Fréttablaðið - 14.04.2003, Síða 20
taka einnig þátt og því finnist hon-
um sem hann hafi verið svikinn.
Dannii Minogue,sem er líklegast
frægust fyrir að
vera systir Kylie,
hefur verið ráðin af
útvarpsstöðinni
Capital FM. Hún
ætlar að bregða sér
í hlutverk útvarps-
konu á sunnudagskvöldum í
klukkustund. Þáttur hennar kem-
ur til með að heita „Neon Nights“
og fjallar um danstónlistarmenn-
inguna í Bretlandi.
Framleiðendur Simpsons-þátt-anna hættu við áætlanir sínar
að fá fótboltakappann David
Beckham sem gest í þrjúhundruð-
asta þættinum. Ástæðan var sú að
Beckham þótti ekki nægilega
frægur. Knatt-
spyrna er,
eins og flestir
vita, ekki vin-
sæl íþrótt í
Bandaríkjun-
um og gæti
Beckham því
líklegast
gengið um
óáreittur í
Bandaríkjun-
um.
14. apríl 2003 MÁNUDAGUR20
ABRAFAX 400 KR. kl. 4 og 6 m/ísl. taliMAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4
TWO WEEKS NOTICE kl. 8
THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50, 8, 10.10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 bi 14
Sýnd í lúxus kl. 6.30 og 9.30
Sýnd kl. 9
kl. 6 og 8NÓI ALBINÓI
kl. 88 FEMMES
kl. 5.30, 8 og 10.30THE CORE
kl. 10.05ADAPTATION
kl. 5.30NOWHERE IN AFRICA
Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10.10
Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
THUNDERPANTS kl. 4
25th HOUR kl. 10.10
4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
Sýnd kl. 6, 8 og 10
NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4, 6, 8, 10
Fyrir rúmu ári kom hingað tillands breski grínarinn Alun
Cockrane og skemmti í Kaffileik-
hússinu. Þeir sem sáu hann þar eru
víst enn að jafna sig í maganum
eftir nær sársaukafullan hlátur.
Eftir tvær vikur heimsækir
hann Íslendinga aftur og kemur
fram í Þjóðleikhúskjallaranum
sumardaginn fyrsta, og kvöldið
eftir það. Fram með honum koma
Nick Wilty og sterkbyggði víking-
urinn Ágústa Skúladóttir.
Hún bjó í London í rúm 10 ár
þar sem hún komst í samband við
sinn innri spaugara eftir að hafa
sótt námskeið í uppistandi. Spurn-
ingin er, geta menn lært að verða
fyndnir á námskeiðum?
„Það er farið í saumana á því
hvað fólki finnst fyndið og hvaða
týpa leynist í hverjum og einum
uppistandara,“ útskýrir Ágústa
eftir að hafa hlegið í dágóða stund
að spurningunni. „Ég ákvað að
semja efnið út frá því hvernig ég
er. Íslensk, sterk og skyggn vík-
ingakona með miklar áhyggjur.
Mínar sögur gengu því út á það
hvernig það væri að vera Íslend-
ingur í stórborginni með það að
heiman að vera mjög næm. Þetta
námskeið var þannig bara fyrir þá
sem vildu prófa og athuga hvort
þetta ætti við þá.“
Ágústa fann sig uppi á sviði og
reyndi næst fyrir sér í árlegri
uppistandskeppni er haldin var í
Edinborg. Henni gekk ágætlega og
komst í undanúrslit.
Nick Wilty er fagmaður fram í
fingurgóma og hefur verið þekktur
undir hinu undarlega viðurnefni
„The Globetrotting Comedian“.
Það vann hann sér inn eftir að hafa
kitlað hláturtaugarnar í öllum
heimsálfunum, nema á Suður-
skautslandinu. Hann hefur einnig
unnið fyrir sér sem sjónvarpsmað-
ur hjá BBC þar sem hann tók viðtöl
við fræga fólkið.
Íslandsvinurinn Alun Cockrane
hefur verið nefndur „framtíð
breskrar gamansemi“. Það er víst
ekkert grín að standa undir þannig
titli, eða hvað?
Sameiginleg sýning grínaranna
ber titilinn „Rosalegt uppistand“.
Fyrsta og önnur sýning verða í
Þjóðleikhúskjallaranum 24. og 25.
apríl. Norðanmenn fá svo að njóta
spaugsins í Sjallanum, Akureyri,
laugardaginn 26. apríl.
biggi@frettabladid.is
■ GAMANSEMI
Grín í sumargjöf
Íslendingar fá í sumargjöf óvænta sendingu í formi uppistandsgrínaranna
Nick Wilty, Alun Cockrane og Ágústu Skúladóttur. Hópurinn ætlar að skemmta
borgarbúum og íbúum Akureyrar eftir tvær vikur.
Fréttiraf fólki
Á væntanlegri plötu Madonnuverður að finna lag sem hún
samdi um dauða móður sinnar.
Sjálf segir
söngkonan
þetta vera
persónuleg-
asta texta
sem hún hafi
samið. Lagið
heitir „Mother
and Father“ og
segir hún frá
því hvernig það
var að alast upp
móðurlaus, en
móðir hennar
dó þegar Madonna
var aðeins fimm
ára. Breiðskífan
„American Life“ kemur í búðir 21.
apríl.
Breska gamanleikkonan DawnFrench hefur tekið að sér hlut-
verk í þriðju Harry
Potter-myndinni.
Nýliðahópurinn í
næstu Potter-mynd
er ekki af verri
endanum, Gary
Oldman leikur
strokufangann
Sirius Black og
Michael Gambon
leikur Albus Dumbledore. French
kemur til með að leika persónu
sem aðeins er skilgreind sem
„feita konan“.
Leikarinn Heath Ledger hrinti afstað deilum um útlagann, Ned
Kelly í heimalandi sínu Ástralíu.
Ledger leikur kappann í nýrri
mynd sem fjallar um ævi hans.
Hann túlkar hann sem tilfinninga-
ríkan mann sem leiðist út í glæpi
vegna fátæklegra aðstæðna.
Margir sagnfræðingar vilja þó
meina að Írinn hafi aðeins verið
kaldrifjaður morðingi.
Leikarinn Paul Walker, sem fermeð aðalhlutverk í „The Fast &
the Furious“-mynd-
unum tveimur, er
fúll út í fyrrum fé-
laga sinn Vin Dies-
el. Walker tók til-
boði um að leika í
framhaldsmynd
bílamyndarinnar í
þeirri trú að Diesel
ætlaði einnig að
taka þátt. Svo þegar vöðvabúntið
dró sig úr samningsviðræðum sat
Walker einn eftir og því neyddur
til þess að leika í myndinni. Hann
segir að Diesel hafi lofað sér að
kl. 6 og 10THE PIANIST
ALUN COCKRANE
Íslandsvinurinn Alun Cockrane er væntan-
legur aftur til lands eftir tvær vikur.
Steinunn I Stefánsdóttir
M.Sc í viðskiptasálfræði og
streitustjórnun
www.starfsleikni.is
steinunn@starfsleikni.is
Ráðgjöf fyrir eintaklinga
Fyrirlestrar
og námskeið
fyrir hópa og
fyrirtæki
Upplýsingar s 551 6990 - 697 8397