Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 4
4 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Hefurðu farið á kaffihús í apríl? Spurning dagsins í dag: Hverjir verða Íslandsmeistarar í hand- bolta karla ? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 57,2% 42,8% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is STÉTTARFÉLÖG Æskilegt er að verka- lýðshreyfingin og Samtök atvinnu- lífsins nái sameiginlegri sýn á stöðu efnahagsmála og breytingar á launakostnaði næstu misseri, sagði Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands og nýkjörinn formaður Samtaka at- vinnulífsins, á aðalfundi félagsins í gær. „Í því skyni þarf forysta verka- lýðshreyfingarinnar og Samtaka at- vinnulífsins að ræða fyrr en seinna þær meginlínur, sem koma til með að móta kjarasamninga á næsta samningstímabili, þar með talið samningstíma og kostnaðarbreyt- ingar,“ sagði Ingimundur, sem tek- ur við formennsku í SA af Finni Geirssyni. „Það verður að vera for- gangsverkefni forystumanna aðila vinnumarkaðarins að afstýra því að fyrirsjáanleg þensla vegna mikilla framkvæmda á næstu árum verði til þess að valda ólgu á vinnumark- aði og vinnudeilum.“ Ingimundur sagði kaupmáttar- aukningu undanfarinna ára að öll- um líkindum hafa gengið lengra en æskilegt mætti telja, því hlutur launa og launatengdra gjalda í verðmætasköpuninni væri nú orð- inn 70%, en væri um 60% í saman- burðarlöndum. ■ INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON Nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins segir kaupmáttaraukningu undanfarinna ára að öllum líkindum hafa gengið of langt. Nýr formaður Samtaka atvinnulífsins ræddi um komandi kjarasamninga: Forgangsverkefni að draga úr þenslu Efnahagur Þýskalands: Margslung- inn vandi EFNAHAGSMÁL Hverfandi hagvöxt- ur, mikið atvinnuleysi og lítil at- vinnuþátttaka eru sjúkdómsein- kenni sem Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræðingur BDA, þýsku samtaka atvinnulífs- ins, rekur fyrst og fremst til sí- vaxandi útgjalda til félagsmála og lítils sveigjanleika á þýskum vinnumarkaði. Weitershausen ræddi á aðal- fundi Samtaka atvinnulífsins um helstu orsakir þýska efnahags- vandans. Hann sagði ríka upp- sagnarvernd helstu orsökina og auk hennar væri óbeinn launa- kostnaður mjög hár, allt að 66%. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Menntun er grunnurinn STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar, sagði á kosninga- fundi í Háskóla Reykjavíkur í gær að komandi kosningar snúist um völd og það hvernig menn um- gangist vald. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar eru aðaláhersluatriði Samfylking- arinnar í næstu kosningum menntun, atvinna og velferðar- þjónusta. Að þessum málaflokk- um yrði unnið með jafnrétti að leiðarljósi. Hún sagði menntunina grundvöll áframhaldandi velsæld- ar. Væri henni ekki sinnt drægjust Íslendingar hratt aftur úr öðrum þjóðum í þeirri alþjóða- væðingu sem nú stæði yfir. ■ Ögmundur Jónasson: Stjórnin fengi orðu frá Stalín STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokks Vinstri grænna, sagði á kosningafundi í Háskóla Reykjavíkur að ríkisstjórnarflokk- arnir væru berir að tvískinnungi varð- andi einkavæðingu annars vegar og ríkisafskipti hins vegar. Á sama tíma og ýmis grunnþjón- usta væri einka- vædd stæðu ráð- herrar ríkisstjórn- arinnar fyrir mestu ríkisafskipt- um Íslandssögunn- ar með stórframkvæmdunum fyrir austan. „Þeir myndu allir fá medal- íu frá Jósef Stalín væri hann uppi,“ sagði þingflokksformaðurinn. ■ STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, telur Halldór Ásgríms- son, formann Framsóknarflokks- ins og utanríkisráðherra, orðinn veruleikafirrtan af því að dveljast stöðugt á fimm stjörnu hótelum erlendis. Þetta kom fram á vel sóttum kosningafundi Visku – Fé- lags stúdenta í Háskóla Reykja- víkur. Auk Ögmundar og Halldórs voru mættir frambjóðendurnir Geir Haarde fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherra- efni Samfylkingar- innar, Margrét S v e r r i s d ó t t i r , framkvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, og Jón Magn- ússon frá Nýju afli. Jón Magnússon gagnrýndi að á sama tíma og milljörðum króna væri varið til byggingar sendi- ráða væri ekki hægt að sinna heilabiluðu fólki. