Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 22
FUNDIR 12.00 Dagný Kristjánsdóttir pró- fessor flytur fyrirlestur um íslenska les- bíudrauminn í auglýsingum og bók- menntum. Fyrirlesturinn er sá síðasti í röð hádegisfyrirlestra á vegum Samtak- anna ‘78. Hann er haldinn í stofu 101 í Odda. 12.15 Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sópran, þverflautuleikararnir Emilía Rós Sigfúsdóttir og Pamela Di Sensi og Steingrímur Þórhallsson organisti flytja verk eftir G.F. Händel og Atla Heimi Sveinsson á friðarstund í Neskirkju. 13.00 Málþing um campylobact- er verður haldið að Hótel Loftleiðum, sal 5, í tilefni þess að nú er að koma út lokaskýrsla stýrihóps um rannsóknar- verkefni á faraldsfræði og íhlutandi að- gerðum campylobactersýkinga. Rann- sóknarverkefni þetta fór af stað árið 1999 þegar campylobactersýkingar voru í hámarki. 16.00 Hljómsveitarstjórinn og fræðimaðurinn Joshua Rifkin heldur fyrirlestur í flyglasal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Perform- ing Bach Today. 20.30 Friðarsamvera verður í Frí- kirkjunni í Reykjavík með þátttöku tón- listarmannanna Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar, Jónas- ar Þóris og Matthíasar Nardeau. Einnig flytja Njörður P. Njarðvík prófessor, Vil- borg Dagbjartsdóttir rithöfundur, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur ávörp og erindi. ASÍ og BSRB standa að friðar- samverunni ásamt Fríkirkjunni í Reykja- vík. TÓNLIST 20.00 Karlakórinn Stefnir frá Mos- fellsbæ, ásamt gestum sínum Borgar- kvartettinum, heldur þriðju vortónleika sína í Hlégarði í Mosfellsbæ. Stjórnandi Stefnis er Atli Guðlaugsson og píanóleik- ari er Sigurður Marteinsson. 20.00 Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og Guðmundur Sig- urðsson orgelleikari flytja í Laugarnes- kirkju passíusálma og aðra sálma við þjóðlög í útsetningum Smára Ólasonar. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af út- komu geisladisksins Allt svo verði til dýrðar þér. 20.30 Karlakór Keflavíkur verður með tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Stjórnandi er Vilberg Viggósson. Ein- söngvarar Steinn Erlingsson bariton og Haukur Ingimarsson tenór. KVIKMYNDIR 17.00 Bíó Reykjavík efnir til hroll- vekjuhátíðar í dag og á morgun í húsa- kynnum MÍR að Vatnsstíg 10a. Í dag verður meðal annars sýnt meistaraverk- ið Nosferatu eftir F. W. Murnau frá 1922. LEIKLIST 17.00 Lab Loki frumsýnir barna- leiksýninguna Baulaðu nú... Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls í Nýlend- unni, sem er nýtt leiklistargallerí Lab Loka að Nýlendugötu 15a. 20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. 20.00 Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Hugleikur sýnir um þessar mundir leikritið Undir Hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Tjarnarbíói. Nú eru ein- ungis þrjár sýningar eftir. SKEMMTANIR 20.00 Stuð- og bullsveitin Buff sér gestum fyrir góðri skemmtun á Vídalín. 23.00 Orgeltríóið B3 spilar í Caffé Kúlture fram eftir nóttu. Diana Lind Monzon syngur við pí- anóleik Hákons Sveinssonar á Café Romance. Rally-Cross á miðhæðinni á Lauga- vegi 22. Telma Ágústsdóttir spilar ásamt hljómsveit fram eftir nóttu á Gauk á Stöng. Rúnar Júlíusson og hljómsveit leika öll sín bestu lög fyrir dansgesti Kringlu- krárinnar. Tommy Gun Preacher skemmtir á Grand Rokk. Kanadamaðurinn George Grosman verður með djasstónleika á Kránni, Laugavegi 73. Hljómsveitin BSG spilar á Champ- ions café. Hljómsveitina skipa Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson. Dúettinn Acoustic skemmtir á Ara í Ögri. 24 11. apríl 2003 FÖSTUDAGURhvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 APRÍL Föstudagur SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Ja, ég skal segja þér það,“ segirSnæbjörn Arngrímsson bókaúgefandi og þarf að hugsa sig nokkuð um áður en hann man hvar hann fékk þetta líka dúndur- góða kaffi um daginn. „Ætli það sé ekki bara á Kaffibrennslunni. En víða í bænum er kaffið mjög gott.