Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 30. apríl 2003
Tónlist 22
Leikhús 22
Myndlist 22
Bíó 24
Íþróttir 18
Sjónvarp 26
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
FRÉTTIR
Klögubréf
á Netinu
ÍÞRÓTTIR
Eiður undir
eftirliti
MIÐVIKUDAGUR
98. tölublað – 3. árgangur
bls. 18
AFMÆLI
Í kröfugöngu á
afmælisdaginn
bls. 12
FÓTBOLTI Karlalandsliðið í fótbolta
leikur vináttuleik gegn Finnum í
nágrenni Helsinki í dag. Leikurinn
fer fram á Pohjola-leikvanginum í
Vantaa og hefst kl. 14:00 að íslensk-
um tíma. Þetta er tíunda viðureign
þjóðanna. Þær mættust síðast í
Norðurlandamótinu árið 2000, en
þá höfðu Íslendingar betur.
Landsleikur við
Finna í dag
FUNDUR Heimssýn stendur fyrir
opnum fundi á Grand Hóteli klukk-
an 12.15. Yfirskrift fundarins er:
Evran eða krónan? Er það álitlegur
kostur að taka upp evru á Íslandi?
Aðalræðumaður verður Ragnar
Árnason Ph.D., prófessor við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands. Óli Björn Kárason, rit-
stjóri DV, flytur inngangsorð.
Evran eða krónan?
LOKAFRESTUR Í dag eru síðustu for-
vöð að skrá sig hjá Vinnumiðlun
skólafólks fyrir sumarið 2003. Þeir
sem eru fæddir 1986 eða fyrr, hafa
sótt skóla á árinu og eru með lög-
heimili í Reykjavík geta sótt um
hjá Vinnumiðlun skólafólks. Í boði
eru sumarstörf hjá stofnunum
Reykjavíkurborgar og eru störfin
mjög fjölbreytt.
Vinnumiðlun
skólafólks
bls. 32
REYKJAVÍK Breytileg átt 3-8
metrar á sekúndu, skýjað
með köflum og yfirleitt þurrt.
Hiti 2 til 8 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
-
-
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-10 Skýjað 4
Akureyri 3-8 Skýjað 1
Egilsstaðir 3-8 Skýjað 1
Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 7
➜
➜
➜
➜
STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra sakaði stjórnarandstöðu-
flokkana um að hafa rofið sátt sem
auðlindanefndin hefði náð um ís-
lenska fiskveiðistjórnunarkerfið.
„Fiskveiðistjórnunarkerfið sem
við búum nú við er auðvitað ekki
gallalaust,“ sagði Davíð á aðalfundi
Samtaka atvinnulífsins í gær. „En
það er óumdeilanlegt að það kerfi
hefur skilað sjávarútveginum og
þá um leið þjóðinni allri miklum
ávinningi.“
Davíð sagði að þeirri sáttagerð
sem fólst í niðurstöðu auðlinda-
nefndarinnar, þ.e. að leggja ætti
hóflegt gjald á sjávarútveginn um-
fram það sem gert væri við aðrar
atvinnugreinar, hefði verið ætlað
að skapa frið um málið.
„Það hljóta því að teljast mikil
vonbrigði að stjórnarandstöðu-
flokkarnir, Samfylking, Vinstri
grænir og Frjálslyndi flokkurinn,
skuli vísvitandi hafa rofið þá sátt í
aðdraganda kosninga.“
Forsætisráðherra sagði flokk-
ana hafa náð saman um eina tillögu
í sjávarútvegsmálum, svokallaða
fyrningarleið. Næði slík stefna
fram að ganga yrði það rothögg á
sjávarútveginn og um leið alvarleg
atlaga gegn hinum dreifðu byggð-
um landsins. Tillögurnar væru
hreint tilræði við íslenskt efna-
hagslíf, stöðugleikann og kjör
fólksins í landinu.
Davíð sagði íslenskt efnahags-
lífs standa í miklum blóma og við-
skiptahalli hefði breyst í viðskipta-
jöfnuð á undraskömmum tíma.
Þetta hefði gerst miklu fyrr en
nokkur fræðimaður hefði látið sig
dreyma um. Reyndar hefðu gengis-
sveiflur orðið til þess að ýmsir
vildu skoða það að taka upp evruna,
en því væri hann hins vegar alfarið
á móti.
„Þegar grannt er skoðað þá
kemur á daginn að sveiflur á milli
evru og dollara eru síst minni og
miklu óviðráðanlegri en sveiflur á
milli íslenskrar krónu og evru.
