Fréttablaðið - 14.04.2003, Side 27
VARÐVEISLA „Haft var eftir Steini
Steinarr, sem var um tíma aðstoð-
arvitavörður á Reykjanesvita, að
honum hefði leiðst svo hræðilega
að hann hefði byrjað að yrkja,“
segir Kristján Sveinsson sagn-
fræðingur. Kristján vinnur á Sigl-
ingastofnun og er jafnframt einn
þeirra sem hyggjast stofna Ís-
lenska vitafélagið í lok mánaðar-
ins. Vitaverðir með fasta búsetu
heyra nú sögunni til, en eftir
standa vitarnir.
Reykjanesviti var fyrsti vitinn
sem var reistur hér á landi árið
1878. „Síðan gerðist ekki mikið
fyrr en þrír vitar voru byggðir við
Faxaflóa 1897,“ segir Kristján.
„Þetta voru á sínum tíma geysilega
mikilvæg öryggistæki sjómanna.
Nú hafa menn á fleira að treysta.“
Kristján segir ástæðu stofnun-
ar vitafélags vera þá að þau sem
að félaginu standa hafi orðið vör
við mikinn áhuga á því að skoða
vitana og fræðast um þá. Það
haldist í hendur við aukinn úti-
vistaráhuga. „Við viljum gera þá
aðgengilegri fyrir fólk og kynna
þá. Svo viljum við vinna að því að
mótuð sé stefna um varðveislu
þeirra.“ Umhverfi vitanna er í
mörgum tilfellum geysilega fal-
legt. „Ég held að fólk sjái koma
saman í vitanum, þetta mann-
gerða og þetta náttúrulega.“ ■
MÁNUDAGUR 14. apríl 2003
Pondus eftir Frode Øverli
Enn einn
dagur...
frábært!
Maður kærður í San Diego:
Stal 560 þús-
und krónum
í nafni Bjarkar
FÓLK Tuttugu og fimm ára gamall
maður hefur verið kærður í San
Diego fyrir að féfletta eiganda
skemmtistaðar í nafni Bjarkar
Guðmundsdóttur. Maðurinn,
sem heitir Alex Conate, á að hafa
tekið við peningum frá eigand-
anum gegn því loforði að Björk
kæmi þar fram á tónleikum. Ein-
hvern veginn náði hann að sann-
færa hann að Björk væri á með-
al vina hans.
Miðar voru seldir á 40 dollara
(rúmar 3.000 kr.) og fékk maður-
inn rúmar 560 þúsund krónur í
kassann og flúði svo til Hawaii
þar sem hann var handtekinn.
Eigandi skemmtistaðarins kærði
manninn fyrir stórþjófnað.
Alex Conate, sem heldur fram
sakleysi sínu, þarf að mæta fyr-
ir rétt til þess að svara fyrir sig.
Upphafsdagur réttarhaldanna
verður ákveðinn síðar.
Talsmenn Bjarkar segja það
ekki hafa verið á dagskránni að
halda tónleika í San Diego. Í
sumar leikur hún þó á tónleikum
um helgar og kemur m.a. fram á
stærri tónleikahátíðum í Evr-
ópu. Tónleikaferðin hefst í Val-
encia á Spáni þann 30. maí. ■
BJÖRK
Þessi skemmtilega ljósmynd af söng-
konunni var tekin af ljósmyndaran-
um Jürgen Teller.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Skipið var dregið til Hafnar-
fjarðar.
Sænskir aðalsmenn eru
26.000 talsins.
Dóttir Jóns Stefánssonar heitir
Bryndís.
Viðurkenndu
það!
Ha?
Þú dýrkar
líkama minn!
HAHA...
Hættu þessu,
rugludallurinn
þinn!
Þú fílar það!
VITINN OG UMHVERFIÐ
Straumnesviti í Skagafirði er verk Axels Sveinssonar, verkfræðings sem teiknaði marga vita víða um land.
Áhugafélag
■ Stefnt er að því stofna félag um vita
í lok mánaðarins. Vitarnir eru margir
merkar byggingar og standa víða mitt í
fagurri náttúru.
Leiddist svo hræðilega
að hann byrjaði að yrkja