Fréttablaðið - 14.04.2003, Page 28
14. apríl 2003 MÁNUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Bi
llu
nd
Bi
llu
nd
DANMÖRK
Beint leiguflug
me› ICELANDAIR
29
.
m
aí
-
4.
s
ep
t.
21
.6
52
21
.6
52
V
er
›
fr
á
kr.
á mann
m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn,
2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug
og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman,
24.950 kr á mann.
Takmarkað sætaframboð
72 ÁRA „Ég mundi nú ekkert eftir
þessu fyrr en ég las þetta í ein-
hverju blaði,“ segir Haraldur Bessa-
son, fyrrverandi prófessor í
Winnipeg og háskólarektor á Akur-
eyri, um sjötíu og tveggja ára af-
mælið sitt í dag. Hann tekur því líf-
inu með ró og lætur veisluhöld eiga
sig. „Mér hafa verið haldnar veislur,
bæði þegar ég var fertugur og
fimmtugur. Þá töldu margir að ég
væri orðinn svo gamall að það væri
við hæfi að halda mér veislu en það
eru nú orðin tuttugu og tvö ár síð-
an.“
Haraldur segir að sjötugsafmæl-
isdagurinn, fyrir tveimur árum sé
sér minnisstæður. „Þá vorum við
stödd í Kaupmannahöfn, í Jónshúsi,
og vinir mínir sendu mér afmælisrit
sem var ansi stórt. Þá samdi forseti
Alþingis, Halldór Blöndal, mér nýja
Völuspá sem var lesin fyrir mig.
Mér þykir það betra kvæði en það
eldra og þá er nú langt til jafnað.“
Þegar Haraldur kom heim frá
Kanada varð hann fyrsti rektor Há-
skólans á Akureyri og festi skólann í
sessi á átta ára rektorsferli sínum.
„Eftir að ég varð of gamall til að
sinna opinberu starfi hef ég grúskað
ýmislegt. Síðustu árin hef ég unnið
með dr. Baldri Hafstað og við höfum
gefið út tvær bækur um goðafræði-
bókmenntir og þjóðsögur. Þá hef ég
verið að rifja dálítið upp endurminn-
ingar mínar frá Kanada og hef verið
þar með annan fótinn. Ég býst við að
ég haldi þessu eitthvað áfram enda
er margs að minnast og mér finnst
það nánast vera skylda mín að koma
því, kannski ekki endilega á prent,
en í það minnsta á blað.“ ■
Afmæli
■ Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor
Háskólans á Akureyri er 72 ára í dag.
Hann ætlar að taka lífinu rólega í dag.
Þegar hann varð sjötugur var gefið út af-
mælisrit honum til heiðurs og Halldór
Blöndal orti honum nýja Völuspá.
Fékk nýja Völuspá sjötugur
HARALDUR BESSASON
Er þjóðkunnur fyrir störf sín, ekki síst vest-
an hafs, en hann var prófessor á Íslend-
ingaslóðum í Kanada í 31 ár og var auk
þess eins konar óopinber sendiherra Ís-
lands meðal Vestur-Íslendinga.
ÍÞRÓTTIR Forsvarsmenn hnefa-
leikaklúbba hér á landi standa í
forundran og klóra sér í kollinum.
Kvenfólk streymir á hnefaleika-
æfingar og sýnir síst minni áhuga
en karlmenn. Við þessu var ekki
búist:
„Við liggur að við þurfum að
skipta um búningsklefa og láta
konurnar hafa karlaklefana, sem
að sjálfsögðu eru stærri,“ segir
Ólafur Guðlaugsson hjá Hnefa-
leikafélagi Reykjavíkur og undir
orð hans tekur Guðjón Sigurðsson
í BAG-hnefaleikafélaginu í
Reykjanesbæ: „Hjá okkur er
þetta orðið fiftí-fiftí. Mest konur
sem eru að koma sér í form því
þær vita sem er að boxið er fínt
fyrir fittið,“ segir Ólafur, sem
undrast áhugann: „Þetta eru ekki
allt bardagahundar en sumar kon-
urnar eru verulega grimmar og
ég gæti best trúað að við ættum
eftir að eignast stórstjörnu í
kvennaboxinu.“
Hjá Hnefaleikafélagi Reykja-
víkur hafa karlarnir stúderað stíl
kvennanna og ýmislegt lært:
„Konurnar eru námsfúsari og
leggja sig betur fram. Þær eru
mýkri í hreyfingum og mætti
helst líkja við sportbíl. Slagkraft-
urinn er hins vegar ekki jafn mik-
ill og karlanna frekar en togkraft-
urinn,“ segir Ólafur.
Guðjón hjá BAG í Reykjanes-
bæ segir þróunina hér vera á svip-
uðum nótum og í Danmörku: „Þar
hafa menn einnig verið að undrast
mikla þátttöku kvenna. Skýring
Dananna er sú sama og okkar.
Konurnar hafa fundið að boxið er
góð hreyfing og hreint frábær til
að komast í form.“
Hjá Hnefaleikafélagi Reykja-
víkur eru um 300 virkir félagar
sem æfa box reglulega. Þar af eru
hartnær hundrað konur. Í Reykja-
nesbæ er hlutfallið hærra því þar
lætur nærri að konur séu um
helmingur iðkenda eins og fyrr
greindi.
eir@frettabladid.is
HÚSAFRIÐUN Húsafriðunarnefnd
ríkisins er nú að leggja lokahönd á
lista yfir byggingar sem lagt er til
að verði friðaðar. Meðal nýmæla á
listanum er hákarlahús í Hrísey
og gamla Apótekið í miðbæ Akur-
eyrar. Hefur starfsmaður nefnd-
arinnar, Magnús Skúlason arki-
tekt, verið á ferð fyrir norðan að
skoða ástand bygginganna auk
þess að líta á fleiri sem hugsan-
lega koma til greina í friðunar-
flokk framtíðarinnar. Á slíkum
lista er að finna Norræna húsið en
á þeim lista sem nú verður lagður
fram eru auk fyrrgreindra bygg-
inga Þjóðleikhúsið og Sundhöll
Reykjavíkur við Barónsstíg. Í
Sundhöllinni hafa menn fylgt fast
eftir friðunaráformum og meðal
annars hafa nýlegir sturtuhausar
verið látnir víkja fyrir stærri og
upprunalegri, sem ávallt hafa ver-
ið meðal helstu kosta þessa mann-
virkis Guðjóns Samúelssonar. ■
SUNDHÖLLIN
Friðuð með Þjóðleikhúsinu og gamla Apótekinu á Akureyri.
Hákarlahús friðað í Hrísey
Konurnar streyma í boxið
Hnefaleikar
■ Kvenfólk hefur sýnt nýfengnu frelsi í
boxi áhuga. Þær streyma í hnefaleika-
klúbbana og eru nú nærfellt helmingur
iðkenda. Grimmar en liprar.
KONUR MEÐ HANSKA
Námfúsari, liprari og mýkri en karlarnir
í hringnum.
FORM
Konurnar vita sem er að hoppið í hringnum gerir þær fitt.
ÁSÓKN
Áhugi kvennanna
kom á óvart.
M
YN
D
IR
/V
ÍK
U
R
FR
ÉT
TI
R