Þessar sveiflur hverfa auðvitað
ekki við upptöku evru.“
Davíð gerði Evrópusambandið
einnig að umtalsefni og gagnrýndi
hann íslenska evrópusinna fyrir
málflutning sinn. Sérstaklega
gagnrýndi hann þá fyrir að halda
því fram að íslenskur sjávarútveg-
ur myndi ekki skaðast við inn-
göngu í sambandið. Engin rök
væru fyrir þeim málflutningi og
máli sínu til stuðnings vísaði Davíð
á nýlega íslenska rannsókn um
málið. Í henni kæmi fram að fisk-
veiðistefnan yrði ekki íslensk held-
ur evrópsk, gengi Ísland í Evrópu-
sambandið.
trausti@frettabladid.is
Meira á bls. 4
Stjórnarandstaðan
hefur rofið sáttina
Forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna harðlega á aðalfundi
Samtaka atvinnulífsins í gær. Hann sagði fyrningarleiðina í sjávarútvegi
tilræði við íslenskt efnahagslíf.
FERÐALÖG Fjórtán manna hópur er á
leið til landsins í sérstaka „James
Bond-ferð“. Mennirnir, sem allir eru
vellauðugir, verða á landinu í þrjá
daga og kostar ferðin tæplega millj-
ón krónur á mann.
Mennirnir tóku það sérstaklega
fram þegar þeir pöntuðu ferðina að
þeir legðu mikið upp úr því að fá að
vera í friði. Vegna þessa vildi for-
svarsmaður ferðaskrifstofunnar
sem skipuleggur ferðina ekki að
nafn ferðaskrifstofunnar kæmi
fram í fjölmiðlaumfjöllun um málið.
Hann segir mjög óalgengt að menn
biðji sérstaklega um að fá að vera í
friði, en aðspurður sagði hann að
þetta væru ekki heimsfrægir menn.
„Þetta eru bara menn sem eiga
fullt af peningum og vilja gera fullt
af skemmtilegum hlutum,“ segir
forsvarsmaður ferðaskrifstofunnar.
„Þar með talið gista þeir í íshelli og
það eru alls konar stælar í kringum
þá.“
Mennirnir munu mest verða á
ferðalagi um landið, en þó er líklegt
að þeir eyði einni nótt í höfuðborg-
inni. Einkaþjónar munu fylgja hópn-
um allan tímann. ■
Vellauðugir útlendingar á leið í þriggja daga James Bond-ferð til Íslands:
Borga milljón á mann
BOGI ÁGÚSTSSON
Haft er eftir Boga að athugasemdunum,
sem hafi verið réttmætar, hafi verið komið
á framfæri.
Formaður Útvarpsráðs:
Skammar
fréttastofu
STJÓRNMÁL Útvarpsráð fjallaði á
fundi sínum í gær um þær fréttir
sem fluttar voru af fundi Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra á
Ísafirði og greindu frá því að
valinkunnir sjálfstæðismenn
vestra hefðu ráðlagt forsætisráð-
herra að tala ekki um kvótakerfið.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, formaður Útvarpsráðs, sem
þar situr fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins, lýsti undrun sinni á við-
brögðum Kára Jónassonar í
Fréttablaðinu og sagði frá athuga-
semdum sem hann sendi Boga
Ágústssyni, forstöðumanni frétta-
sviðs, vegna fréttaflutningsins af
fundi Davíðs á Vestfjörðum. Bókað
var á fundi Útvarpsráðs eftir Boga
Ágústssyni að hann hafi rætt mál-
ið við Kára Jónasson, fréttastjóra
fréttastofu Útvarpsins. Haft er
eftir Boga að athugasemdunum,
sem hafi verið réttmætar, hafi ver-
ið komið á framfæri.
Annar útvarpsráðsmaður,
Anna Kristín Guðmundsdóttir, lét
bóka að hún „treysti fréttamati og
framsetningu fréttamanns RÚV á
Vestfjörðum fullkomlega“.
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, kvartaði til fréttastofunnar og
taldi fréttaflutninginn ekki vera
boðlegan. Bæði Kári Jónasson,
fréttastjóri Útvarpsins, og Finn-
bogi Hermannsson, forstöðumað-
ur Svæðisútvarps Vestfjarða,
töldu að fréttin héldi og væri eðli-
lega unnin. ■
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
febrúar 2003
14%
D
V
90.000 eintök
73% fólks lesa blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
miðviku-
dögum?
61%
77%
BOND, JAMES BOND
Ekki fylgir sögunni hvort hinir vellauðugu
menn drekki vodka martini hristan eða
hrærðan.
Siv Friðleifsdóttir
skipar 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins
í Suð-vestur kjördæmi
Kjósum launajafnrétti
DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA
Davíð sagði að næði sjávarútvegsstefna stjórnarandstöðuflokkanna fram að ganga yrði
það rothögg á sjávarútveginn og um leið alvarleg atlaga gegn hinum dreifðu byggðum
landsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T