Fréttablaðið - 14.04.2003, Qupperneq 6
BAGDAD, AP Bandarískir hermenn
voru í gær komnir til Tikrit,
heimabæjar Saddams Hussein
norður af höfuðborginni Bagdad.
Svo virtist sem mótstaða hafi
verið lítil.
Tikrit er síðasta vígi Saddams
Husseins af þeim fjórum, sem
innrásarherinn lagði mesta áher-
slu á að ná á sitt vald, næst á eft-
ir Bagdad, Kirkuk og Mosul.
Donald Rumsfeld, landvarna-
ráðherra Bandaríkja, sagði í gær
engan vafa leika á því að sumir
æðstu ráðamenn Íraks væru
flúnir til Sýrlands. Aðrir hafi far-
ið til annarra landa. Hann vildi
engu svara um það hvort Banda-
ríkin hygðu á refsiaðgerðir gegn
Sýrlandi.
„Við gerum okkur vonir um að
Sýrland verði ekki skálkaskjól
fyrir stríðsglæpamenn eða
hryðjuverkamenn,“ sagði Rums-
feld.
Bandaríski hershöfðinginni
Tommy Franks, sem stjórnar inn-
rásinni, fullyrti í gær að Banda-
ríkjamenn hefðu undir höndum
erfðaefni úr Saddam Hussein og
fleiri íröskum ráðamönnum. Þeir
gætu því sannreynt hvort um
rétta menn væri að ræða, hvort
heldur þeir finnast lífs eða liðnir.
Um Saddam Hussein sagði
Franks: „Hann er annað hvort
dauður eða í óða önn að flýja, en
hann er ekki að stjórna neinu
eins og er.“
Víða í Bagdad virtist sem
ástandið væri að róast, fólk væri
hætt að fara um rænandi og rup-
landi. Annars staðar í borginni var
gripdeildum þó hvergi nærri lok-
ið.
Hvorki rafveita né vatnsveita
eru í lagi í Bagdad og óttast er að
smitsjúkdómar geti valdið miklum
usla. Bandaríski herinn er hins veg-
ar farinn að nota flugvöllinn í
Bagdad, þótt hann sé illa farinn og
þarfnist viðgerða.
Bandaríski herinn hefur
einnig flugvöllinn í Mosul á sínu
valdi. Ró virtist ríkja í Mosul í
gær, en spenna virtist samt vaxa
milli kúrda og araba þar í borg.
Margir arabar, sem eru tveir
þriðju af íbúum Mosul, eiga
erfitt með að sætta sig við kúrd-
neska hermenn í borginni.
„Okkur finnst sem arabar séu
að verða annars flokks borgarar
í okkar eigin borg,“ segir
Abdullah Jaber leigubílsstjóri.
„Ef þessu heldur áfram óttast ég
að Mosul verði tvískipt af reiði:
Kúrdar öðru megin og arabar
hinu megin.“ ■
6 14. apríl 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið?
1Leki komst að norska selveiðiskipinuPolarsyssel vestur af Ísafjarðardjúpi á
föstudag. Hvert var skipið dregið til hafn-
ar?
2Sænska þingið svipti sænska aðals-menn fríðindum. Hve margir eru
sænskir aðalsmenn?
3Dóttir Jóns Stefánssonar listmálarasegir að fimm málverk sem honum eru
eignuð séu allt of mikil flatneskja til þess
að faðir hennar geti hafa málað þau.
Hvað heitir dóttir Jóns?
Svörin eru á bls. 27
Milljóna tjón á Akureyri
Hundrað
rúður
brotnar
LÖGREGLUMÁL Hundrað rúður voru
brotnar í skólum og nýbyggingu á
Akureyri aðfaranótt laugardags.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Akureyri var 81 rúða
brotin í Síðuskóla, 18 í Glerár-
skóla og ein í nýbyggingu við
Skálateig.
Talið er að tjónið nemi vel á
aðra milljón króna. Lögreglu-
menn við eftirlitsstörf komu að
Síðuskóla um klukkan þrjú um
nóttina og sáu hvað hafði um garð
gengið. Tilkynning um rúðubrot í
Glerárskóla barst lögreglu að
morgni laugardags. Engin til-
kynning um hávaða barst um
nóttina þrátt fyrir að skólarnir
séu í íbúðahverfi og rúðurnar hafi
verið brotnar með grjótkasti.
Vitni sem taldi sig hafa heyrt
brothljóð um nóttina gaf sig ekki
fram við lögreglu fyrr en um
morguninn. Málið er í rannsókn
og allir þeir sem hafa upplýsingar
um málið eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna á Akur-
eyri. ■
Barist í heima-
bæ Saddams
Bandaríski herinn mætti lítilli mótsöðu í Tikrit. Helstu ráðamenn Íraks
sagðir flúnir til Sýrlands og annarra landa. Bandaríkjamenn segjast hafa
lífsýni úr Saddam Hussein.
FLUGFREYJUR MEÐ GRÍMUR
Flugfreyjum Hong Kong-flugfélagsins Cat-
hay Pacific Airways hefur verið fyrirskipað
að ganga með grímur fyrir öndunarfærum
til þess að verja sig gegn HABL-vírusnum.
HABL-faraldurinn í
Hong Kong:
Fimm létust
um helgina
HEILSUFAR Fimm einstaklingar í
Hong Kong létust af völdum heil-
kennis alvarlegrar bráðrar
lungnabólgu, eða HABL, um helg-
ina. Það er til viðbótar við þá
fjörutíu sem þegar hafa látist af
völdum sjúkdómsins. Fjórir þeir-
ra sem létust um helgina höfðu
verið heilbrigðir áður en þeir
smituðust af vírusnum.
