Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 9
10 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR ■ Bandaríkin STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti í fyrradag stofnun nýs sjóðs sem ætlað er að styrkja ný- sköpun. Hún sagði Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins vera of mátt- vana til að sinna sprotaverkefnum næstu tvö árin. Valgerður sagði Íslendinga vera slaka í nýsköpunarmálum. Auk sjóðsins verður sett á fót sér- stök nýsköpunarmiðstöð. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans hjá nýju Vísinda- og tækniráði. Að sögn Valgerðar þurfti fyrir löngu að endurskoða núverandi fyrirkomulag opinbers stuðnings við vísindi, tækniþróun og ný- sköpun: „Rígbundin verkefnaskipting á milli stofnana, sem meðal annars hefur fylgt hefðbundinni atvinnu- vegaskiptingu, er gengin sér til húðar enda hef- ur hún í engu fylgt framþró- uninni í vísind- um og tækni,“ sagði ráðherra. Va l g e r ð u r bætti því við að geta hefðbund- inna atvinnu- vega til að stan- da undir vænt- ingum fólks færi þverrandi. Í auknum mæli yrði að byggja á nýrri vísinda- legri þekkingu. Hingað til hafi það ekki tekist mjög vel á Íslandi. Í ræði Valgerðar kom fram að þó Íslendingar væru allra manna viljugastir í frumkvöðlastarfsemi stæði skortur á fjármagni og menntun í veginum fyrir nýtingu tækifæra. Valgerður sagði iðnaðarráðu- neytið mundu fóstra nýsköpun atvinnulífsins. Til þess hefði ráðuneytið fengið tvö tæki; Ný- sköpunarmiðstöð og hinn nýja Tækniþróunarsjóð. Hún sagði eiginfjárstöðu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins svo bága að ekki væri við því að búast að hann leggi mikið fé í sprotafyrirtæki næstu árin. „Tækniþróunarsjóðnum er ætlað að verða veigamikill burð- arbiti í brúnni yfir nýsköpunar- gjána. Nýsköpunargjáin er gam- algróið vandamál og þótt um langt árabil hafi verið þörf á að brúa hana þá hafa ytri aðstæður þróast á þann veg að sú þörf hef- ur aldrei verið meiri en nú,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. gar@frettabladid.is VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR - OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Valgerður segir að frá miðju árinu 2000 hafi fé til nýsköpunar vart verið fáanlegt. Megin- ástæða þess sé almennt verðfall tæknifyrirtækja á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Ís- lenskir framtaksfjárfestar hafi haldið að sér höndum og nánast ekki lagt nokkurt fé í ný fyrirtæki. Þess í stað hafi þeir beint kröftum sínum að því að verja eldri fjárfestingar sínar fyrir falli. Ríkið með nýjan frumkvöðlasjóð Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að nýr sjóður eigi að styrkja nýsköpun. Nýsköpunarsjóður sjálfur megni ekki að styðja við sprotafyrirtæki næstu árin. „Rígbundin verkefnaskipt- ing milli stofnana hef- ur í engu fylgt framþróun- inni. FERÐAMÁL Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm 2% í febrúar samanborið við febrúar árið 2002. Alls voru gistinæturnar 48 þús- und miðað við 47 þúsund árinu áður. Samdráttur var alls staðar á landsbyggðinni nema á Suður- landi þar sem gistinóttum á hótel- um fjölgaði um 22% milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði nóttum um tæplega 1.700, eða um tæp 5%. Ef litið er á niðurstöður febrú- armánaðar á árunum 1997-2003 má sjá að fjöldi gistinátta vegna útlendinga hefur farið stigvax- andi milli ára og eru þær tvöfalt fleiri árið 2003 en árið 1997. Á sama tíma hefur gistinóttum Ís- lendinga ýmist fjölgað eða fækk- að milli ára og töldust færri nú í febrúar 2003 en árið 1997. ■ NORDICA HÓTEL Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um tæplega 1.700 í febrúar, eða um tæp 5% Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgar: 22% aukning á Suðurlandi LONDON, AP Flug hljóðfráu far- þegaþotnanna Concorde mun heyra sögunni til áður en október- mánuður er úti. British Airways og Air France hafa ákveðið að leggja öllum flugvélum sínum þessarar tegundar. Þessar hljóðfráu farþegaþotur