Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 17
17MÁNUDAGUR 14. apríl 2003
hvað?hvar?hvenær?
11 12 13 14 15 16 17
MARS
Mánudagur
Belgíska deildin:
Fimm
íslensk mörk
FÓTBOLTI Íslendingar skoruðu öll
mörk Lokeren, sem burstaði
Lommel 5:0 á laugardagskvöld.
Rúnar Kristinsson skoraði þrennu
en Marel Baldvinsson og Arnar
Grétarsson skoruðu eitt mark hvor.
Arnar skoraði sitt 16. mark fyr-
ir Lokeren í vetur, Rúnar hefur
skorað tólf og Marel tvö. Arnar Þór
Viðarsson hefur einnig skorað tvö
mörk. Íslendingarnir hafa því sam-
tals skorað 32 af 68 mörkum
Lokeren í deildinni í vetur.
Club Brugge er langefst í
Belgíu og á titilinn vísan en
Lokeren og Anderlecht berjast
um 2. sætið. ■
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Breski lang-
hlauparinn Paula Radcliffe sigr-
aði í Lundúnamaraþonhlaupinu
annað árið í röð. Hún hljóp vega-
lengdina á tveimur tímum, 15
mínútum og 25 sekúndum og er
það besti árangurinn í maraþon-
hlaupi frá upphafi. Heimsmet
eru hins vegar ekki skráð í Mara-
þonhlaupi enda eru aðstæður
mjög mismunandi í þeim borgum
sem keppt er í. Aðstæður í
London voru fyrir fram taldar
henta vel fyrir mettilraun.
Radcliffe bætti eigið met, sem
hún setti í Chicago í fyrra, um
tæpar tvær mínútur og kom í
mark þremur mínútum á undan
Catherine Ndereba (Kenýa) en
Deena Drossin (Bandaríkjunum)
varð þriðja.
Keppni karlanna var gríðar-
lega spennandi. Fimm hlauparar
áttu möguleika á sigri þegar kom
að lokasprettinum. Eþíópíumað-
urinn Gezahegne Abera sigraði á
tveimur tímum, sjö mínútum og
56 sekúndum. Ítalinn Stefano
Baldini hljóp á sama tíma en var
sjónarmun á eftir. Kenýamaður-
inn Joseph Ngolepus var síðan
sekúndu á eftir Abera og Baldini.
Abdelkader El Mouaziz og Paul
Tergat gáfu eftir á lokasprettin-
um. Khalid Khannouchi á metið í
Lundúnamaraþonhlaupinu en
hann hljóp á tveimur tímum,
fimm mínútum og 38 sekúndum í
fyrra.
Lundúnamaraþonhlaupið var
fyrst háð árið 1981. Bretinn
Joyce Smith sigraði í fyrsta
hlaupi kvennanna á tveimur tím-
um og 29 mínútum, eða fjórtán
mínútum lakari tíma en Radcliffe
náði í gær. ■
ÍSLENSKIR LEIKMENN
Í EFSTU DEILD
Deildarleikir og mörk við
upphaf leiktíðar
Lilleström
Indriði Sigurðsson 40 -
Gylfi Einarsson 40 2
Davíð Þór Viðarsson 3 -
Ríkharður Daðason 76 51
Lyn
Jóhann B. Guðmundsson 44 8
Helgi Sigurðsson 80 36
Teitur Þórðarson, þjálfari
Molde
Bjarni Þorsteinsson 25 1
Ólafur Stígsson 24 -
Andri Sigþórsson 16 7
Rosenborg
Árni Gautur Arason 79 -
Stabæk
Tryggvi Guðmundsson 127 58
Viking
Hannes Þ. Sigurðsson 12 4
15.00 Stöð 2
Ensku mörkin. Öll mörk helgarinnar úr
enska boltanum.
16.35 RÚV
Helgarsportið. Endursýndur þáttur frá
sunnudagskvöldi.
18.00 Sýn
Ensku mörkin. Öll mörk helgarinnar úr
enska boltanum.
19.00 Sýn
Toppleikir.
21.00 Sýn
Spænsku mörkin. Mörk helgarinnar úr
spænska boltanum.
22.00 Sýn
Gillette-sportpakkinn.
22.30 Sýn
Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis.
22.50 Skjár 1
Mótor. Þáttur um mótorsport.
23.00 Sýn
Ensku mörkin. Öll mörk helgarinnar úr
enska boltanum.
23.40 RÚV
Markaregn. Mörkin úr þýska boltanum.
0.00 Stöð 2
Ensku mörkin. Öll mörk helgarinnar úr
enska boltanum.
FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, þjálfari
Lyn, er að hefja sína tólftu leiktíð
í norsku knattspyrnunni. Hann
þjálfaði Brann árið 1988, síðan
Lyn, Grei og Lilleström áður en
hann flutti til Eistlands árið 1995.
Teitur þjálfaði Flora Tallinn og
landslið Eistlands sem vann sig úr
140. sæti í það 69. á styrkleika-
leista FIFA undir stjórn hans.
Árið 2000 flutti hann til Noregs á
ný og gerðist þjálfari Brann en í
vetur tók hann við Lyn á ný.
Norsku fjölmiðlarnir Aften-
posten, Nettavisen og VG eru
sammála um að Rosenborg verði
meistari 12. árið í röð og að Molde
verði í 2. sæti eins og í fyrra. Þau
setja Lilleström og Lyn ýmist í 3.
eða 4. sæti en hverjar eru vænt-
ingar Teits fyrir sumarið?
