnin var síðast haldin árið 1998 en var síðan aflögð vegna þess að erfitt var að finna hent- uga leikdaga. Stórbætt aðstaða sem felst í nýbyggðum knatt- spyrnuhúsum hefur orðið til þess að ákveðið var að endurvekja keppnina. KR og Breiðablik eig- ast síðan við í kvennaflokki þann 23. mars. ■ OWEN OG LARSSON Michael Owen og Henrik Larsson mætast í leik Celtic og Liverpool á Parkhead í Glasgow í kvöld. Markakóngar mætast Celtic og Liverpool leika í átta liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld. Henrik Larsson er leikfær að nýju og Michael Owen er aftur kominn á skotskóna. KÖRFUBOLTI Úrslitakeppnin í úr- valsdeild karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Svali Björgvinsson, fyrrverandi lands- liðsmaður í körfubolta, spáir í alla leikina í 8 liða úrslitum fyrir Fréttablaðið. „Það verður mjög fróðlegt ein- vígi á milli KR og Njarðvíkur, en Njarðvíkingar hafa haft tak á KR- ingum. Einnig verður fróðlegt að sjá viðureign Hauka og Tindastóls. Haukar hafa komið liða mest á óvart. Þeir eru með besta erlenda leikmanninn og best skipulagða liðið. Það verður hörkuviðureign,“ segir Svali, sem telur að Njarðvík- ingar og Haukar komist áfram í undanúrslit. „Keflavík og Grindavík hafa verið með bestu liðin í deildinni í vetur. Keflavík á að vinna ÍR, sem hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur. Grindvíkingar eiga sömu- leiðis að vinna Hamar.“ Svali er sannfærður um að Keflvíkingar eigi eftir að hampa Íslandsmeist- aratitilinum í ár. „Keflvíkingar eru með breiðasta hópinn og núna fer að reyna á þá í úrslitakeppninni. Það er stór ósigur fyrir þá ef þeir ná ekki að vinna mótið.“ ■ SVALI Svali Björgvinsson á von á hörkuviðureignum í úrslitakeppninni í körfubolta. Úrslitakeppnin í Intersport-deild karla hefst í kvöld: Keflvíkingar lík- legir sigurvegarar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu mun rannsaka ásakanir Newcastle United á hendur Christian Vieri, sóknarmanni Internazionale, um að hann hafi viðhaft ósæmileg ummæli í garð Lomano Lua Lua í leik félaganna í Meistaradeildinni á þriðjudag. At- vikið átti sér stað undir lok leiks- ins og lauk viðskiptum þeirra með því að Lua Lua fékk gult spjald hjá dómaranum en Vieri slapp. Ítalinn hafði hins vegar fengið gult spjald fyrr í leiknum og verður í leik- banni þegar Internazionale leikur gegn Bayer Leverkusen í lokaum- ferð milliriðlanna í næstu viku. Forráðamenn Newcastle kvört- uðu formlega við fulltrúa UEFA strax eftir leikinn. Á heimasíðu UEFA kemur fram að málið verði líklega tekið fyrir 21. mars og verði niðurstöðunni áfrýjað verð- ur það tekið fyrir að nýju í byrjun apríl. Hegðun stuðningsmanna Internazionale var heldur ekki til fyrirmyndar. Þeir hentu logandi blysi að stuðningsmönnum Newcastle og hrópuðu ókvæðisorð að Titus Bramble, varnarmanni gestanna. ■ CHRISTIAN VIERI Er sagður hafa viðhaft ósæmileg ummæli í garð Lomano Lua Lua í leik Internazionale og Newcastle. Meistaradeild Evrópu Vieri sakaður um kynþáttafordóma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.