Á sunnudag sendi yfirmaður
flugfélagsins Cathay Pacific
Airways yfirvöldum bréf þar sem
hann sagði að flugfélagið væri í
hættu að missa öll viðskipti sín
vegna ástandsins. Yfirvöld sendu
frá sér yfirlýsingu í síðustu viku
þar sem ferðamenn voru hvattir
til þess að halda sig fjarri borg-
inni og íbúar hvattir til þess að
halda sig innan borgarmarka. ■
VÉLSLEÐAMAÐUR SÓTTUR MEÐ
ÞYRLU Tilkynnt var um slasaðan
vélsleðamann við Skjaldbreiður
um miðjan dag á laugardag. Mað-
urinn var sóttur með þyrlu Land-
helgisgæslunnar og fluttur á
slysadeild. Talið er að hann hafi
fallið af vélsleða og meiðst á
baki.
SKÓLABRUNINN Í SYDYBAL
Ravshan Islamov, 13, komst lífs af úr
skólabrunanum í Sydybal. Myndin er tekin
á spítala í Makhachkala í Dagestan í suð-
urhluta Rússlands. Skólinn var fyrir heyrn-
arlaus börn.
Skólabruninn í Sydybal:
Fórnarlömb-
in 22 jörðuð
RÚSSLAND Ættingjar, vinir og yfir-
völd í rússneska smábænum
Sydybal héldu minningarathöfn á
sunnudag fyrir 22 nemendur sem
létust er skóli þeirra brann til
kaldra kola í síðustu viku. Skóla-
húsið var gamalt tréhús og var
ekki hægt að bera kennsl á öll líkin
vegna þess hversu illa bruninn þau
voru. Þrjátíu og fimm önnur börn
eru á spítölum og eru mörg þeirra
með mikil brunasár.
Hinir látnu voru jarðaðir við
tregafulla athöfn í elsta kirkju-
garði bæjarins. Nemendurnir voru
á aldrinum 11-18 ára.
Í kjölfar brunans var skóla-
stjórinn sakaður um vanrækslu og
rekinn. Nýr skóli verður byggður á
nýjum stað úr steinsteypu. ■
FERNT Á SLYSADEILD Tvær
bifreiðar rákust á á Biskups-
tungnabraut um klukkan þrjú á
laugardag. Ökumaður og þrír far-
þegar úr annarri bifreiðinni voru
fluttir á slysadeild. Tvennt var í
hinum bílnum og sluppu þau
ómeidd. Áreksturinn átti sér stað
við vegamót.
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Sparisjóður dæmdur
til að greiða 14 milljónir
DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður-
lands eystra hefur dæmt Sparisjóð
Ólafsfjarðar til að greiða bróður
fyrrverandi sparisjóðsstjóra Spari-
sjóðs Ólafsfjarðar 13,7 milljónir
króna. Þá er sparisjóðnum og gert
að greiða 700 þúsund í málskostnað.
Á árunum 1995-1996 komu upp
grunsemdir um að ekki væri allt
með felldu í fjármálastjórn bankans
viðvíkjandi lánveitingum og
ábyrgðum. Bankaeftirlitið tók málið
til athugunar og í skýrslu þess kom
m.a fram að þrír fjárhagslega
tengdir aðilar voru með heildar-
skuldbindingar yfir 40% af eigin fé
sjóðsins. Leiddu þessar upplýsingar
til þess að sparissjóðsstjórinn sagði
af sér.
Í dómsmálinu var deilt um það
hvort sparisjóðnum bæri að endur-
greiða bróðurnum peninga sem
bankinn tók við vegna ábyrgða sem
sparisjóðsstjórinn fyrrverandi
hafði tekist á hendur. Bróðir spari-
sjóðsstjórans fyrrverandi byggði
kröfurnar á því að sparisjóðsstjór-
inn fyrrverandi yrði ekki látinn
sæta refsingu ef ábyrgðin yrði gerð
upp. ■
DANIR VINNA SVART Fjórði hver
Dani hefur á síðasta ári unnið
sér inn laun sem hann gefur
ekki upp til skatts. Þetta kemur
fram í könnun sem skýrt er frá
á vefsíðu danska blaðsins Berl-
ingske Tidende.
Á MÓTI AF TRÚARÁSTÆÐUM
Kjell Magne Bondevik, forsæt-
isráðherra Noregs, segir að trú-
arlegar ástæður hafi legið á bak
við ákvörðun sína um að lýsa
ekki yfir stuðningi við innrás
Bandaríkjanna í Írak. Hann seg-
ir það ekki samræmast kristn-
um lífsskilningi sínum að hefja
þetta stríð. Þetta sagði hann í
viðtali við norska dagblaðið
Dagsavisen.
HÉRAÐSDÓMUR NORÐURLANDS EYSTRA
Bróðir sparisjóðsstjórans fyrrverandi byggði kröfurnar á því að sparisjóðsstjórinn fyrrver-
andi yrði ekki látinn sæta refsingu ef ábyrgðin yrði gerð upp.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/J
AN
U
S
SÍÐUSKÓLI
81 rúða var brotin í Síðuskóla um helgina
■ Norðurlönd
■ Innlent ■ Innlent
AP
/H
U
SS
EI
N
M
AL
LA
BANDARÍKJAMENN Í BAGDAD
Bandarískir hermenn gera leit að fólki sem grunað er um að hafa stundað gripdeildir í
Bagdad.