Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 7
FYRIR RÉTTI „Ég fullyrði að þessar myndir eru ekki eftir föður minn,“ sagði Svavar Guðni Svavarsson, sonur listmálarans Svavars Guðna- sonar, en verk eftir hann eru áber- andi í Stóra málverkafölsunarmál- inu sem enn er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Svavar Guðni skoðaði fyrir rétti 67 myndir sem véfengdar hafa ver- ið og hafnaði því staðfastlega að þær gætu verið eftir föður hans. „Nei, nei og aftur nei... Það vantar allan kraft í þetta, ég hef aldrei séð þessar myndir fyrr, nema hjá lög- reglu.“ Og enginn í réttarsalnum þurfti að velkjast í vafa um að hug- ur fylgdi máli vitnisins. Sonur listmálarans snjalla sagði af því fræga sögu þegar Svavar bað konu sína nótt eina að færa sig, svipti lakinu af rúminu og málaði eina af sínum albestu myndum. Vildu verjendur hafa það til marks um að efni sem Svavar málaði á væri fjölbreytilegt. Þegar vitnið hafði lokið máli sínu létu verjendur færa til bókar að Svavar Guðni hefði hafnað því að mynd, merkt til- vik DK-15, væri höfundarverk Svavars. Sú mynd er reyndar mjög ólík efnistökum þeim sem Svavar Guðnason er þekktur fyrir, en þá mynd mun ákærði Jónas Freydal hafa keypt af Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars. Hvort sú mynd muni reynast jóker í spilastokknum og skipta máli kemur væntanlega í ljós í lokaræðu verjandans og síðar í dómi. Thor Vilhjálmsson rithöfundur kom til að bera vitni en hann var vinur Svavars og þekkir list hans gjörla. Hann baðst undan því að skoða myndirnar sem hann hafði áður farið yfir hjá lögreglu. „Þarf ég að fara í pyttinn aftur? Í það myrka djúpið? Því fylgir mikil van- líðan.“ Thor staðfesti fyrir rétti skýrslu sem hann gaf við það tæki- færi. Þegar Thor var þökkuð kom- an spurði Jón H. Snorrason sækj- andi hvort hann vildi bæta ein- hverju við framburð sinn. Þá greip rithöfundurinn aldni til orðkynngi sinnar og sagði eitthvað á þessa leið: „Þetta er mikið átak og ekki sársaukalaust, þungbært. Ég er ekki maður eins og Herkúles, sem þarf að moka flórinn einn. Hér þarf samstillt átak góðra manna og ég er feginn að geta stuðlað að því að þessi flór sé mokaður. Við Kjarval vorum nánir vinir og manni svellur móður þegar farið er að herma þessa menn, sem eru tveir okkar bestu. Og þetta hugarfar, að ein- hver skuli dirfast að fremja slíkt verk...“ Þegar þarna var komið sögu stöðvaði dómarinn Pétur Guð- geirsson Thor og þakkaði honum kærlega fyrir ómakið. Lungi gærdagsins fór hins vegar í spurningar verjenda til Viktors Smára Sæmundssonar forvarðar. Mikið púður fór í að velta fyrir sér uppruna efnisins alkyd sem Viktor fann í flestum þeirra mynda sem hann hafði til rannsóknar. Forvörð- urinn vill meina að það hafi ekki komið á markað fyrr en löngu eftir ársetningu flestra verkanna, og jafnvel eftir dánardægur sumra þeirra listmálara sem til umfjöllun- ar eru. Fram kom í spurningum verjenda að efnið hefði verið komið fyrr á markað, eða um 1920, og þeir reyndu að leiða að því líkum að list- málararnir hefðu hugsanlega haft tök á að brúka það. jakob@frettabladid.is 8 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR FIMM EFSTU: Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur Ragnheiður Hauksdóttir ferðamarkaðsfræðingur Jónas Antonsson háskólanemi Guðrún Hulda Eyþórsdóttir mannfræðingur Amen Dagar írösku þjóðarinnar eru taldir og við blasir ofurkristið leppríki á borð við Filippseyjar. Ásgeir Hannes Eiríksson. DV, 10. apríl. Græðgi en ekki fátækt Og fyrir nokkrum mánuðum gaf Davíð lítið fyrir þann fjölda ein- staklinga sem sækir nauðsynjar til mæðrastyrksnefndar; Íslend- ingar, sagði