Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.52 -0,73% Sterlingspund 121.26 -0,04% Dönsk króna 11.26 -0,35% Evra 83.67 -0,31% Gengisvístala krónu 120,83 -0,18% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 328 Velta 6.721 milljónir ICEX-15 1.420 -0,07% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 112.420.840 Ker hf. 111.536.339 Baugur Group hf. 53.226.511 Mesta hækkun SÍF hf. 2,33% Hampiðjan hf. 2,22% Nýherji hf. 1,30% Mesta lækkun Fiskmarkaður Íslands hf. -7,89% Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. -4,00% Landssími Íslands hf. -3,54% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8181,6 -0,2% Nasdaq*: 1358,6,0 0,1% FTSE: 3803,3,4 -1,5% DAX: 2709,3 -0,9% NIKKEI: 7980,1 1,0% S&P*: 866,8 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Hver býður bestu skattalækkunina? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú í ferðalag um páskana? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 41,9% 29,8% Sjálfstæðisfl. 5,5%Vinstri grænir Samfylkingin 6,8%Frjálslyndi flokkurinn 16%Framsóknarflokkurinn Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Veður Umhverfisráðuneytið endurskoðar lög um verndun arnarstofnins: Hæstiréttur breytir engu UMHVERFISVERND Umhverfisráðu- neytið telur að nýgenginn sýknu- dómur Hæstaréttar um meinta hindrun arnarvarps breyti engu um að íslenski haförninn sé alfriðaður samkvæmt villidýralögum. Í dómnum var ekki talið ljóst hvort sá staður sem örn kynni að verpa á gæti fallið undir „lífsvæði dýra“. Ekki væri nægilega skýrt kveðið á um það í lögum. Með hliðsjón af þessu telur um- hverfisráðuneytið að mæla þurfi fyrir um það afdráttarlaust í lögum að óheimilt sé að hindra arnarvarp. Til þess að styrkja verndun arnar- stofnsins og tryggja friðun við varpstaði arna hefur ráðuneytið ákveðið að hefja þegar í stað endur- skoðun og styrkingu ákvæða laga um arnarstofninn. Eftirlit með varpi, undirbúningi þess og varpstöðum verður aukið verulega til að koma í veg fyrir truflun við varpstaði nú í vor og tryggja sem bestan varpárangur. Umhverfisráðherra hefur farið þess á leit við Bændasamtök Ís- lands að þau beiti áhrifum sínum til þess að tryggja vernd arnarstofns- ins. Munu samtökin óska eftir því við umbjóðendur sína sem átt geta hlut að máli, einkum æðarræktend- ur, að þeir virði lög um friðun arnar- ins og að umræddur dómur breyti í engu umgengni við haförninn. ■ Vöxtur í ám er mikill í þessari rigningatíð: Magnið margfalt á við venjulega VATNAVÖXTUR „Vatnavöxtur um allt land er miklu meiri en gerist í venjulegu ári,“ segir Kristinn Ein- arsson, vatnafræðingur hjá Orku- stofnun, um stöðu vatnsmagns í ám. Kristinn segir vöxtinn vera mestan í jökulánum frá Vatnajökli. Til dæmis eru Jökulsá í Fljótsdal og Skaftá tíu sinnum vatnsmeiri en venjulegt er á þessum árstíma. Skjálfandafljót er sexfalt vatns- meira en það er yfirleitt. „Vatns- magnið í Elliðaánum er fjórfalt á við venjulegan aprílmánuð og svona mikið magn á við margar ár hér á Suðvesturlandi,“ segir Kristinn. „Minni vöxtur er í ám á Norður- og Vesturlandi. Þó er vöxtur tölu- verður í Norðurá í Borgarfirði, þar sem hann er þrefaldur. Hins vegar er vatnsmagn Blöndu tvöfalt og ár í Húnavatnssýslu eru ekki mikið yfir meðallagi,“ segir Kristinn. Kristinn segir ástæður fyrir þessum mikla vexti vera bæði rign- ingu og hlýindi sem bræða snjó og ís. Hann segir þessa aukningu hafa verið mesta síðustu daga eða frá