Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 13
15FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 FRÁ LANDSFUNDI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS „Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði greinilega ekki að láta skattleysismörkin fylgja lækk- un tekjuskattsins um 4% eins og lofað var á landsfundinum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Öllum almenningi í landinuverður með degi hverjumljósari sá fjandskapur sem einkennir allar gerðir núverandi stjórnvalda í garð þeirra sem minnstar hafa tekjurnar og réttindin. Í flest- öllum gjörðum sínum hygla þau hátekjufólki og peningamöngur- um en þyngja byrðar hinna sem mest þau mega, sérstak- lega þeirra lægst launuðu. Ekkert er sparað til þess að skattleggja hvern eyri sem kemur í hlut fólks, sem hefur tekjur innan við það sem kalla má lífvænleg laun. Frekjan og tillitsleysið ganga jafnvel svo langt að vextir af or- lofsfé launafólks, sem geymt er tímabundið inni á bankabókum, eru skattlagðir. Þar að auki á sér stað tvísköttun á félagsgjöldum launafólks. Þetta finnst núverandi stjórnvöldum ekki nóg heldur hafa þau skipað nefnd til þess að koma með tillögur um ennþá meiri tvísköttun en nú er. Tvísköttun Það er eftirtektarvert hvar í þjóðfélaginu tvísköttun stjórn- valda á sér aðallega stað. Það er ekki verið að tvískatta hálauna- fólkið, sem hefur mestu burðina til að greiða skatta, heldur er ráð- ist á lægra launaða fólkið. Fyrst eru gjöld þess til stéttarfélaga skattlögð og síðan aftur ef það fær einhverja styrki úr sjóðum félaganna. Sem dæmi má nefna að greiðslur úr verkfallssjóðum eru skattlagðar. Þarna er um ský- lausa tvísköttun að ræða. „Greiðslur úr verkfallssjóðum eru styrkir til þeirra sem þær þiggja og því kemur ekki annað til greina en að skattleggja þær sem slíkar,“ sagði Geir Haarde fjármálaráðherra á Alþingi 28. nóvember 2001. Síaukin skattbyrði Það er sagt að tvísköttun lífeyris sé ekki lengur við lýði. Þetta er rangt. Í kjarasamningum Starfs- greinasambands Íslands við sveitar- félögin í landinu eru aukin framlög launafólks í sameignarsjóði viðkom- andi lífeyrissjóða skattlögð. Þetta finnst núverandi ráðherrum eðlilegt vegna þess að þarna er verið að skattleggja láglaunafólk en ekki þeirra eigin iðgjaldagreiðslur. Ríkis- stjórnir Davíðs Oddssonar hafa sí- fellt verið að auka skattbyrðina á láglaunafólki en létta þær á þeim sem hæst hafa launin. Orð núverandi fjármálaráðherra þegar frítöku- mörk hátekjuskatts voru hækkuð fyrir nokkru síðan segja allt sem segja þarf. Þá spurði fréttamaður hann hvort ekki hefði verið nær að hækka almenn skattleysismörk í stað þess að hækka frítekjumörk há- tekjuskatts. Svar ráðherrans lýsir afstöðu hans og núverandi ríkis- stjórnar í garð láglaunafólks ein- staklega vel þegar hann sagði: „Þeir duglegu eiga að fá að njóta þess.“ Eins og fyrr segir er það stað- reynd að skattbyrði á láglaunafólki hérlendis hefur aukist undanfarin ár og mun aukast ennþá meira nema núverandi stjórnarflokkum verði vikið frá. Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur, sem farið hafa með völd í landinu í tvö kjörtímabil, hafa fengið fjölda tækifæra til þess að létta skattbyrðinni af tekjulága fólkinu og bæta réttarstöðu þess. Þetta hafa þeir ekki gert heldur hið gagnstæða og þess vegna á almenningur í land- inu að hafna þessum afturhalds- flokkum og kjósa aðra til forustu í al- þingiskosningunum í vor. ■ „Það er sagt að tví- sköttun lífeyr- is sé ekki lengur við lýði. Þetta er rangt. Kosningar maí 2003 SIGURÐUR T. SIGURÐSSON ■ starfsmaður verkalýðsfélagsins Hlífar skrifar um tvísköttun. Tvöfaldur skattur Spádómabókin eftir Símon Jón Jóhannsson er ný og aðgengileg uppflettibók um það hvernig hægt er að skyggnast inn í framtíðina með hjálp margvíslegra spádómsaðferða frá ýmsum heimshornum. Þetta er ómissandi rit fyrir alla þá sem vilja sjá fyrir óorðna hluti. Bókin, sem er ríkulega myndskreytt, er í senn fræðandi og skemmtileg og höfðar jafnt til yngri sem eldri Íslendinga. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - ED D 2 08 50 04 /2 00 3 Ómissandi bók „Fjölbreyttar aðferðir“ Spáðu í framtíðina Spádómabókin gerir þér kleift að spá í framtíðina með ótrúlega fjölbreyttum aðferðum frá ólíkum menningarheimum: Tarotspil Spilaspá Lófaspá Bollaspá Stjörnuspeki Kínversk stjörnuspeki I Ching Talnaspár Rúnaspár Höfuðlagsfræði Útlitsfræði Pendúlsspá Spegilspá Garnaspá Völuspá Kristalkúluspá Eldspýtnaspá Eplaspá Kakóspá Að láta svara sér í sumartunglið Hnappaspá Eggjaspá Að spá í kertavax og blý Fuglar og önnur dýr Blóm og jurtir Útlit og hegðun Matur Föt Dauðinn Veðurspár ... www.edda.is barnafjölskyldna, námsmanna og einkum fólks með lágar- og með- altekjur. ■ nauðsynlegt að semja sérstaklega um landbúnað við aðildina að ESB. Gekk eftir. Fjórða megin- atriðið var krafan um undanþágur frá frelsi einstaklinga utan Möltu til að kaupa fasteignir á eynni. Þetta gekk eftir. Hér fékk Malta varanlega undanþágu: „Malta fékk varanlega undanþágu frá reglunni um kaup erlendra ríkis- borgara á landi þrátt fyrir inn- göngu í ESB,“ segir dómsmálaráð- herra Möltu. Hægt að semja um flest Íslendingar eiga ef til vill að fá lánaða samningamenn Möltu til að ná í svo sem brot af fjölda undan- þága eyjarskeggja. Þó ekki væri nema fyrir atriði sem hafa tilvís- un í mikla þjóðarhagsmuni líkt og við Íslendingar getum vísað til, til dæmis varðandi sjávarútveg. Reynsla Maltverja sýnir að hægt er að semja um flest atriði í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið. Látum því ekki úr- töluraddir draga úr okkur kjark og höfum þor í okkur til að ganga til samninga við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Við Íslendingar eigum að vera með í Evrópuhraðlestinni á fyrsta farrými en ekki sitja eft- ir á einhverri útkjálkastöð. Látum ekki tækifærið úr höndum okkar sleppa og reynum ekki að fresta framtíðinni. ■ EVRÓPUSAMBANDSFÁNI “Reynsla Maltverja sýnir að hægt er að semja um flest atriði í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Látum því ekki úr- töluraddir draga úr okkur kjark og höfum þor í okkur til að ganga til samninga við vinaþjóðir okkar í Evrópu,” segir Andrés Pétursson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.