hann, hafa alltaf verið tilbúnir að elta það sem er ókeypis. Jón Kalmann Stefánsson, rithöfundur. Morgunblaðið, 10. apríl. Að borða fíl í einum bita Ef litið er um öxl má segja að helsti galli en jafnframt kostur OZ var hversu stórhuga við vor- um. Skúli Mogensen, forstjóri OZ. Morgunblaðið, 10. apríl. Orðrétt BANKARÁN Nítján ára piltur, sem hefur verið í haldi lögreglunnar vegna vopnaðs ráns í Sparisjóði Hafnarfjarðar í síðustu viku, hef- ur játað á sig ránið. Honum hefur verið sleppt og bíður nú ákæru. Lögreglan í Hafnarfirði segir piltinn hafa vísað á mestan hluta ránfengsins en öðru hafi hann eytt. Hingað til hefur ekki verið hægt að fá uppgefið hversu hárri fjárupphæð pilturinn náði. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún talsvert hærri en sem nemur einni milljón króna. Þá hafi misræmis gætt í byrjun hjá Sparisjóðnum og piltinum hversu hárri upphæð var stolið. Pilturinn hafi lengi vel haldið því fram að hún hefði verið mun lægri. Krist- ján Ólafur Guðnason, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Hafnarfirði, staðfesti þetta. Pilturinn hefði að lokum samþykkt sömu upphæð. Rannsókn málsins væri að mestu lokið. Sem fyrr segir vísaði pilturinn lögreglu á hluta ránsfengsins. Heimildir herma að pilturinn hafi farið með lögreglu út fyrir Hafn- arfjörð og suður með sjó. Þar hafði hann verið búinn að koma peningunum fyrir á víðavangi. Jón Höskuldsson, lögmaður piltsins, vildi sem minnst tjá sig um málið að öðru leyti en því að pilturinn hefði sýnt lögreglu mik- inn samstarfsvilja eftir að játning lá fyrir. Vildi hann taka fram að pilturinn væri reglusamur og ekki í neinum tengslum við áfengi eða fíkniefni. ■ BANKARÆNINGINN Piltinum hefur nú verið sleppt eftir að hann játaði að hafa framið vopnað rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. apríl síðastliðinn. Bankaræninginn játar á sig brotið: Faldi ránsfeng- inn á víðavangi Nýtt afl í Reykjavík suður: Jón efstur STJÓRNMÁL Stjórnmálahreyfingin Nýtt afl hefur stillt upp framboðs- lista í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur. Jón Magnússon hæstaréttar- lögmaður skipar efsta sæti listans og í öðru sæti er Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Mæðrastyrks- nefnd. Jón segir að Nýtt afl hygg- ist bjóða fram lista í öllum kjör- dæmum og verið sé að vinna að því þessa dagana. Í dag reikni hreyfingin með því að tilkynna framboðslista sinn í Suðvestur- kjördæmi. ■ JÓN MAGNÚSSON Jón leiðir lista Nýs afls í Reykjavík suður. Manni svellur móður þegar farið er að herma þessa menn Í gær fóru verjendur Péturs Þórs Gunnarssonar og Jónasar Freydals í saumana á flestum þeirra tilvika sem forvörðurinn Viktor S. Sæmundsson hafði áður gert grein fyrir í Stóra málverkaföls- unarmálinu. Hins vegar hitnaði í réttarsalnum þegar líða tók á daginn. UNA DÓRA COPLEY OG SVAVAR GUÐNI SVAVARSSON Börn listmálaranna Nínu Tryggvadóttur og Svavars Guðnasonar, saman komin fyrir utan réttarsal 101. Bæði hafa borið stað- fastlega að hin véfengdu verk foreldranna, sem fyrir rétti eru, séu fölsuð. KRAFTLAUST VERK Þetta er eitt þeirra verka af 67, olíumálverk á léreft 101,5x76,5, sem Svavar Guðni neitaði staðfastlega að væri eftir föður sinn. DK-15 Þetta litla verk, túss á pappír 29 x 39, reyndist jóker í spilastokknum. Jónas Frey- dal mun hafa keypt það af ekkju Svavars Ástu Eiríksdóttur á sínum tíma og er það ekki talið falsað. THOR VILHJÁLMSSON Stal senunni einu sinni sem oftar og baðst undan því að fara í myrka djúp- ið og berja augum hin véfengdu verk, því fylgi mikil vanlíðan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.