“ Besta kaffiðí bænum SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Það er svo óskaplega margt gottí boði að það er erfitt að velja,“ segir Sigurður A. Magnús- son rithöfundur. „Af þeim sýning- um sem ég á óséðar þá myndi ég vilja sjá veggspjaldasýninguna sovésku og sýningu Georgs Guðna og Ásgrím í Listasafni Ís- lands. Ég á tvær kvikmyndir óséðar af þeim sem mig langar til að sjá. Ég er búinn að sjá sex. Mig langar mikið að sjá Nóa albínóa og Gangs of New York. Ég hef verið óvenju duglegur að fara í bíó, enda óvenju mikið af góðum myndum í bíó. Ég myndi líka vilja fara á fyrirlestur í Þjóðarbók- hlöðunni þar sem Ruth Christie segir frá samskiptum fjölskyldu sinnar við íslenska innflytjendur í Nýja Íslandi. Ég hef mikinn áhuga á þessu efni. Í leikhúsinu vildi ég gjarnan sjá Veisluna og Rauða spjaldið eftir Kjartan og Sigríði.“ Val Sigurðar A. Þetta lístmér á! Tónleikar í grænu röðinni í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: David Gimenez Einsöngvari: Liping Zhang Mozart: Figaro, forleikur Mozart: Figaro, Dove sono, aría Rossini: Rakarinn í Sevilla, Una voce poco fa, aría Rossini: Rakarinn í Sevilla, forleikur Bellini: I Puritani, Son vergin vezzosa, aría Bellini: Norma, Casta Diva, aría Mascagni: L´amico, Fritz, Intermezzo Falla: La Vida Breve, Interludio y Danza Bizet: Carmen, aría Michaelu Khatsjatúrjan: Spartacus, Adagio Puccini: La Rondine, l bel sogno di Doretta, aría Puccini: Manon Lescaut, Intermezzo Puccini: La Bohème, Musetta's valse (quando me´n vo), aría Puccini: Madama Butterfly, Un bel di vedremo, aría Dáðustu óperurnar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ✓ Í galleríinu Skuggavið Hverfisgötu sýna þessa dagana tvær konur verk sín. Á jarðhæð- inni sýnir Kristín Pálmadóttir ljósmynda- ætingar og innsetningu. Í kjallaran- um sýnir Ragna Her- mannsdótt- ir vatns- litamyndir og tölvuunn- ar myndir. Þær Kristín og Ragna eiga það sam- eigin- legt að hafa byrjað í myndlistarnámi frekar seint á lífsleiðinni. Sýning- arnar tvær eru þó að mörgu leyti ólíkar. Grafíkmyndir Kristínar á jarðhæðinni eru dökkar yfirlitum og frekar drungalegar, en mikil litagleði einkennir myndir Rögnu í kjallaranum. „Ég byrjaði að vísu seint í myndlist,“ segir Ragna. „Ég stundaði ljósmyndum fyrst til að byrja með en var svo komin á sex- tugsaldurinn þegar ég fór að læra myndlist.“ Fyrir þremur til fjórum árum byrjaði Ragna að prófa sig áfram með að vinna myndir í tölvu. „Fyrst notaði ég teikniforrit, en nú teikna ég myndirnar fyrst á blað, skanna þær svo inn og vinn þær í Photoshop-forritinu. Vatns- litamyndirnar á sýningunni eru eldri en tölvumyndirnar, en ég gríp samt í vatnslitina ennþá inn á milli.“ Myndir Kristínar eru hins veg- ar upphaflega ljósmyndir, sem unnar eru áfram með grafík- tækni. „Ég geri plötur ljósnæmar, lýsi svo myndirnar á þær og æti það síðan með sterkri sýru.“ Sýningu sína kallar Kristín Klæði, og vísar þar bæði til klæðnaðar mannfólksins og klæða náttúrunnar. Hún segist hafa fundið þarna ákveðna leið til þess að nota list sína til að koma á framfæri skoðunum sínum á nátt- úruvernd og virkjanafram- kvæmdum. „Við höfum frelsi til þess að fara með klæðnað okkar nánast eins og okkur sýnist, en það eru viss takmörk fyrir því sem við getum leyft okkur með sameigin- leg náttúruauðæfi. Það eru tak- mörk fyrir því hvað við getum fórnað miklu af þeim.“ Kristín sýnir einnig litla inn- setningu, þar sem eru tvær ljós- myndir af rafmagnsmöstrum og fyrir framan þær eru strengdar sokkabuxur kvenna, sem allar eiga það sameiginlegt að vera mjög á móti virkjanaáformum á hálendinu. „Margar þeirra eru ungar konur sem eiga börn og eru að hugsa um framtíðina.“ gudsteinn@frettabladid.is KRISTÍN PÁLMADÓTTIR Hún er önnur tveggja kvenna sem nú sýna verk sín í galleríinu Skugga við Hverfis- götu. ■ MYNDLIST Sokkabuxur og sýra Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir „Forsetinn kemur í heimsókn“ gamanleik með söngvum í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudaga og föstudaga kl. 14.00 og sunnudaga kl. 15.00. Miðapantanir á skrifstofu s. 588 2111, einnig eru miðar seldir við innganginn. ALLRA SÍÐAST A SÝNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.