sjötta apríl. Hann telur ekki ástæð- ur til að gera neinar varúðarráðstaf- anir vegna þessa þar sem vöxturinn er hægur og rólegur og engir stórir flóðtappar. ■ Tíu milljónir til Hrafns í bætur Hrafn Gunnlaugsson fær tíu milljónir króna fyrir að hætta við vinnu- skála á lóð sinni. Gefið verður út leyfi fyrir öllum óleyfisframkvæmdum hans á lóðinni. Almenningsstígur verður lagður í fjöruborðinu. STJÓRNSÝSLA Hrafn Gunnlaugsson má halda öllum óleyfisfram- kvæmdum á lóð sinni. Hrafn fær tíu milljónir króna fyrir að falla frá kröfu um bygg- ingu vinnuskála. „Ég er að gefa eft- ir réttindi á byggingarreit á besta stað í borginni,“ segir hann. Reykjavíkurborg ætlar að veita Hrafni undanþágu fyrir marghátt- uðum óleyfisframkvæmdum hans ef byggingaryfirvöld samþykkja þær ekki fyrir sitt leyti. Þær fram- kvæmdir sem standa beinlínis út fyrir byggingarreitinn á lóðinni fá að standa að minnsta kosti svo lengi sem Hrafn á húsið á Laugar- nestanga 65. Borgin áskilur sér rétt til að fjar- lægja „jarð- vegsskúlptúra“ sem Hrafn hefur látið gera ofan og utan lóðar sinnar. Ef borgin nýtir sér þann rétt verður Hrafn ekki krafinn greiðslu kostnaðar við það. Lóð Hrafns nær fram að fjörunni á Laugarnesi. Borgin hyggst nú leggja göngustíg á lóðar- mörkunum eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir: „Ég er mjög feginn að fá stíginn. Fólk hefur aldrei farið í taugarnar á mér. Hér hafa komið í skoðunar- ferðir starfsmannahópar, útivistar- hópar og félag eldri borgara. Það eru allir velkomnir,“ segir Hrafn. Deilt hafði verið um hvort borg- in hafi veitt Hrafni formlegt leyfi fyrir vinnuskálanum. Í nýjasta deiliskipulagi Laugarness var ekki gert ráð fyrir skálanum. Úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingar- mála úrskurðaði þá að skipulagið skyldi fellt úr gildi varðandi lóð Hrafns. Hann hafi haft fyrirheit um að mega byggja skálann. „Meginatriði samningsins er að njóli og hvönn fái að vaxa hér í friði,“ segir Hrafn, sem er sáttur við niðurstöðuna. Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að innan borg- arstjórnar hafi verið samstaða um þessa lausn málsins. „Báðir aðilar eru sáttir við þessa niðurstöðu. Það er ekkert meira um það að segja,“ segir Alfreð. „Við viljum ekki að meira verði byggt í Laugarnesi en orðið er. Við erum að kaupa okkur frá því,“ segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Hrafn fær 1,5 milljónir króna frá borginni til að greiða lög- mannskostnað sinn vegna máls- ins. gar@frettabladid.is Veðurstofa Íslands: Milt og vætusamt VEÐUR „Næstu daga verða áfram- haldandi hlýindi og úrkoma með köflum eins og verið hefur,“ segir Haraldur Eiríksson, veður- fræðingur á Veð- urstofu Íslands. Þessa dagana er einna hlýjast á Norðausturlandi þar sem hiti get- ur farið yfir tíu stig. Annar staðar á landinu er hiti á bilinu fimm til tíu stig. Verðrið hef- ur verið milt og vætusamt og kem- ur til með að breytast lítið fram í næstu viku. „Of snemmt er að segja hvort apríl skeri sig úr veðurfars- lega en ekki er hægt að neita því að hann hefur verið nokkuð blautur,“ segir Haraldur. ■ HRYÐJUVERKAMAÐUR FRAM- SELDUR Þýsk stjórnvöld hafa framselt meðlim í Írska lýðveld- ishernum til Bretlands. Hann er grunaður um að hafa tekið þátt í sprengjuárás á breska herstöð árið 1996. Hann var handtekinn í Prag í Tékklandi í desember á síðasta ári. ELDSVOÐI Á HEIMAVIST 28 börn létust og 17 slösuðust alvarlega þegar eldur