Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 23
SÝNINGAR  15.00 Í Listasafni Íslands stend- ur yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jóns- sonar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulka.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  Á Kjarvalsstöðum er Ilmur Stefáns- dóttir með sýningu er hún nefnir Mobiler. Þar sýnir hún umbreytt farar- tæki, vídeómyndir og örsögur.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Jónas Ingólfur heldur málverkasýn- ingu í K-byggingu Landspítala – Há- skólasjúkrahúss, sem lýkur í dag. Jónas Ingólfur er tvítugur að aldri og hefur ver- ið í endurhæfingu fyrir krabbameins- sjúka á göngudeild LSH í Kópavogi.  Himinn og jörð nefnist sýning Þor- gerðar Sigurðardóttur í Listasafni ASÍ, sem er til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þorgerður hefur undanfarin ár aðallega sótt myndefni sitt til kirkju- listasögu og táknmáls trúarbragðanna. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 ✓ 24 Ég get mæltmeð sýningu vinkonu minnar Þorgerðar Sig- urðardóttur í Ás- mundarsal,“ seg- ir Anna S. Björnsdóttir um sýninguna Himin og jörð þar sem Þorgerður sækir myndefni sitt aðallega til kirkju- listasögu og táknmáls trúarbragð- anna. „Þetta er fáguð og falleg sýning. Ég hef heyrt einhverja tala um að hún sé dapurleg en ég get nú ekki séð það. Hún er fyrst og fremst afskaplega falleg.“ Mittmat Þrír ungir tónlistarkennararstofnuðu fyrir rúmlega ári orgeltríó sem þeir nefndu B3. Í kvöld gefst færi á að heyra í þeim í Caffé Kúlture við Hverfisgötu. Fljótlega eftir páska kemur svo út fyrsta platan þeirra. „Það var sameiginlegur áhugi á orgeltónlist, svona djassfönki, sem varð til þess að við stofnuð- um bandið. Annars spilum við mjög fjölbreytta tónlist og höfum verið að spila víða undanfarið,“ segir Ásgeir Ásgeirsson gítarleik- ari. Með honum spila þeir Agnar Már Magnússon orgelleikari og Erik Qvick trommuleikari. „Við erum allir að kenna í FÍH og erum allir frekar nýkomnir úr námi. Við Agnar lærðum báðir í Amsterdam.“ Agnar lærði þar hjá orgelleik- aranum Larry Goldings og Ásgeir hjá gítarleikaranum Peter Bern- stein. Þeir Goldings og Bernstein eru ásamt trommuleikaranum Bill Stewart með tríó, sem hefur sömu hljóðfæraskipan og B3 og spilar svipaða tónlist. „Við höfum einmitt haft þá að fyrirmynd og spilað eitthvað af tónlistinni þeirra. Það eru mjög fáir sem spila svona djass. Þetta er aðeins öðruvísi orgeldjass en þessi hefðbundni.“ Síðasta haust kom B3 fram á djasshátíð Reykjavíkur. Næsta haust er svo stefnan tekin á Sví- þjóð. „Erik er sænskur en hann hef- ur búið hér í þrjú ár. En hann var hér skiptinemi árið 1996 og þá kynntist ég honum.“ Platan var tekin upp á einum degi síðastliðið sumar. Tónlistin á henni er öll eftir þá Agnar og Ásgeir. „Við lágum aðeins á upptökun- um en ákváðum svo eftir áramót- in að kýla á það og gefa þetta bara út sjálfir.“ ■ ORGELTRÍÓIÐ B3 Spilar skemmtilega djassfönktónlist í Caffé Kúlture frá klukkan 11 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Sjóðheitur orgeldjass ■ TÓNLIST 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 XLISTINN VIKA 15. 2003 System of a Down I-E-A-I-A-I-O Limp Bizkit DROP DEAD Beastie Boys IN A WORLD GONE MAD Guano Apes YOU CAN’T STOP ME Oasis SONGBIRD Hell Is for Heroes I CAN CLIMB MOUNTAINS Botnleðja EUROVISA Marilyn Manson MOBSCENE Ozzy Osbourne MAMA I’M COMING HOME Queens of the Stone Age GO WITH THE FLOW Johnny Cash HURT Transplants DJ DJ Placebo THE BITTER END Zack de la Rocha MARCH OF DEATH Blur OUT OF TIME The White Stripes SEVEN NATION ARMY Linkin Park SOMEWHERE I BELONG The Datsuns HARMONIC GENERATOR Foo Fighters TIMES LIKE THESE Ensími TITO Vinsælustulögin á Xinu SYSTEM OF A DOWN Íslenskir rokkunnendur kunna greinilega að meta hrátt, ferskt og hápólitískt rokk. Fös. 11/4 kl. 21 Nokkur sæti Fim. 17/4 kl. 21 SJALLINN AKUREYRI Lau. 19/4 kl. 21 SJALLINN AKUREYRI Forsala á miðum í Sjallanum fer fram í Pennanum/Eymundssyni Glerártorgi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.