hafa öðrum fremur heillað flug- áhugamenn um áratugaskeið. Far- þegahópurinn var þó takmarkað- ur enda kostaði flug báðar leiðir milli London og New York rúmar 800.000 krónur. Þeir sem höfðu ráð á því að fljúga með þotunum voru helst stjórnendur stórfyrir- tækja og stærstu stjörnur. Þeir nutu þess að flugið milli London og New York tók innan við fjórar klukkustundir. Stysta flugið tók innan við þrjá tíma. Saga flugvélanna varð þó aldrei eins glæst og stefnt var að. Meðan bandarískir flugvélafram- leiðendur lögðu áherslu á vélar sem rúmuðu sífellt fleiri farþega lögðu Bretar og Frakkar áherslu á hraðann. Þó 74 flugvélar væru pantaðar voru aðeins 16 byggðar. Reyndar seldust aðeins níu þeirra í fyrstu. Air France og British Airways keyptu á endanum sjö flugvélar sem voru smíðaðar um- fram eftirspurn. Aðsókn í flug með vélunum hefur dregist mjög saman vegna samdráttar í efnahagslífinu og efasemda um öryggi vélanna í kjölfar flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns létust. ■ FLJÚGA INN Í SÖGUNA „Concorde átti sér glæst upphaf,“ sagði Rod Eddington, yfirmaður British Airways. „Við erum staðráðnir í að sögunni ljúki með stæl. Concorde á eftir að enda á söfnum.“ Hraðskreiðustu farþegaþotum heims verður lagt: Concorde heyrir sögunni til Evrópudómstóllinn: Le Pen hafnað BRUSSEL, AP Evrópudómstóllinn hefur hafnað beiðni franska öfga- mannsins Jean-Marie Le Pen um að brottvikning hans af Evrópu- þinginu verði dæmd ólögmæt. Frönsk stjórnvöld bönnuðu Le Pen afskipti af stjórnmálum um eins árs skeið árið 2000 eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ráðist á annan frambjóðanda í kosningunum 1997. Í kjölfarið bað forseti Evrópuþingsins Le Pen um að láta af störfum á þing- inu. Evrópudómstóllinn sagði for- setann hafa verið í fullum rétti vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda. ■ ÓSKEMMTILEGUR AÐSKOTAHLUTUR Röntgenmynd af líkama hins tólf vikna gamla Staffordshire Bull Terrier sýndi að í maga hvolpsins var hnífur, með handfangið í grindarholinu og hnífsoddinn í hálsinum. Veikur hvolpur: Með eldhús- hníf í mag- anum LUNDÚNIR, AP Lítill hvolpur í Liver- pool sem gleypti átján sentímetra langan eldhúshníf hefur náð sér að fullu eftir að hafa gengist und- ir skurðaðgerð þar sem aðskota- hluturinn var fjarlægður. Eigendur hins tólf vikna gamla Bull Terrier fóru með hvolpinn til dýralæknis þegar þeir tóku eftir því að hann átti í erfiðleikum með að halda niðri mat auk þess sem hann reyndi sífellt að halda lík- ama sínum í beinni línu. Röntgen- myndir sýndu, svo ekki var um að villast, að í maga hvolpsins var hnífur sem náði frá grindarholinu og upp í háls. Eigendurnir hafa enga hug- mynd um það hvernig eða hvenær hundurinn gleypti hnífinn. ■ Danskur fulltrúi til Íraks: Dani í stjórninni KAUPMANNAHÖFN Fyrrum embætt- ismaður hjá Sameinuðu þjóðun- um hefur verið útnefndur sem fulltrúi Dana í enduruppbygg- ingu Íraks að loknu stríði. Henrik Olesen starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í 26 ár og var í Írak eft- ir Flóastríðið árið 1991 á vegum bandalagsins. Áætlað er að Olesen taki þátt í bráðabirgða- stjórn landsins en fyrir henni mun fara fyrrum bandarískur liðsforingi, Jay Garner. Bandaríkjamenn buðu Dönum að senda fulltrúa á staðinn og varð Olesen fyrir valinu. Í sam- tali við Jyllandsposten eftir út- nefninguna sagði hann að aðal- markmið bráðabirgðastjórnar- innar væri að koma á lögum og reglu og tryggja öryggi almenn- ings í landinu. Olesen er þegar kominn til Kúvæt. ■ BORG KÆRIR RÍKI Borgarstjórn New York hefur stefnt Tyrklandi, Filippseyjum, Indlandi og Mongólíu fyrir rétt. Þeim er gert að sök að hafa ekki greitt fast- eignagjöld að verðmæti tæpra átta milljarða króna. Skuldirnar eru allt að 30 ára gamlar. EINKANEYSLA ÍSLENSKRA HEIMILA Milljarðar 1997 229,8 1998 253,6 1999 272,4 2000 283,2 2001 274,1 2002 270,7 Heimild: Hagstofa Íslands. Verðlag 1990. 2001: Bráðabirgðatölur. 2002: Áætlun Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.