braust út á heimavist skóla fyrir heyrnarlaus börn í suðurhluta Rússlands. Eldurinn braust út meðan börnin sváfu. Slökkviliðsmenn björguðu 138 manns úr brennandi bygging- unni. Eldri börn hjálpuðu yngri börnum út. ÓK Á BJARG Bifreið var seint í fyrrinótt ekið á bjarg sem fallið hafði niður á veginn um Sjötúna- hlíð í austanverðum Álftafirði, gegnt Súðavík. Tilkynning barst um óhappið gegnum neyðarlínu um klukkan fimm og var fyrst talið að ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, væri slasaður. Svo reyndist ekki vera en hann kenndi eymsla undan öryggisbelti. Bíllinn var hins vegar stórskemmdur. Vegagerðin kom með öflugt tæki til að fjar- lægja bjargið af veginum. FÉKK HURÐARHÚN Í HANDLEGG Níu ára drengur varð fyrir því óhappi að hurðarhúnn stakkst djúpt í framhandlegg hans þegar hann hljóp í gegnum opnar dyr í fyrradag. Saga þurfti húninn af hurðinni og flytja drenginn með húninn í handleggnum á slysadeild. Ekki er talið að handleggurinn hafi skaddast verulega. HANDTEKIN MEÐ FÍKNIEFNI Þrjú ungmenni voru handtekin í fyrra- kvöld eftir að pakki sem innihélt ætluð fíkniefni fannst í bíl. Lög- reglan í Búðardal stöðvaði þau eft- ir að ábending barst frá lögregl- unni á Patreksfirði. Fólkinu var sleppt eftir skýrslutöku. Bókasafnsfræðingar: Vara við njósnum BANDARÍKIN Sífellt algengara verður að notendur tölva í bókasöfnum í Bandaríkjunum rekist á miða þar sem greint er frá því að yfirvöld kunni að vera að fylgjast með lestri þeirra, að því er fram kemur í Washington Post. Merkingarnar eru hluti af baráttu nokkurra tuga sam- taka bókasafnsfræðinga gegn lög- um sem gera stjórnvöldum kleift að fylgjast með því hvaða bækur fólk er að lesa og hvaða efni það nálgast á Netinu. Löggæslumenn þurfa heimild dómara til að nálgast upp- lýsingarnar. Þeir sem verið er að rannsaka fá hins vegar ekki að vita að þeir séu til rannsóknar. ■ ■ Evrópa ■ Lögreglufréttir SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra hefur farið þess á leit við Bændasamtök Íslands að þau beiti áhrifum sínum til þess að tryggja vernd arnarstofnsins. VATNAVÖXTUR MIKILL UM LANDIÐ Elliðaárnar eru fjórum sinnum vatnsmeiri en gengur og gerist á þessum árstíma. RIGNING Gert er ráð fyrir að úrkoma verði áfram næstu daga. Dollý orðin safngripur: Framhaldslíf á safni LONDON, AP Klónaða kindin Dollý er orðin safngripur á Konung- lega safninu í Edinborg. Dollý, sem fæddist árið 1996, öðlaðist heimsfrægð sem fyrsta spen- dýrið sem var klónað úr full- orðnum einstaklingi. Dollý var svæfð 14. febrúar síðastliðinn eftir að hún greind- ist með banvænan lungnasjúk- dóm. Skömmu síðar voru jarð- neskar leifar kindarinnar gefn- ar Þjóðminjasafni Skotlands sem lét meðhöndla húðina og strekkja hana yfir trefjaglers- afsteypu af líkama hennar. ■ VINNUSKÁLINN SEM ALDREI VERÐUR Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri átti tilbúna þessa teikningu af fyrirhugðum vinnuskála á lóð sinni. Skálinn verður ekki byggður. Hrafn fær tíu milljónir fyrir vikið. Einnig hefur borgarráð einróma samþykkt að lofa Hrafni því að allar ósamþykktar fram- kvæmdir Hrafns á lóðinni í Laugarnesi verði heimilaðar – sama hvað byggingaryfirvöld borgarinnar segi. HRAFN GUNN- LAUGSSON Leggja á almenn- ingsstíg neðan við hús kvik- myndaleikstjórans í Laugarnesi .“Ég er mjög feginn að fá stíginn. Það eru allir velkomn- ir,“ segir Hrafn Gunnlaugsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.