Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 12
Mikil umræða hefur farið framum skattamál á síðustu dög- um. Hafa skattar hækkað eða lækkað? Árið 1988 var tekið upp staðgreiðslukerfi skatta, sem þýð- ir að skatturinn er tekinn af jafn- óðum, þ.e.a.s. launþeginn fær aldrei greidd út laun að fullu, sé hann yfir skattleysismörkum, sem eru kr. 67.468 kr. á mánuði. Þetta þótti skilvirkt, réttlátt og einfalt eins og þáverandi fjármálaráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, kallaði það þegar hann barðist fyr- ir fylgi við þessa breytingu, sem vissulega var róttæk. Þá var talað um 35% sem eðlilegt skatthlutfall. Tekjuskattsprósentan hærri en stefnt var að Síðan fengum við nýjan fjár- málaráðherra og skattar hækk- uðu. Það getur eflaust verið rétt- lætanlegt í einhverjum tilfellum. Ef við lítum til síðustu ára, þá hef- ur þróunin verið sú að skatthlut- fallið var lækkað um 4 prósentu- stig frá árunum 1997-1999 og á síðustu árum hafa skatttekjur rík- issjóðs lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu úr 29,4% árið 2000 í 26,9% 2002. Engu að síður er tekjuskattsprósentan há miðað við það sem stefnt var að við kerf- isbreytinguna 1988. Varlegar áætlanir í þágu vel- ferðarkerfisins Við framsóknarmenn höfum sett fram það markmið í kosninga- stefnuskrá okkar að lækka tekju- skatt úr 38,55% í 35,20% á næsta kjörtímabili. Við segjum sem svo að í lok næsta kjörtímabils hafi tekjur ríkissjóðs stóraukist, m.a. vegna stóriðju og virkjanafram- kvæmda. Árleg tekjuaukning verður 20-25 milljarðar. Við viljum skila þessu aftur til fólksins með því að verja 16 milljörðum til tekjuskattslækkana og hækkunar barnabóta. Þessar áætlanir okkar eru varlegar vegna þess að við vilj- um halda áfram að styrkja velferð- arkerfið. Sjálfstæðismenn hafa með samþykktum sínum yfir- trompað all rausnarlega með því að vilja verja 30 milljörðum í skattalækkanir en ég tók eftir að Davíð Oddsson sagði að sjálfstæð- ismenn vildu ekki veikja velferð- arkerfið. Í þessu liggur m.a. mun- urinn á þessum stjórnmálaflokk- um. Tillögur sjálfstæðismanna eru óraunhæfar. ■ 14 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR                         !"#   $%%$&  !               '&   $%%$& (  )* #               '& $%%$&               + ,       !"#! $%& '()' Sjálfstæðisflokkurinn ætlaðigreinilega ekki að láta skatt- leysismörkin fylgja lækkun tekjuskattsins um 4% eins og lofað var á landsfundinum. Davíð gaf út að skattapakkinn kostaði í heild 22 milljarða og út frá því var auðvelt að reik- na að hugmynd hans var greini- lega að hækka ekki skattleysis- mörkin. Greini- lega átti að leika sama leikinn og þegar skattar einstaklinga voru fyrir nokkrum árum lækkaðir úr rúmlega 41% í 38%. Þá fylgdi ekki sambærileg hækkun skatt- leysismarka né persónuafsláttar. Stöð 2 lýsti því svo fyrr í vetur að þessi lækkun á skatthlutfalli án breytinga á skattleysismörkum kæmi verr út fyrir fólk með lág- ar og millitekjur en að halda óbreyttu skatthlutfalli í rúmum 41% en skerða ekki skattleysis- mörkin. Davíð negldur En nú er búið að negla Davíð niður á eigin bragði. Hann verður að hækka skattleysismörkin í 77- 78 þúsund krónur samfara lækk- un á skatthlutfallinu. Hvenær hann gerir það er svo annað mál. Hugsanlega ekki fyrr en í lok næsta kjörtímabils og ávísa þá meginþunga skattalækkana yfir á þarnæstu ríkisstjórnin. Kjósend- ur skyldu muna að skattbyrðin var í tíð fráfarandi ríkisstjórnar flutt frá stórfyrirtækjum og fjár- magnseigendum yfir á launafólk, lífeyrisþega og atvinnulausa sem borguðu í reynd fyrir skattalækk- anir þessara aðila með aukinni skattbyrði, einkum vegna fryst- ingar á skattleysismörkunum. 