Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 36
Bloggarar landsins láta ekkikosningarnar framhjá sér fara. Einn sem skrifar undir heit- inu Snillingur-Jón veltir fyrir sér stöðu Framsóknar- flokksins. Hann segir meðal annars: „‘Kappræður’ Stöðvar 2 voru snöggtum skárri. Samt gerðist aldrei neitt. Utan að Hall- dór Ásgrímsson sagðist vilja í föt forsætisráð- herra að kosningum loknum. Þá hló snillingurinn dátt, enda neitar Dóri gúrka að trúa því að fylgi flokksins er orðið svipað því sem hæst gerðist hjá. Flokki Húman- ista hér um árið. Það var nálægt mínus... Og ekki gerði Metúsalem greyið sér nokkrar vonir um að verða forsætisráðherra með svo- leiðis fylgi.“ Hrósið 38 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Þó Íslendingar og Argentínu-menn virðist í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt þá erum við ekki svo ólíkar þjóðir,“ segir Enrique del Acebo, prófessor í fé- lagsfræði við del Salvador-há- skólann í Buenos Aires. Hann heimsótti Ísland í annað sinn í vikunni, flutti fyrirlestur um þjóðfélagsástandið í Argentínu frá félagssálfræðilegu sjónar- horni í Háskóla Íslands og notaði tækifærið til þess að undirrita samstarfssamning milli skólanna tveggja. „Ég bind miklar vonir við að þetta samstarf verði til þess að dýpka skilning okkar með aukum áherslum á sameiginlega þekkingu.“ „Ég er búinn að fara víða en ég held mig að mestu frá dæmigerð- um ferðamannastöðum enda finnst mér miklu skemmtilegra að vera innan um Íslendinga á kafi í sínu daglega lífi.“ Enrique kann vel við Íslendinga og segist hafa eignast ágætis vini í þessum heimsóknum sínum og nefnir sér- staklega til sögunnar Helga Gunnlaugsson prófessor, sem hefur verið tengiliður hans við HÍ og Ragga í Botnleðju. „Ég hef mikinn áhuga á rokki og fór í bæinn að leita mér að ís- lenskri rokktónlist. Í einni búð- inni afgreiddi ungur maður mig og ég bað hann um að mæla með einhverju. Hann rétti mér disk með hljómsveit sem ég man ekki lengur hvað heitir. Tónlistin virk- aði ekki á mig og ég bað um meira. Þá rétti hann mér þrjá diska til viðbótar og einn þeirra hreif mig sérstaklega og ég sagði honum að þetta væri málið. Þá sagðist hann vera bassaleikarinn í hljómsveitinni, sem var Botn- leðja. Mér fannst þetta alveg frá- bært og varð mjög hissa á að hann skyldi ekki byrja á að reyna að koma sinni sveit að strax.“ ■ Persónan ■ Enrique del Acebo, prófessor í félags- fræði við del Salvador-háskólann, var staddur á Íslandi í vikunni. Hann hlustar mikið á rokktónlist, er heillaður af Botn- leðju og segist skynja íslenskt landslag í tónlist hennar. ...fær Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, fyrir að færa okkur loksins stjórnar- skrána eftir 129 ára bið. Skynjar landslagið í tónlist Botnleðju ENRIQUE DEL ACEBO Enrique kann afskaplega vel við sig á Ís- landi. „Þegar ég kom hingað fyrst fékk ég frábært veður og gat notið landslagsins í botn en það hefur verið þveröfugt núna. Mér finnst Reykjavík vera afskaplega vel hönnuð borg. Það er eitthvert skemmtilegt skipulag á óreiðunni.“ ■ Leiðrétting Vegna sölu á skýjaborg Hrafns Gunnlaugsson- ar á Laugarnestanga skal tekið fram að aldrei fyrr hefur fengist svo hátt verð fyrir fasteign sem ekki er til. SJÓNVARPSAUGLÝSING „Þegar ákveð- ið var að nota starfsfólk Olís í þessar auglýsingar vorum við 40- 50 sem byrjuðum. Nú er ég svo gott sem einn eftir,“ segir Oliver Þórisson, starfsmaður Olís á bens- ínstöðinni á Gullinbrú í Grafar- vogi, sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsauglýsingum fyrirtæk- isins. Nú síðast þegar hann boðar vorkomu með lóu og gasgrillum sem send eru heim til fólks. Oli- ver hefur sýnt sérstæða leikhæfi- leika og verður betri með hverri nýrri auglýsingu sem birtist. Á jafnvel til að sýna stjörnutakta: „Ég hef aldrei leikið áður. Það lengsta sem ég hef komist í þá veruna er að syngja með kór sem ég gerði stutt og lítið. Ég fæ hand- rit frá auglýsingastofu þegar þetta er tekið upp en oftar en ekki verð ég að spinna textann sjálfur og yfirleitt eru það þeir spunar sem standa eftir og fólk sér í sjón- varpinu,“ segir Oliver, sem áður starfaði hjá Kassagerðinni og þar áður sem barþjónn í Glæsibæ. Þar þurfti hann einnig að bregða fyrir sig spunanum á barnum og býr að því enn. „Ég veit ekki hvort fram- hald verður á þessum leikferli mínum. Í sjálfu sér væri það gam- an en enn hefur enginn hringt frá Hollywood,“ segir hann. Upphaf þessa sérstæða leik- ferils Olivers var í kringum heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu í fyrra þegar Olís ákvað að efla liðsanda þjóðarinnar með auglýsingum tengdum boltanum. Í ljósi ágætrar reynslu þar var haldið áfram og nú geta sjón- varpsáhorfendur dæmt um nýjustu frammistöðu undra- barnsins hjá Olís. Það fer ekki á milli mála að honum hefur farið fram. Leikur Olivers í vorauglýs- ingunni frá Olís er til marks um hvernig nýta má hæfileika starfsmanna á margvíslegan hátt. Því miður gerist það yfir- leitt óvart eins og leiksigur Oli- vers er til marks um. Oliver stendur á þrítugu og kvæntur Lovísu Dagmar Eyjólfsdóttur. Saman eiga þau tvö börn. eir@frettabladid.is Hæfileikar ■ Bensínafgreiðslumaðurinn hjá Olís á Gullinbrú hefur slegið í gegn í einföldum sjónvarpsauglýsingum sem svínvirka. Oli- ver Þórisson situr þar í makindum í stöðvarstjórastól sínum og lætur móðan mása um lífið og tilveruna. Sýnir einstaka leikhæfileika þó aldrei hafi hann komist lengra á sviði en að syngja í kór. OLIVER ÞÓRISSON Bensínafgreiðslumaður- inn á Gullinbrú sem brillerar í Olís-auglýsing- um svo eftir er tekið. Enginn hringt frá Hollywood Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.