Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 14. apríl 2003
Samfylkingin
í þitt fyrirtæki
Samfylkingin býður öllum fyrirtækjum að
fá frambjóðendur í heimsókn.
Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að fá frambjóðanda
frá Samfylkingunni í heimsókn verðum
við með ánægju við þeirri ósk.
Hægt er að hafa samband við Ólafíu B. Rafnsdóttir
olafia@samfylking.is eða í síma 590 3506
GENF, AP Að minnsta kosti 1.526
manns í 31 landi voru teknir af lífi
að fyrirskipan yfirvalda á síðasta
ári, samkvæmt nýútkominni árs-
skýrslu Amnesty International.
Samtökin hafa vitneskju um
1.060 aftökur í Kína árið 2002 og
113 í Íran en talið er að þær hafi
verið miklum mun fleiri. „Í mörg-
um tilfellum var um að ræða aug-
ljós brot á alþjóðalögum,“ sagði
talsmaður Amnesty. „Fangar voru
dæmdir til dauða án þess að hafa
fengið sanngjörn réttarhöld.“ Í
Bandaríkjunum var framkvæmd
71 aftaka. Bandaríkin eru eina
landið þar sem fangar eru teknir
af lífi fyrir glæpi sem þeir frömdu
undir átján ára aldri.
Samtökin leggjast alfarið gegn
dauðarefsingum en hafa einkum
þungar áhyggjur af villimannleg-
um aftökuaðferðum sem víða
tíðkast. Benda þau m.a. á að í Íran
séu sakborningar grýttir til bana
og í Sádi-Arabíu séu menn háls-
höggnir fyrir að vera samkyn-
hneigðir. ■
DÓMAR Ríkissaksóknara bárust í
mars alls 264 dómar og viðurlaga-
ákvarðanir frá héraðsdómstólum
þar sem ákærðir voru 288 einstak-
lingar. Af þeim voru fjórir alfarið
sýknaðir. Þyngsta refsingin var
ákveðin 15 mánaða fangelsi fyrir
kynferðisbrot. Þá voru þrjátíu og
tveir einstaklingar dæmdir í óskil-
orðsbundið fangelsi en fimmtíu og
einn í skilorðsbundið fangelsi að
öllu leyti eða hluta. Flestir voru
ákærðir í tengslum við brot á um-
ferðarlögum eða 148 einstaklingar.
Þá voru níutíu og níu einstaklingar
ákærðir vegna brota á hegningar-
lögum.
Dæmi um einn þeirra dóma sem
féllu segir af tveimur ungum mönn-
um, 22 og 20 ára. Báðir voru ákærð-
ir fyrir líkamsárás. Höfðu þeir í fé-
lagi ráðist á 43 ára karlmann þar
sem hann lá sofandi í rúmi. Drógu
þeir hann út á gólf og slógu marg-
sinnis og spörkuðu í höfuð hans og
líkama. Sá eldri hlaut 7 mánaða
fangelsi og hinn 2 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi. Auk þess var sá
fyrrnefndi dæmdur fyrir þrjár lík-
amsárásir til viðbótar og fjársvik. ■
288 einstaklingar ákærðir í mars:
Þyngsta refsing
fyrir kynferðisbrot
Amnesty International fordæmir dauðarefsingar:
Villimannlegar og
ólöglegar aftökur
PYNTINGAKLEFI Í BAGDAD
Að sögn Amnesty International tíðkast villi-
mannlegar aftökuaðferðir víða um heim
auk þess sem algengt er að sakborningar
séu teknir af lífi án sanngjarnra réttarhalda.