7 milljarðar og 17 milljarðar Ef gera á tilraun til að bera saman skattalækkanir Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar verður að skoða málið í því ljósi að 10 þúsund króna lækkun skatt- leysismarka kostar rúma 7 millj- arða en 4% lækkun á tekjuskatti með hækkun á skattleysismörk- um um 7-8 þúsund kostar 17 millj- arða. Leið Samfylkingarinnar skilar sér þó betur fyrir lágtekju- fólk. Óraunhæft er síðan að bera saman hvor leiðin bætir betur kjör fólks með meðaltekjur, því í tillögum Samfylkingarinnar er boðuð skattlækkun sem einkum á að létta enn frekar skattbyrði fólks með lágar og meðaltekjur með því að endurskoða skatta-, bóta- og almannatryggingakerfið og lækka sérstaklega jaðarskatta. Jafnvel án þeirrar endurskoðun- ar liggur þó þegar fyrir að tillög- ur Samfylkingarinnar í heild, bæði í skatta- og velferðarmálum, munu tryggja betri lífskjör Yfirboð Davíðs Kosningarmaí 2003 JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR ■ þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um skattaloforð Sjálfstæðisflokksins.„Davíð verður að hækka skatt- leysismörkin í 77-78 þúsund krónur sam- fara lækkun á skatthlutfall- inu. Hafa skattar hækkað eða lækkað? Kosningar maí 2003 VALGERÐUR SVERRIS- DÓTTIR ■ iðnaðar- og viðskiptaráðherra skrifar um skattamál. Hin nýju aðildarlönd Evrópu-sambandsins eru nú í óða önn að samþykkja aðild landa sinna að samtökunum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þegar hafa bæði Malta og Slóvenía samþykkt aðild og næstu atkvæðagreiðslur fara fram í Ungverjalandi 12. apríl og Litháen 11. maí. Samkvæmt Eurobarometer er mikill meiri- hluti í öllum löndunum sem sótt hafa um aðild fylgjandi aðild þannig að Evr- ópuhraðlestin er á fullri ferð til framtíðarinnar. Þó sitja Noregur og Ísland enn eft- ir á EES biðstöð- inni og virðast f o r r á ð a m e n n beggja landanna ekki gera sér grein fyrir því að tíminn stendur ekki í stað og eðli og umfang Evrópuferðarinnar hefur breyst mikið frá því árið 1994. Malta náði fram 77 undan- þágum Eitt af því sem heyrist stund- um í umræðunni er að ekki sé hægt að semja um eitt eða neitt í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið, þ.e. að við yrðum að samþykkja lög og reglur ESB eins og þær eru túlkaðar af stofnunum í Brussel. En hver er staðreyndin? Hver hefur verið reynsla þjóða sem hafa gengið í Evrópusam- bandið eða hafa lokið aðildarvið- ræðum við það? Skoðum reynslu eyþjóðarinnar Möltu, sem samþykkti í mars síð- astliðnum með töluverðum meiri- hluta að ganga til liðs við sam- bandið. Í grein sem dr. Austin Gatt, dómsmálaráðherra Möltu og ráðherra sveitarstjórnarmála, skrifaði rétt fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna tók hann saman niður- stöðu samninganna: „Við stóðum fast á kröfum okkar þannig að tekið var tillit til sérhagsmuna Möltu. Þær 77 undanþágur frá reglum ESB sem við náðum fram eru lýsandi dæmi um góðan ár- angur í þessum viðræðum.“ [Austin Gatt: „This time, do not postpone the future“ - The Times of Malta: http://www.timesof- malta.com]. Það sem vekur athygli er fjöldi þessara atriða – 77 að tölu. Þar eru Möltubúar bæði að semja um að- lögunartíma [transitional period] og síðan nokkrar varanlegar und- anþágur [derogation]. Það sem hefur fengið mesta athygli hér á landi er eðlilega undanþágur Möltu vegna sjávarútvegs. Þetta er þó alls ekki það atriði sem samningamenn Möltu lögðu mesta áherslu á. Engu að síður gekk þetta eftir. Samningsatriðin hjá Möltu voru mörg en fjögur meginatriðin voru: Malta sóttist eftir tímabundinni aðlögun vegna styrkja landsins við skipasmíða- iðnað. Gekk eftir. Malta sóttist eftir tímabundinni aðlögun vegna umhverfismála. Gekk eftir: bæði tímabundnar og varanlegar und- anþágur fengust. Vegna meðal annars smæðar Möltu var talið Frestum ekki framtíðinni Kosningar maí 2003 ANDRÉS PÉTURSSON ■ formaður Evrópu- samtakanna skrifar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Evrópu- hraðlestin er á fullri ferð til framtíðar- innar. Noreg- ur og Ísland sitja enn eftir á EES bið- stöðinni. Fréttablaðið: Aðsendar greinar GREINAR Fram að alþingiskosning- um verður tekið við aðsendum greinum sem tengjast kosningun- um. Greinarnar eiga að vera á bil- inu 200 til 400 orð í Word. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna greinum og stytta ef þurfa þykir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.