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði mikilvægi alþjóða- samskipta vera afar mikið. Í Asíu væri mikill vöxtur í viðskiptum. Í raun hafi það verið stjórnarand- staðan og Ögmundur Jónasson sem hafi haft þá framsýni að leggja til að sendiráð yrði opnað í Japan. „Ekki fyrir milljarð,“ sagði Ög- mundur. „Þið vissuð alveg að það væri dýrt í Japan,“ svaraði Halldór. „Þú ert veruleikafirrtur eftir allt of langa dvöl á fimm stjörnu hótelum í útlöndum,“ var næsta at- hugasemd Ögmundar. Halldór sagði þá að hag- kvæmara hefði reynst að kaupa fremur en leigja hús fyrir sendiráð í Japan. Hver einasti maður í utan- ríkismálanefnd Alþingis hefði samþykkti þá leið: „Svo leyfa stjórnarandstæðing- ar sér það að segja allt annað í þessu máli fyrir kosningar og blanda þessu máli inn í málefni fatlaðra,“ sagði Halldór. Ögmundur sagði Halldór fara með rangt mál. Hann frábiði sér að vera gerður ábyrgur fyrir bruðli í utanríkisþjónustunni. „Þetta er ekki sæmandi og ég mótmæli að það sé gert hér á þess- um fundi. Það er ekki bruðlað í ut- anríkisþjónustunni. Þetta er nauð- synleg þjónusta hverri sjálfstæðri þjóð. Það getur engin þjóð sótt fram í alþjóðavæðingunni nema eiga öfluga utanríkisþjónustu. Ég fullyrði það að við getum ekki tek- ið öflugan þátt í alþjóðavæðing- unni ef við veikjum okkar utanrík- isþjónustu,“ bætti Halldór við. gar@frettabladid.is KOSNINGAFUNDUR Í HÁSKÓLA REYKJAVÍKUR Nokkuð hitnaði í kolunum á kosningafundi Visku, félags stúdenta í Háskóla Reykjavíkur, sem haldinn var í skólanum í gær. Halldór sagður veruleikafirrtur Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra veruleikafirrtan eftir langdvalir á fimm stjörnu hótelum í útlöndum. Halldór vísar gagnrýninni á bug. ■ Í raun hafi það verið stjórnar- andstaðan og Ögmundur Jón- asson sem hafi haft þá fram- sýni að leggja til að sendiráð yrði opnað í Japan. STJÓRNMÁL „Mér fannst ræðan í heild óttalega ómerkileg,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sem hlustaði á ræðu Davíðs Oddson- ar forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Jóhanna segir ómaklegt af forsætisráðherranum að ráðast á sjávarútvegsstefnu stjórnar- andstöðuflokkanna í miðri kosn- ingabaráttunni á vettvangi Sam- taka atvinnulífsins. „Það virðist vera venja Dav- íðs að ráðast gegn öðrum þegar hann sjálfur er í vernduðu um- hverfi. Það kom líka berlega í ljós að Davíð þekkir ekki mun- inn á stefnum flokkanna í kvóta- málum, því hann setti alla flokk- ana undir einn hatt. Verulegur munur er hins vegar á stefnu Samfylkingarinnar og Frjáls- lyndra.“ Jóhanna segir með ólíkindum að forsætisráðherra skuli segja það blákalt að ef stefna Samfylk- ingarinnar kæmist til fram- kvæmda myndi það ganga af byggðunum dauðum. Ekki síst þar sem þeim væri nú þegar að blæða út í núverandi kerfi. Um gagnrýni Davíðs á Evrópusam- bandið segir Jóhanna að and- staða hans við sambandið sé ekkert ný af nálinni. Í allri þeir- ri umræðu skeyti hann engu um þjóðarhag. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Það virðist vera venja Davíðs að ráðast gegn öðrum þegar hann sjálfur er í vernduðu umhverfi,“ segir þingmaður Samfylkingarinnar. Jóhanna um ræðu Davíðs: Óttalega ómerkileg VIÐ RÍKISSPÍTALANN Í TORONTO Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekið Toronto í Kanada út af listanum yfir þau svæði sem ferðamönnum er ráðlagt að forðast. Neyðarfundur vegna bráðalungnabólgu: Óvenjuleg samstaða Asíulanda BANGKOK, AP Leiðtogar tíu landa í Suðaustur-Asíu komu saman á neyðarfundi í Bangkok vegna bráðalungnabólgunnar. Markmiðið var að leita leiða til þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins og endur- vinna traust alþjóðasamfélagsins. Á fundinum viðurkenndu kín- verskir ráðamenn að ekki hefði verið brugðist rétt við þegar sjúk- dómurinn kom fyrst upp í landinu. Engu að síður sögðust þeir sann- færðir um að með tímanum tækist Kína að snúa stöðunni við. Kínverj- ar lögðu til að stofnaður yrði sam- eiginlegur sjóður til þess að rann- saka HABL. Alls hafa yfir 5.300 manns veikst af bráðalungnabólgu í heim- inum öllum og eru að minnsta kosti 355 þeirra látnir. ■ ÖGMUNDUR Segir Stalín mundu hafa orð- ið hrifinn af Kára- hnúkavirkjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hús og garðar 2003 Hafið samband við Petrínu eða Ester á auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 515 7517 eða 515 7500 fyrir 5. maí. Fylgir Fréttablaðinu 7. maí. Allt um það sem þarf að huga að í upphafi sumars. Húsið, garðurinn, trjábeðin, hellulögnin, málningin, pallurinn, sumarhúsið o.fl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.