Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 11. apríl 2003 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Bíó 28 Íþróttir 16 Sjónvarp 30 KVÖLDIÐ Í KVÖLD BÆKUR Aðdráttarafl ódauðleikans AUGLÝSINGAR Hollywood hringir ekki FÖSTUDAGUR 86. tölublað – 3. árgangur bls. 38 MYNDLIST Sýra og sokkabuxur bls. 26 FYRIRLESTUR Kanadíski sagnaþulur- inn Ruth Christie heldur fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni klukkan 16.30, þar sem hún segir frá fjölskyldu sinni og samskiptum hennar við ís- lensku innflytjendurna sem settust að á „Nýja Íslandi“ árið 1875. Langalangafi hennar var frumbygg- inn John Ramsey sem reyndist ís- lenskum innflytjendum mjög vel. Íslenskir innflytjendur FUNDUR Utanríkisráðuneytið heldur ráðstefnu um hagsmunagæslu inn- an Evrópska efnahagssvæðisins klukkan 13.00. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra setur ráðstefn- una. Valinkunnir innlendir og er- lendir fyrirlesarar munu fjalla um það hvernig gæta eigi hagsmuna sveitarfélaga og fyrirtækja innan EES. Meðal þess sem fjallað er um er hvaða leiðir séu færar til þess að hafa áhrif á stefnumörkun Evrópu- sambandsins. Fundurinn fer fram á ensku. Hagsmunagæsla innan EES bls. 24 BAGDAD Sannkölluð óöld ríkti í Bagdad í gær. Tugþúsundir Íraka streymdu út á götur borg- arinnar, réðust til inngöngu í fjölda bygginga og létu þar greipar sópa. Kveikt var í fjöl- mörgum húsum og lagði þéttan reyk yfir borgina. Bandarískar hersveitir reyndu af veikum mætti að hafa hemil á æstum mannfjöldanum en áttu í fullu fangi með að berja á bak aftur mótspyrnu stuðningsmanna ír- askra stjórnvalda. Að sögn Alþjóða Rauða kross- ins réðst hópur vopnaðra Íraka til inngöngu á sjúkrahús borgar- innar og stal þar öllu steini létt- ara. Mennirnir höfðu á brott með sér rúm, ýmis konar tækja- búnað og sjúkragögn. Loka þurfti nokkrum sjúkrahúsum vegna óláta og þjófnaðar. Á meðan óbreyttir borgarar fóru rænandi og ruplandi um Bagdad héldu bandarískar her- sveitir áfram að berjast við vopnaða Íraka víðs vegar um borgina. Borgaralega klæddir Írakar létu skothríð dynja á forseta- höllinni á bökkum árinnar Tígris og svöruðu bandarískar her- sveitir sem hafast þar við með því að skjóta úr fallbyssum á árásarmennina. Að minnsta kosti einn banda- rískur landgönguliði lét lífið og fjórir særðust í sjálfmorðsárás á eftirlitsstöð innrásarhersins í fátækrahverfi í miðri Bagdad. Fregnir herma að íraskur karl- maður hafi gengið að varðstöð- inni með sprengiefni vafin um sig miðjan og sprengt sig þar í loft upp. ■ Stjórnleysi í Bagdad Á meðan Bandaríkjaher reyndi að brjóta á bak aftur mótspyrnu vopnaðra Íraka í Bagdad fór almenningur ruplandi um borgina. UMFERÐARSLYS Sjúkrabíll með sjúkling innanborðs skall á fólksbíl á Bústaðabrúnni um fjögurleytið í gær. Sjúkrabíllinn var á leið með sjúklinginn á Landspítala – Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Að sögn lögreglu er talið að sjúkrabíllinn hafi verið í for- gangsakstri þegar fólksbíllinn ók í veg fyrir hann. Sjúkrabíllinn kastaðist af bílnum og skall á umferðarvita. Fólksbíllinn gjöreyðilagðist og beita þurfti klippum til að ná ökumanni og farþega úr fólks- bifreiðinni. Sjúkrabíllinn var dreginn burt mikið skemmdur. Ökumenn sjúkrabílsins og fólksbílsins voru fluttir á slysa- deild. Sjúkraflutningamaður sem var farþegi í sjúkrabílnum og farþegi fólksbifreiðarinnar sluppu ómeiddir. Annar sjúkra- bíll kom á vettvang og flutti sjúklinginn í sjúkrabílnum á áfangastað. ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 26% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 68% 77% REYKJAVÍK Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og slydda eða rigning. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 3 Akureyri 3-8 Slydda 3 Egilsstaðir 3-8 Slydda 3 Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 3 ➜ ➜ ➜ ➜ Árekstur á Bústaðavegi: Sjúkrabíll og fólksbíll skullu saman FRÁ SLYSSTAÐ Beita þurfti klippum til að ná ökumanni og farþega úr fólksbíl sem lenti í árekstri við sjúkraflutningabíl á Bústaðabrúnni í gær.       ! " #$%&'( )"((**+ ) , -*(.* / 0-$%&'1  (-* ( ! ) Fundað um viðhald Alþingishússins: Fyrsta við- gerð í 122 ár VIÐHALD „Þetta er feikilega góð ending,“ segir Jón Gestsson hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, sem hefur yfirumsjón með væntan- legri viðgerð á Alþingishúsinu, þeirri fyrstu í 122 ár. „Engin við- gerð hefur farið fram á húsinu frá því það var byggt 1881,“ segir hann. „Það þarf að endurnýja fúgur á milli steina og skipta nokkrum þeirra út en þeir eru ekki margir,“ segir Hjalti Sigurðsson hjá Línu- hönnun, sem sér um verkið. „Þetta hús er í mjög góðu standi miðað við aldur.“ Þar sem Alþingishúsið er frið- að ber að kynna fyrirhugaðar við- gerðir og hugsanlegar breytingar fyrir Húsafriðunarnefnd og verð- ur það gert á fundi í dag. Að sögn Jóns Gestssonar má búast við að almenningur verði var við við- gerðir á Alþingishúsinu því ekki verði komist hjá því að reisa vinnupalla við húsið á meðan á framkvæmdum stendur. Alþingis- húsið er hlaðið úr íslensku grá- grýti og dæmafá ending vekur upp spurningar hvort ekki væri ráð að byggja fleiri hús með þessu lagi. Svar sérfræðinga er á einn veg: „Það er of dýrt.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNLAUS FRIÐUR Íraskur karlmaður gengur við hlið skriðdreka bandaríska innrásarliðsins í Bagdad og veifar hvítum fána. Enn ríkir ófriður í borginni en Bandaríkjamenn halda áfram að reyna að brjóta á bak aftur andstöðu stuðningsmanna íraskra stjórnvalda. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.