„Væntingarnar eru stórar fyrir
sumarið,“ segir Teitur. „Liðið stóð
sig vel í fyrra og allar forsendur
að það geri það aftur í ár.“
Er spá fjölmiðlanna rökrétt?
„Ef menn miða við það sem hef-
ur gerst frá lokum síðasta tímabils
og til þessa tímabils er margt sem
bendir til að þetta sé ekki fráleit
spá.“
Getur einhver skákað Rosen-
borg í sumar?
„Þessi spurning kemur upp á
hverju ári. Rosenborg hefur
stærsta og besta hópinn, ekki bara
fyrstu ellefu heldur nánast tvö
jafn góð lið. Þá munar ekki eins
mikið um það og önnur lið ef tveir
til þrír leikmenn meiðast.“
Hvað þarf til að sigra Rosen-
borg? „Númer eitt að hafa trú á
því. Ef menn trúa því ekki að þeir
geti unnið Rosenborg þá tekst okk-
ur það aldrei. Ég hef alltaf trú á
því að maður geti orðið bestur en
það virðist sem margir hérna álíti
að það sé ekki hægt lengur að
vinna Rosenborg.
Þegar ég var hjá Brann árið
2000 sagði ég þegar ég var búinn
að kynnast leikmannahópnum að
nú ætluðum við að berjast við Ros-
enborg um titilinn. Okkur tókst að
koma þessum hugsunarhætti inn
hjá leikmönnum og við enduðum í
2. sæti.
Það er eins og leikmenn trúi því
ekki að þeir geti unnið Rosenborg.
Lyn náði tíu stiga forskoti á Rosen-
borg um mitt mót í fyrra en missti
það niður og endaði í 3. sæti. Það
var nær eingöngu vegna þess að
menn höfðu ekki trú þessu.“
Aftenposten telur leikmanna-
hóp Lyn sterkari en í fyrra, eink-
um vegna þess að félagið fékk Jan
Derek Sörensen frá Borussia Dort-
mund. Blaðið telur hann koma með
nýja vídd í sóknarleik Lyn, sem
hafi ekki verið nógu fjölbreyttur.
Helgi Sigurðsson hafi verið sá eini
sem gat skorað reglulega. Mark-
varsla Lyn er traust, miðverðirnir
þeir fljótustu í Noregi og miðjan er
skipuð traustum og reyndum leik-
mönnum.
Teitur kannast við þessa lýs-
ingu og tekur undir hana að mörgu
leyti. Hann bætir því við að Jan
Derek Sörensen hafi átt við
meiðsli að stríða en vonar að hann
nái sér vel á strik í sumar.
Teitur er ánægður með íslensku
leikmennina hjá Lyn, Helga Sig-
urðsson og Jóhann B. Guðmunds-
son. „Jóhann lét að vísu ekki eins
mikið að sér kveða í fyrra og áður
en mér finnst hann búa yfir mörg-
um góðum eiginleikum og ég þarf
að fá hann til að trúa meira á það.“
Í kvöld leikur Lyn við Brann,
fyrrum lærisveina Teits. Er ekki
ágætt að byrja tímabilið á þessu
ögrandi verkefni?
„Jújú, en það skiptir mig engu
máli hvernær við mætum þeim.
Við eigum að spila við þá hvort eð
er svo það er allt eins gott að mæta
þeim strax.“
Leikurinn verður á Ullevaal
Stadion, sem hefur verið heima-
völlur Lyn í 70 ár. Í vor leit út fyr-
ir að Lyn þyrfti að flytja þaðan.
„Það skiptir miklu máli fyrir
Lyn að spila á Ullevaal Stadion. Fé-
lagið hefur alltaf átt hlut í vellin-
um og á nú um 15%. Þetta hefur
alltaf verið heimili Lyn og eðlileg-
ast að Lyn spili hér. Ullevaal er
flottasti völlurinn í Noregi og það
skiptir miklu máli fyrir leikmenn
að spila hér.“
En tekst fimm þúsund áhorf-
endum að skapa stemningu á velli
sem tekur 23 þúsund manns?
„Já, þeim tekst það. Áhorfenda-
fjöldinn á leikjum Lyn hefur aldrei
verið mikill. Hann jókst um tvö
þúsund manns að meðaltali í fyrra
og ef liðið stendur sig vel þá eykst
fjöldinn vonandi enn meira.“ ■
Lundúnamaraþonhlaupið:
Paula Radcliffe
setti met
PAULA RADCLIFFE
Radcliffe sigraði í Lundúnamaraþonhlaupinu annað árið í röð.
Verðum að trúa því að við
getum unnið Rosenborg
Lyn og Brann leika á Ullevaal Stadion í kvöld. Mikilvægt fyrir Lyn að spila áfram á
Ullevaal, segir Teitur Þórðarson, þjálfari félagsins.
TEITUR
Teitur Þórðarson, þjálfari Lyn, mætir fyrrum
lærisveinum sínum í Brann í 1. umferð
norska boltans.
RÍKHARÐUR OG HELGI
Ríkhaður Daðason og Helgi Sigurðsson leika í efstu deildinni norsku.
Norski fótboltinn:
Tólf
Íslendingar
í efstu deild
FÓTBOLTI Tólf Íslendingar leika í
efstu deildinni norsku í sumar.
Auk leikmannanna er einn ís-
lenskur þjálfari í deildinni, en það
er Teitur Þórðarson, sem þjálfar
Lyn frá Osló. ■