Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 15
17FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 05 23 03 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ Líkamsræktarföt eins og þau gerast best, fyrir konur á öllum aldri. Komdu í Smáralind eða Glæsibæ og sjáðu úrvalið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ertu ekki byrjuð? Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 KÖRFUBOLTI Penny Hardaway náði sinni fyrstu þreföldu tvennu í eitt og hálft ár þegar Phoenix Suns vann Dallas Mavericks 112:89 í NBA- deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Kappinn skoraði 10 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Shawn Marion skoraði 31 stig og tók 15 fráköst fyrir Suns. Mavericks, sem hefur leitt deild- ina í allan vetur, datt með ósigrinum niður fyrir San Antonio Spurs í sam- anlögðum árangri. Spurs vann Portland Trailblazers með 84 stig- um gegn 79 og hefur nú unnið 10 leiki í röð í deildinni. „Við höfum engar áhyggjur af Dallas,“ sagði Tim Duncan, leikmaður Spurs, sem skoraði 11 stig og tók 11 fráköst í leiknum. „Við einbeitum okkur bara að því að standa okkur vel og sjá hversu langt það fleytir okkur.“ Michael Jordan skoraði 21 stig þegar Washington Wizards tapaði fyrir Boston Celtics með 85 stigum gegn 83. Þar með dvínuðu vonir Wizards um að komast áfram í úr- slitakeppnina. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Marion Jones, þrefaldur Ólympíumeistari frá því í Sydney árið 2000, er ófrísk og getur því ekki tekið þátt í HM í París sem haldið verður í sumar. Jones á von á barninu í júlí með unnusta sínum Tim Montgomery, heimsmethafanum í 100 metra hlaupi karla. Jones mun hefja æfingar á ný síðar á þessu ári í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Aþ- enu á næsta ári. Montgomery verður aftur á móti á meðal kepp- enda á HM í París. ■ Marion Jones ófrísk: Missir af HM í sumar BARN Á LEIÐINNI Marion Jones á von á barni í júli. NBA-deildin: Spurs fram úr Mavericks DUNCAN Tim Duncan (til hægri) ver skot Mehmet Okur, leikmanns Detroit Pistons, í leik liðanna á dögunum. Duncan og félagar í San Antonio Spurs eru nú með besta vinningshlutfall NBA- deildarinnar. Special Olympics: Íslands- leikarnir á morgun FÓTBOLTI Fjórðu Íslandsleikar Special Olympics hefjast í Reykjaneshöll á morgun. Leikarnir eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ og eru liður í árlegri knattspyrnu- viku Special Olympics og UEFA. Eik/Akur, Nes, Suðri, Ösp og Þjót- ur senda lið til keppninnar, sem hefst kl. 10.10. Aðaltilgangurinn með knatt- spyrnuvikunni er að fjölga knatt- spyrnuiðkendum meðal þroska- heftra í Evrópu. ■ SIGLINGAR Úrvalshópur Siglingasambands Íslands æfir fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu. Siglingar: Æft fyrir Smáþjóða- leikana SIGLINGAR Fyrsta æfing ársins hjá úrvalshópi Siglingasambands Ís- lands fór fram á Fossvogi í vik- unni. Óttarr Hrafnkelsson stjórn- aði æfingunni en hópurinn mun æfa tvisvar í viku fram að Smá- þjóðaleikum. Ellefu siglingamenn tóku þátt í æfingunni að þessu sinni. Hópur- inn hefur tvívegis áður komið saman frá áramótum þar sem m.a. hefur verið mælt þrek. Fyrsta stóra verkefnið sem ligg- ur fyrir er þátttaka í Smáþjóðaleik- unum á Möltu en þar munu sjö sigl- ingamenn taka þátt. Tilkynnt verð- ur um keppendur á leikunum eftir opnunarmót sem fer fram í næsta mánuði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.